Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2005, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2005, Blaðsíða 37
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 18.JÚNÍ2005 37 Karl Filip Geirsson var í vikunni dæmdur í tveggja ára fangelsi. Hann játaði skýlaust brot sín og vann með lögreglu að málinu allan tímann. Sextán mánuðir liðu þar til málið kom fyrir dóm og Karl Filip hefur breytt lífi sínu á þessum tíma og iðrast nú gjörða sinna. Hann segist hafa búist við þessum dómi og ætlar að taka á málunum eins og fullorðinn maður. i doms- ■ ■ „Hún er alger pabbastelpa, | I hún er Ijósið ílífinu... Ég á I | eftir að sakna dóttur minnar | í gífurlega þegar ég fer inn." „Ég var búinn að búa mig undir þessi tvö ár. Maður treystir ekki á mannlegu hliðina í þessu dómskerfi, hún er ekki til,“ sagði Karl Filip Geirs- son í gær. Hann hafði þá hlotið hæstu hugsanlegu refsingu, tvö ár, fyrir þátt- töku í innflutningi á föcniefiium. Hann var dæmdur ásamt nokkrum öðrum fyrir að hafa staðið í innflutningi á 1000 e-töflum og 130 grömmum af kókaíni. Karl Fflip nú hefur snúið baki við fíkniefnaheiminum og þráir ekkert heitar en að lifa venjulegu lífi fjarri fíkniefhum og öllu sem þeim fylgir, eins og hann orðar það. Vondur heimur „Ég býst ekki við því að áfrýja því að mig langar að klára að gera upp skuld- ir mínar við samfélagið sem fyrst og halda svo áfiam í mínu nýja lífi. Ég sé bára fram á að með því að áfrýja væri ég bara að kaupa mér tíma og þá er maðttr ennþá fastur í þessu hjólfari,“ segir Karl FUip sem vill greinflega ólm- ur leggja fortíðina til hliðar svo hann geti tekist á við nýja og bjartari framtíð sem fyrst. „Fortíðin er hlutí af mínu lífi og ég tekst á við hana eins og fullorðinn maður. Ég gerði mér grein fyrir því um leið og ég leiddist inn í fflcniefhaver- öldina að þetta er vondur heimur en það er hægara sagt en gert að koma sér út,“ sagði Karl Filip um kynni sín af fíkniefnaheiminum. Karl er ennþá með fíkniefriaskuld á bakinu en ætlar ekki að láta hana verða sér að falli. Það var einmitt skuldin sem fékk hann tfl þess að taka þátt í innflutningnum sem hann hefur nú verið dæmdur fyr- ir. Nú situr hann uppi með fíkniefna- skuld og fangelsisdóm á bakinu. „Ég var búinn að sjá villu míns veg- ar og hafði skráð mig í meðferð fjórum dögum áður en að ég var handtekinn. Það var í raun engin sjáanleg leið fyrir mig út úr skuldunum önnur en að taka þátt í þessum innflutningi, allavega ekki á þeim tíma. Þess vegna sam- þykkti ég að taka þátt í þessu,“ segir Karl FUip sem sér eftir öllu saman og þráir fátt meira en að geta eytt tíma með tveggja ára gamalli dóttur sinni sem er sólargeislinn í lífi hans. Ljósið í lífinu „Ég fullyrði að ég mun ekki leita inn í þetta helvíti á ný til að borga skuldir mínar, ég finn löglega leið tfl þess. Svo þarf ég auðvitað að greiða allan máls- kostnaðinn þannig að maður verður líklega að vinna fyrir þessu næstu tvö árin eftir að maður kemur út,“ segir Karl sem tekur sér litla pásu á spjallinu við blaðamann tfl þess að skípta á dóttur sinni, en Karl var ekki við vinnu þann dag þar sem hann þurfti að hugsa um dótturina, sem var lasin. Strax eftir að hafa sinnt foðurskyld- um sínum segir Karl: „Frá því í byrjun nóvember hef ég verið ediú og reynt að byggja upp eðlflegt líf sem faðir enda ekkert mfldlvægara í lífinu en að vera góður faðir og góð fyrirmynd. Það er það sem ég þrái heitast. Hún er al- ger pabbastelpa, hún er ljósið í lífinu," segir hann um dóttur sína sem hann elskar greinflega meira en allt annað í lífinu. „Ég á eftir að sakna dóttur mhmar gífurlega þegar ég fer inn,“ segir hann en fjölskylda Karls Filips hefur verið mjög hjálpsöm í allri þessari erfiðu baráttu og sýnt honum rnikinn skfln- ing. Baráttan við efnin Eftír handtökuna í febrúar í fyrra fór Karl Filip í meðferðina sem hann Engin miskunn Karl Filip gekk hnipinn út úr héraðsdómi I fyrradag þó hann hafi verið undirþaö búinn að fá þyngsta dóm enda segir hann mannlegu hliðina ekki til i dóms- kerfinu. DV-mynd GVA hafði skráð sig í og stóð sig í nokkra mánuði áður en hann féll. „Ég kolféll á hrottalegan hátt og hef aldrei beðið þess bætur. Vanh'ðanin var svo rosaleg að maður vissi ekld hvernig maður átti að snúa sér í lífinu. Ég vona að ég fái að sitja af mér á Kvíabryggju því þar er ekkert dóp í umferð og það hjálpar manni að halda sér frá því,“ segir hann um yfirvofandi fangelsisvist. Honum finnst einnig slæmt að hafa þurft að bíða svo lengi frá því hann var handtekinn og þar tfl málið fór fyrir dóm. „Ég er búinn að afplána mikinn dóm með bið eftír dómnum. Þetta eina og hálfa ár er ég búinn að afþlána innra með mér með vanlíð- anina sem þessu hefur fylgt,“ segir Karl Filip sem óttast að þurfa að dúsa á Litla-Hrauni þar sem fíkniefhi eru f umferð. „Það er hrikalegt til þess að hugsa að sitja inni í einangruðu herbergi á Litla-Hrauni með alla þá vanlíðan sem því fylgir og þurfa að horfa upp á fíkni- efnin sem þar em í boði. En hvað sem gerist þá ætla ég að taka á mínum mál- um eins og karlmaður," segir Karl Filip. tj@dv.is Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir ekki hægt að hvetja sakborninga til samvinnu þar sem ekkert bendi til að það sé þeim til hagsbóta. Sveinn Andri Sveinsson „Það er erfitt fyrir verjanda að staðhæfa við skjólstæð- ing sinn að með þviað vinna með lögreglu verði það honum til hags- bóta." Karl Filip Geirsson var í vikunni dæmdur til jafiiþungrar refsingar og Vilhjálmur Vflhjálmsson .í hér- aðsdómi þrátt fyrir að Karl hefði unnið með lögreglu f málinu og hjálpað til við að upplýsa það. Vil- hjálmur þagði þunnu hljóði og mætti ekld einu sinni fyrir dóminn þegar hann var kveðinn upp. Álíka gerðist í lfkfundarmálinu svokallaða þar sem Grétar Sigurð- arson hjálpaði lögreglu en fékk sama dóm og Jónas Ingi Ragnars- son og Tomas Malakauskas, eða tvö og hálft ár. Þriðja dæmið á skömm- um tíma var mál hollensku stúlk- unnar Stientje Frouktje Marianne Beuker sem var burðardýr, en hún upplýsti lögreglu meðal annars um flkniefnabirgja í útlöndum, sem er einstaklega fátítt. Hjálp hennar var ekki metin tfl refsflækkunar og böm hennar vom send í fóstur í Hollandi. Karl Filip, Grétar og Stientje sýndu öll iðrun, öfugt við þá sem komu að málunum með þeim. „Það er erfitt fyrir verjanda að staðhæfa viö skjólstæðing sinn að með því að vinna með lögreglu verði þaö honum til hags- bóta," segir Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlög- maður. tj@dv.is Faðir og dóttir „Frá þvíi byrjun nóvember hefég verið edrú og reynt að byggja upp eðlilegt llfsem faðir enda ekkert mikilvægara í lífinu en að vera góður faðir og góö fyrirmynd, og þaö er það sem ég þrái heitast.“ DV-mynd Atli Þungir dómar þrátt fyiír samvinnu 10. nóvember2004 Líkfundarmennimir fá allir sama dóm, tvö og hálft ár, i Héraösdómi Reykjavíkur, þrátt fyrir að Grétar hefði unnið með lögreglunni en ekki Jónas og Malakauskas. Alliráfrýja. 6.janúar2005 Burðardýrið Stientje Frouktje Marianne Beuker frá Hollandi var dæmd I tólfmánaöa fangelsi afHéraðsdómi Reykjavikur þrátt fyrir að hafa unnið ötullega að lausn málsins með lögreglu. 28.apríl2005 Hæstiréttur staðfestir dóminn yfir sakborningunum í Ifkfundarmálinu. Taka ekki samstarfsvilja og aðstoð Grétars til greina frekar en Héraðsdómur Reykjavíkur. 13.júní2005 Héraösdómur dæmir Karl Filip Geirsson til sömu refsivistar og Vilhjálm Vilhjálmsson þrátt fyrir aö Karl hafí unnið með lögreglu og snúið baki viö fíkniefnaheiminum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.