Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2005, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2005, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 18. JÚNl2005 Sport DV LANDSBANKADEILDIN Sá leikmaður sem hefur spilað einna jafnast í fyrsta þriðjungi Landsbankadeildarinnar í fótbolta er framherji Keflavíkur, Guðmundur Steinarsson Eftir heldur döpur tvö síðustu tímabil hefur Guðmundur fundið sig á ný og er hann nú næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar með fimm mörk, auk þess sem hann hefur átt þrjár stoðsendingar. Sturluson (2) Ragnar Baldur Sigurðsson Þórhallur Dan Auðun Helgason (2) Slgurðsson (3) Jóhannsson Páll Einarsson Vlðir Leifsson Jón Þorgrfmur Stefánsson ' Danfel Hafliðason Guðmundur Stelnarsson Hefur leikiö eins og engill meO ungu liöi Keflavikur þaö semafer leiktlðinni I Landsbankadeildinm. „Þjálfararnir tóku mig á fund til sín fyr- ir tímabilið þar sem þeir komu skýrum skilaboðum tilskila um hvers þeir ætluð- ust til afmér á tímabilinu onmi il. mimmim „Ég einfaldlega tök mín mál í naflaskoðun fyrir tímabilið og ákvað að setja smá púður í þetta í ár,“ sagði Guðmundur þegar DV spurði hann um ástæðurnar að baki þessari stórbættu spilamennsku hans í ár samanborið við þau tvö síðustu. Guðmundur, sem gerður var að fyrirliða Keflavíkur í vor, hefur auk þess gert baggamuninn fyr- ir liðið í tveimur leikjum, fyrst þegar hann skoraði sigur- markið gegn KR í 3. umferð og síðan gegn Skaganum á miðvikudaginn, þegar hann skoraði sigurmarkið með skoti beint úr aukaspymu af 25 metra færi. „Ég veit ekki hvað olli þess- ari lélegu spilamennsku minni síðustu tvö árin. Það er erfltt að útskýra þetta, en það var ein- hvers konar einbeitingarleysi að hrjá mig,“ segir Guðmundur og bætir því við að það hafl haft mikið að segja að Guðjón Þórðarson var ráðinn þjálfari. „Þá vissi ég að það þýddi ekkert að vera í neinu rugli. Ég tók matar- æðið í gegn og lagði meira á mig á æfingum og öllu þess háttar. Og það er að skila sér, ég er að spila minn besta bolta í langan tírna," segir Guðmundur réttilega, því sumrin 2003 og 2004 lék Guðmundur alls 27 leiki, skoraði tvö mörk og lagði upp annað eins. í ár hefur hann hins vegar skorað firnm mörk og átt þrjár stoðsendingar í fyrstu sex leikjun- um. „Guðjón og Kristján Guðmunds- son tóku mig á ftind til sín fýrir tímabilið þar sem þeir komu skýr- um skilaboðum til skila um hvers þeir ætluðust til af mér á þessu tímabili. Ég er að reyna að uppfylla þau," segir Guðmundur, sem vill þó ekki upplýsa hverjar þær væntingar væru. „Það er eitthvað sem er á milli mín og Kristjáns," segir hann og glottir. Leiðast ekki aukaspyrnurnar Guðmundur segir að það hafi haft mikið að segja að vera gerður að fyrirliða. „Þjálfararnir sýndu mér mikið traust með þeirri ákvörðun sinni og því hlutverki fylgir að sjálf- sögðu meiri ábyrgð. Þetta er eitt- hvað sem er alls ekki sjálfgefið og ég lít á fyrirliðastöðuna sem mikinn heiður," segir Guðmundur. Eins og áður segir hefur Guð- mundur gengið í gegnum skin og skúri á sínum ferli. Árið 2000, þá tví- tugur að aldri, sló hann fyrst í gegn með Keflavík og endaði sem marka- kóngur deildarinnar það tímabil með 14 mörk. Síðan hefur leiðin leg- ið niður á við og eftir stutta viðkomu hjá Bröndby og Fram er Guðmund- ur loksins farinn að finna sitt gamla form, og það hjá gamla og góða upp - eldisfélaginu í Keflavík. „Ég tel að ég sé betri leikmaður nú en árið 2000. Ég er að sjálfsögðu nokkrum árum eldri og með meiri reynslu og ég held að ég sé að ná að nýta mér hana." Guðmundur segir sjálfstraustið vera að nálgast hámarkið. „Annað er varla hægt þegar það gengur svona vel. Sjálfstraustið skiptir gríðarlegu máli og er algjört lykilatriði í fót- bolta. Nú hef ég virkilega trú á því sem ég er að gera." Eins og áður segir hefur Guð- mundur skorað tvö stórkostleg mörk beint úr aukaspyrnum á tímabilinu og viðurkennir hann fúslega að hon- um leiðist ekki að taka þær. „Nei, mér finnst það ekkert sérstaklega leiðinlegt," segir Guðmundur og hlær. „En ég er aðeins búinn að vera að æfa spyrnur fyrir utan teig og það hefur verið sagt að ég sé ágætis spymumaður þannig að ég hef verið að reyna að virkja þann hæfileika aðeins betur. Og þetta er að skila sér, í báðum þessum mörkum hefur boltinn farið nákvæmlega þangað sem hann átti að fara," segir Guð- mundur. Frábær hópur Guðmundur kveðst lítið vera að spá í markakóngstitilinn á þessum tímapunkti, liðið hafi allan forgang og það sé hugsunarháttur sem hann hafi tamið sér ennfrekar eftir að hafa verið gerður að fyrirliða. „Ég vil hjálpa liðinu til að skila sér á sómasamlegan stað í deild- inni. Það er mikil samstaða í hópn- um og ef ég á að vera hreinskilinn þá tel ég þetta vera einhvern besta hóp sem éghefveriðhlutiafímeist- araflokki. Eg er mjög sáttur við mína frammistöðu í ár en ekki síst árang- ur liðsins. Það er alltaf gaman þegar það gengur vel og við höfum sýnt það að við getum unnið alla í deild- inni á góðum degi en við getum líka tapað fyrir öllum á vondum degi," segir Guðmundur. vignir@dv.is „Sjálfstraustið skiptir gríðarlegu máli og er algjör lykilatriði í fót- bolta." Sex lið eiga fulltrúa í liði vikunnar Allan Borgvardt (2) á'jT\ FH-ingarjöfnuðu fimm ára gamalt metKR- vlf inga með því að vinna sinn 9. útiieik í röð þegar þeir unnu Valsmenn 1-0ítoppslagn- um á Hlíðarenda á miðvikudagskvöldið. KR-ingar unnu 9 útiieiki i röö á árunum 1999-2000 en í tiunda leiknum gerðu þeir 1-1 jafntefii viö Fylki í Árbæ. Næsti útileikur FH-liðsins ereinmitt á sama stað eftir átta daga. ®Allan Borgvardt skoraði sigurmark FH i leiknum á Hliðarenda og hefurskorað í öll- um þremur leikjum sínum gegn Val i efstu deild (samtals 4 mörk) þar af tvisvar sinnum sigur- mark FH-liðsins. Allan Borgvardt skoraði tvö mörk í 3- 2 sigri FH á Valsvellinum fyrir tveimur árum og þar á meðal sigurmarkið fjórum mínútum fyrir leikslok. Það borgarsig ekki að fara ofsnemma af Fylkisleikj- um í Landsbankadeildinni þvl úrslit y‘-^ þriggja afsex leikjum liðsins hafa ráðist í uppbótartíma og þess fjórða aðeins tveimur mínútum fyrirleikslokSigurvin Óiafsson tryggði KR 2-1 sigur á Fylki á 95. mínútu 11. umferð, Albert Ingason tryggði Fylki 2-1 sigur á Þrótti á 91. mínútu og Rlkharður Daðason tryggði Fram 1-1 jafn- tefli á Fylkisvellinum á fimmtudaginn þegar tæpar4 mínútur voru liönar af uppbótartlma. Þá skoraði Hrafnkell Helgason sigurmark Fylkis 12-1 sigri á Grindavík á 88. mlnútu 15. umferð. k~,rs Eyjamenn þakka fyrir að það eru bara tvö V ‘ 4 Hð sem spila heimaleiki sína I Laugardaln- ^ um. Þar hefur liöiö spilað tvo leiki, tapað þeim báðum og markatalan er 0-7 þeim Ióhag I þessum tveimur heimsóknum I Dalinn. Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, hefur ekki tapaö fyrir liðum Willums Þórs Þórssonar I slðustu sjö V viðureignum, þar afhefur FH unnið sjö af síðustu átta leikjum gegn KR og Val þegar þau hafa haft Willum Þór við stjórnvölinn. Willum Þór náði stigi gegn FH11-1 jafntefli á Kaplakrika ó.júll I fyrra enhina sjö leikina frá 2003 hefur FH-lið Ólafs unnið með markatölunni 19-5. Willum Þór vann sið- ast sigur á liði Óla 8.júlí2003.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.