Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2005, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR I8. JÚNÍ2005 Fréttir DV Dorrit mátti fljúg; „Spæld „Spældir lúserar úr fjöl- miðlaslagnum eru að búa sér til úr engu árásarefni á mæta konu til að sletta leðju á manninn sem hún er gift,“ segir Össur Skarphéðinsson á heimasíðu sinni um þá gagnrýni sem Dorrit forseta- frú hefur fengið fyrir að þiggja far í flugvél Jóns Ás- geirs. össuri íinnst það meira en sjálfsagt að for- setafrúin hafi hraðað för sinni heim með þessum hætti þar sem ríkisstjómin sjálf hefúr margoft sagt að átökin í kringum fjölmiðla- lögin sé löngu búin. Jafningja- fræðslan í kröggum „Okkur vantar nærri því fimm milljónir til þess að geta haldið þessu gangandi og þurfiun að leita á náðir fyrirtækja," segir Unnur Gísladóttir ffamkvæmda- stjóri Jafiiingjafræðslunnar. Jafningjafræðslan er í krögg- um vegna skorts á fjárveit- ingu frá Reykjavíkurborg í ár. Það þurfti því að fækka starfsmönnum frá fimmtán niður í tvo. Jafningjafræðsl- an er ekki af baki dottin og en nú er unnið við að byggja upp vetrarstarf sem ætti að leiða að öflugra sumarstarfi að ári. Útskrift á Akureyri Eins og venja er var út- skrift frá Menntaskólanum á Akureyri í gær, á þjóðhá- tíðardaginn 17. júní. Þetta var í 125. sinn sem skólan- um var slit- ið og í þetta skiptið brautskráð- ust alls 134 nýstúdent- ar. Skólan- um var slitið í íþróttahöll- inni á Akureyri kluJckan tíu um morguninn og klukkan tvö var afhjúpað útilista- verk eftir Steinunni Þórar- insdóttur á Skólatorginu við aðalinngang skólans á Hólum. samgöngur í höfuðborg- inni,“ segir Jakob Hrafns Hvað liggur á? maður ungra framsókna- manna. „Þá iiggur sérstak- lega á því að gera mislæg gatnamót við Kringlu- mýrarbraut og á því að leggja Sundabraut." 7. febrúar síðastliðinn kveikti Jóhannes Jónsson i sinu eigin húsi við Kársnes- braut i Kópavogi. Hann hefur verið ákærður fyrir stórfelld eignarspjöll og verður málið þingfest 28. júní næstkomandi. Jóhannes segir farir sinar ekki sléttar. Handrukkanar neyddu mig til þess að kveikja í mínu eigin húsi Jóhannes Jdnsson, 63 ára gamall Kópavogsbúi, segist hafa lent í klóm handrukkara sem settu honum afarkosti, annaðhvort myndi hann kveikja í sínu eigin húsi ella yrði kona hans drepin. Hann fékk aftur heimsókn frá vafasömum mönnum fyrir stuttu, en þeir gengu hraustlega í skrokk á Jóhannesi. Hann segir þá vera að innheimta skuldir dætra hans. Þegar blaðamann DV bar að garði var Jóhannes úti að slá garðinn sinn. Á lóð hans standa tvö hús, annað er gamall bílskúr sem hefur verið innréttaður og hitt er húsið sem Jóhannes kveikti í síðastliðinn vetur. Á andliti hans, hálsi og hönd- um eru miklir áverkar. Jóhannes segir handrukkara hafa heimsótt sig oftar en einu sinni. Snemma í vetur hafi tveir menn bankað upp á rétt fyrir miðnætti á sunnudagskvöldi. Hann segir tvo menn hafa staðið fýrir utan og sagt hann skulda sér 80 þúsund krónur. Þeir hafi ráðist á hann en síðan haldið á brott. Grimmúðlegar hótanir Jóhannes hefur sjálfur komist í kast við lögin. Hann játaði hjá lög- reglu að hafa kveikt í eigin húsi og bíður ákæru og réttarhalda fyrir hér- aðsdómi vegna þess. Nú segir Jóhannes kominn tíma á að liin raunverulega saga fái að heyrast. Hann hafi verið neyddur af hand- rukkurunum til að kveikja í húsinu sínu. Áverkar Úlnliðir Jóhannesar eru illa farnir eftir að hann \ var keflaöur. Brunarústir Hús Jóhannesar varð eldi að bráð slðastllðinn febrúar. Það er gerónýtt að innan. „Þeir sögðust vera að rukka mig fyrir skuld dóttur minnar, sem býr erlendis," segir Jóhannes. „Þessir menn voru mjög harðsvíraðir. Þegar ég sagðist ekid geta borgað sögðu þeir að ég skyldi kveikja í mínu eigin húsi, annars myndu þeir nauðga konunni minni og drepa hana." Að sögn Jóhannesar voru þeir lik- lega að reyna að fá tryggingafé út úr Jóhannesi, en það hefði dugað skammt þar sem húsið er alfarið skráð á eiginkonu hans. Hrottaleg líkamsárás Þetta eru ekki einu sldptin sem handrukkarar eða ofbeldismenn hafa ráðist á Jóhannes. Fyrr í þess- um mánuði segist hann hafa fengið þriðju heimsóknina. Vígalegir menn hafi gengið í skrokk á honum. „Ég var keflaður, með hendur fyrir aftan bak," segir Jóhannes og sýnir blaða- manni áverkana á úlnliðum. „Ég hélt að þeir ætluðu að drepa mig. Þeir tóku upp sög og ætluðu að saga stórt stykki úr vinstra fæti mínum. Einnig drápu þeir í sígarettum í and- „tg hélt aö þeir ætluðu aö drepa mig, Þeir tóku upp sög og ætluöu aö saga stórt stykki úr vinstra fæti mínum. Einnig drápu þeir í sígar- ettum íandliti mínu og á baki." liti mínu og á baki." Hann segir lögreglu ekkert hafa viðhafst í málinu, þrátt fyrir að ná- granni hafi tilkynnt um árásina. Vilja ekki tjá sig Hvorki almennir fulltrúar lög- reglunnar í Kópavogi, né Páll Sig- urðarson rannsóknarlögregla þar í bæ vildu tjá sig um málefni Jóhann- esar. Jóhannes segir samskipti sín við laganna verði ekki hafa verið góð. Hann segist hafa verið í fíkni- efnum á sínum yngri árum en sé nú búinn að snúa blaðinu við. Þvl myndi það koma sér afar illa fýrir hann ef hann yrði settur á bakvið lás og slá. Málið gegn honum verð- ur þingfest 28. júní og er líklegt að hann játi verknaðinn en hvort að- stæður hans verði metnar honum til hagsbóta á eftir að koma í ljós. Læknirinn Dagur B. Eggertsson kom manni til bjargar á 17. júní Dagur brást hetjulega við „Ég veit ekki betur en að þessum aðilum heilsist ágætlega," segir læknirinn og borgarfulltrúinn Dagur B. Eggertsson en hann brást hetju- lega við þegar sólin bar nokkra há- tíðargesti á Austurvelli ofurliði i gær. Yfir tuttugu stiga hiti var þegar Hall- dór Ásgrímsson flutti ræðu sína við styttu Jóns Sigurðssonar í gærmorg- un. í miðri ræðunni hnigu þrír niður og telur Dagur að hitinn hafi gert þetta að verkum. „Það er ekki óalgengt að svona gerist í svo miidum hita," segir Dag- ur sem að sögn vitna var fljótur að átta sig á því hvað hefði gerst. Dagur sat á öðrum bekk á Austurvelli ásamt borgarfulltrúum og ráðherr- um þegar hann kom auga á hvað hafði gerst. Flestir áttuðu sig ekki á hvað um væri að vera og forsætis- ráðherrann, Halldór Ásgrímsson, hélt flutningi ræðu sinnar áfram. Maðurinn sem Dagur lilúði að var fluttur á brott með sjúkrabíl en hon- um heilsast nú vel samkvæmt heim- ildum DV. „Einhverjir spauguðu með það að ræða Haildórs hefði ver- ið að gera út af við hann. Ef svo er náðum við alla vega að bjarga hon- um,“ segir Dagur í léttum dúr. Misheppnuð innbrot ollu usla á Ólafsfirði Stálu kaffibollum og fánum íbúar Ólafsfjarðar urðu óvænt fórnarlömb afbrotaaðkomupars í vikunni sem leið og að sögn Sigur- björns Þorgeirssonar, varðstjóra lög- reglunnar á Ólafsfirði höfðu laganna verðir í nógu að snúast vegna þeirra. Afbrot parsins hófust þegar tilkynnt var um innbrot í húsnæði skotfélags Ólafsfjarðar á miðvikudag. Þar létu þau hendur sópa um alla lausa hluti húsnæðisins. Stálu meðal annars tveimur fánum, kaffibollum og kaffi- könnu. Síbrotaparið var ekki heppnari en svo að bifreið þeirra sem hafði þýfið að geyma bilaði stutt frá staðn- um og fóru þau þá á vapp í bænum. Lögreglan á staðnum hafði hendur í hári þeirra í annarri bifreið, þar sem þau höfðu gerst puttaferðalangar. Tekin var skýrsla af parinu og var þeim sleppt um nóttina. Morguninn eftir var svo tilkynnt um innbrot í tvær bifreiðar þar sem stolið var radarvörum og sjónauk- um. Þýfið úr þeim innbrotum fannst svo í vörslu parsins, en þau könnuð- ust ekki við að það væri iila fengið. í gær fékk svo lögreglan tvær tilkynn- ingar um innbrot í báta og var stolið þaðan lyflum. Grunsemdir beinast að fólkinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.