Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2005, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2005, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 78. JÚNÍ2005 Helgarblað E7V Athafnakonan Silja Bára Ómarsdóttir rekur fyrirtækið Út vil ek auk þess sem hún starfar sem sviðsstjóri hjá Jafnréttis- stofu. Silja Bára Silja hefursem betur fer áhuga á kvikmynd- um en uppáhaldsmyndin hennar er Lawrence of Arabia. Marbert-sólarpúð- ur „Ég keypti mér þetta sólarpúður í vor og þykir það algjör snilld. Ég' nota það mjög mikið til að fríska upp á mig.“ S!>ÍÍMÍ Bourjois- augnskuggar „Ég nota augnskugg- ana ekki mikið. Er búin að eiga þennan í tvö ár. Set hann á mig þegar ég fer út á lífið. En ég hef keypt mér aðra síðan sem ég nota einnig.“ Kanebo-Maskari „Ég er búin að nota Kanebo-maskarann í sjö ár og þykir hann ómissandi." o 5 w ö < »,^H&M-augnblý- antur ”Ég keypti | »®íltþennan augnblý- ant í H&M þegar j _ *ég var í Dan- i Pifmörku um daginn. (rEn ég nota hann eins og augnskugg- ana, við sérstök tæki- færi.“ H&M-gloss „Þetta er ferskjulitað gloss sem er mjög ljóst. Ég keypti hann líka úti í Köben um daginn og nota iiann Inánast daglega.' Ágústa Edda Björnsdóttir spilar handbolta með Val og hefur spilað frá 15 ára aldri. „Handboltinn gefur mér Ifkamlega og andlega orku, fyrir utan að vera frábær félagsskapur," segir Ágústa. (byrjun maf hóf hún störf f sumarafleys- ingum hjá fþróttadeild Ríkisútvarpsins þar sem hún les fréttirnar. „Þetta er mjög skemmtileg vinna. Þarna er gott fólk og góður andi," segir handbolta- konan hæfileikarfka. Annars eyðir hún öllum sfnum tfma með syni sfnum, Sindra Degi, sem verður tveggja ára í september. „Hann er gullmolinn minn," segir Ágústa með bros á vör. 3ú atvlniw „Það er alveg hægt að lenda í leiðinlegra starfi," segir Silja Bára Ómarsdóttir sem rekur fyrirtækið Út vil ek sem sér aðallega um þýðingar á bíómyndum. Silja Bára segist hafa byrjað með aðra viðskiptahugmynd og þannig hafi nafnið komið til. Hún hafi svo fengið atvinnutilboð sem hún gat ekki hafhað en þar sem hún var ánægð með nafnið ákvað hún að breyta því ekki þótt það passi ekki beint við það sem hún er að gera. Russell Crowe í uppáhaldi „Ég er aðallega að þýða fyrir bandarískt kvikmyndafyrirtæki á DVD,“ segir Silja sem eyðir kvöldun- um í að horfa á myndirnar þar sem aðalvinnan hennar er að starfa sem sviðsstjóri á Jafhréttisstofu sem staðsett er á Akureyri. „Ég var í háskólanámi í Bandaríkjunum og datt þar inn í þetta fyrirtæki og hélt svo áfram að vinna fyrir það þegar ég kom heim. Þetta eru aðallega gamlar myndir sem verið er að setja yfir á DVD en stundum fæ ég glæ- nýjar myndir sem eru ekki enn komnar í bíóhúsin." Silja Bára hefut, líklega sem betur fer, mikinn áhuga á kvikmyndum en uppáhaldsmyndin hennar er Lawr- ence of Arabia. „Ég bjó í Los Angeles í átta ár og þar er ekki annað hægt en að verða svolítiU Hollywood-fíkill,“ segir hún og bætir aðspurð við að uppáhaldsleikarinn hennar sé Russel Crowe. „Ég hef ekki ennþá fengið að þýða mynd með honum en þegar ég bjó úti fór ég á upptökur í hvert skipti sem hann mætti hjá Jay Leno.“ „Ég hefekki ennþá fengið að þýða mynd með honum en þegar ég bjó útí fór ég á upptökur i hvert skiptí sem hann mætti hjá Jay Leno." Kennir við HÍ í haust Silja Bára segist hafa unað hag sínum vel í Los Angeles þótt borgin sé afar Ktið sjarmerandi við fyrstu kynni. „Maður verður að læra inn á hana og finna hlutina sem eru sjarm- erandi. Nú bý ég hér á Akureyri og æda að gera það þangað til ég þreyt- ist á því,“ segir Silja sem mun kenna námskeið í meistaranámi í alþjóða- samskiptum við HÍ næsta haust. „Ég kenndi við háskólann úti en þetta er í fyrsta skiptið sem ég kenni við há- skóla hér heima svo það er nóg að gera framundan.“ indiana@dv.is Ragnhildur Sigurðardóttir hefur haft áhuga á umhverfismál- um frá unga aldri og rekur eigið fyrirtæki Mikilvægt að allt landið sé í byggð „Ég er með master í umhverfis- fræðum og langaði að vinna við mitt fag,“ segir Ragnhildur Sigurðardóttir sem rekur Umhverfisstofu Ragnhildar á Snæfellsnesi. Ragnhildur er einnig lektor í hálfu starfi við Landbúnaðar- háskólann á Hvanneyri auk þess sem hún rekur bú með eiginmanni sínum vestur í Staðarsveit. „Eg hef haft áhuga á umhverfismálum síðan ég var ung og fór beint í Landbúnaðarháskólann í Noregi eftir stúdentsprófið og kláraði masterinn þar. Þegar ég kom heim fór ég vestur og renndi blint í sjóinn enda ung og bjartsýn og viss um að ég fengi fullt að gera, sem hefur reyndar verið raunin," segir Ragnhildur en hún hef- ur meðal annars unnið að bæklingi um friðlöndin á Snæfellsnesi, skipu- lagningu á aðkomu að Fomu Lauga- brekku og er verkefriisstjóri Lifandi landbúnaðar sem er grasrótarhreyfing kvenna í landbúnaði. „Við erum að beita okkur fyrir að efla áhrif kvenna innan landbúnaðargeirans auk þess sem við viljum byggja brýr milli þétt- býlis og dreifbýlis því við teljum að þéttbýlið geti ekki án dreifbýlisins ver- ið og öfugt. Við erum sannfærðar um að það sé mikilvægt að allt landið sé í byggð og við viljum gera okkar til þess,“ segir Ragnhildur sem dvelur tvo daga í viku á Hvanneyri. „Ég bý í sveit- inni en það er alltaf gaman að koma að Hvanneyri og taka þátt í samfélag- inu þar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.