Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2005, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2005, Blaðsíða 12
12 LAUGARDACUR18.JÚNÍ2005 Fréttir DV Dalai Lama elskar kökur f nýrri bók um txúarleið- togann Dalai Lama kemur ftarn að hann elski súkkulaðibitakök- ur. Vinur hans og ferðafélagi Victor Chan skrifar bók- ina, og segir hann að Dalai Lama borði kökur á laun meðan aðrir búddistar fasta. Hann segir líka að hinn lifandi guð geymi loftbyssu við hliðina á rúminu sínu til þess að hræða í burtu hauka sem níðast á smáfuglunum sem Dalai Lama hefur miklar mætur á. í bókinni kemur líka fram að Dalai Lama horfi mikið á BBC á meðan hann hugleiðir. Bretadrottn- ing kaupir Ipod „Drottningin hefur alltaf verið mikill tón- listarunnandi og fannst henni Ipod vera merki- leg og stílhrein græja. Henni finnst best að nota hann þegar hún ferðast," segir innanbúðar- maður í Buckingham-höll um Ipod kaup drottningar- innar. Hún bað skósvein sinn í Buckingham að kaupa einn slíkan fyrir sig eftir að Andrew prins sýndi henni sinn. Hún keypti sér silfurlit- aðan, sex gígabæta Ipod Mini, en hann getur geymt um 1500 lög. dettur af iíús- þaki Þjóð- verjinn Thomas Manninger dattafhús- þaki á meðan hann gekk í svefni. Hann sagðist hafa misst jafnvægið í þann mund sem hann vaknaði. Svo virðist sem Thomas hafi klifrað út um gluggann sinn, þaðan upp rennuna og svo hefði hann gengið um þakið þar til hann datt niður eina 10 metra. „Þetta hefur verið einhver undar- legur draumur," sagði Thomas, sem slapp við al- varleg meiðsli vegna þess að hann lenti á rakri og mjúkri jörð. „Ég er aö fara á Reykjalund í endurhæfingu og verö þar næsta mánuö/'segir Flosi Ólafsson, hestabóndi á Bergi, rithöfundur og skemmtikraft- ur.„Höfuöstöövar ástarinnar gáfu sig eftirað ég hafði veriö tiltölulega ótruflaöur afhjart- anu _______- Landsíminn liðin tlu ár. Á Reykjalundi verður mér ekki hlíft. Sagt aö fara I fjall- göngu, þrekhjólatúra og sund. Annars mætti koma svolítil rigning. Úthaginn er grár mið- að viö hvaö tíðarfariö hefur veriö gott. Það er ótrúlegt hvernig blessað landið tekur viö sér þegar það fær nokkra dropa til aö svala þorstanum." Barnaníðingur hefur haldið íbúum Smáíbúðahverfisins í Reykjavík í heljargreipum undanfarin ár. Níðingur- inn hefur verið kærður i fjórgang fyrir að beita ungar stúlkur kynferðislegu ofbeldi. Hann játaði glæpi sina fyrir blaðamanni DV og talar um kynferðis- legt ofbeldi gegn ungum stúlkum sem „veikindi“. Foreldrar eru óttaslegnir enda sýnir maðurinn engin merki iðr- unar þegar hann mætir þeim úti á götu. BARNANÍÐINGUR JÁTAR FYRIR DV Smáíbúðahverfið er vinalegt hverfi í 108 Reykjavík. Húsin eru falleg og garðarnir vel hirtir. Fyrir dkunnuga virkar Smáíbúða- hverfið sem eitt af þessum hverfum sem fólk gæti vel hugsað sér að ala upp börn í. En undir hamingjusömu yfirborði ríkir mikill ótti og reiði meðal íbúa. Ástæðan er sú að í hverfinu býr þriggja barna giftur maður sem hefur hrellt íbúa í hverfinu um árabil. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn íjórum stúlkum í hverfinu, meðal annars gegn sinni eigin dóttur. Blaðamaður DV sótti barnaníðinginn heim en hann er nú atvinnulaus og situr heima í þunglyndi. „Ég viðurkenni eina af þessum ásökunum," segir barnaníðingur- inn, inntur eftir því hvort ásakanir um að hann hafi beitt börn í hverf- inu kynferðislegu ofbeldi eigi við rök að styðjast. „Málið verður tek- ið fyrir í haust og þá verður það opinbert, þú getur séð það þá.“ Glottir til grannanna Barnaníðingurinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum snemma í vor. Fyrsta kæran barst lögreglu í mars en síð- an hafa þrjár aðrar kærur borist. Rannsókn lögreglu er langt komin en eins og fyrr segir gengur bama- níðingurinn laus í hverfinu. Sam- kvæmt heimildum DV eru foreldrar og börn í hverfinu logandi hrædd við manninn þegar þau mæta hon- um á götunni. Hann er mjög hávaxinn og er sagður glotta til ná- granna sinna er hann mætir þeim. Stúlkurnar sem um ræðir, og hafa kært níðinginn, voru á aldrin- um þriggja til þrettán ára þegar brotin voru framin. Við leit á heim- ili níðingsins fannst tugur barnaklámmynda í heimilistölv- unni. Eiginkonan í sólbaði Það var fallegur sólskinsdagur þegar blaðamaður DV bankaði Lofar að flytja úr hverfinu „Það er næst á dagskrá að flytja," segir níðingurinn sem er fúlskeggjaður og með undarlega augnkippi í hægra auga. Augljóst er að hann ber sig að öllu leyti mjög illa. Segist búinn að missa vinnuna og talar um kynferðislegt ofbeldi sitt gegn stúlkum í hverf- inu sem „veikindi". „Ég er mjög þunglyndur," bætir hann við og segist ganga til sálfræðings. Þegar DV komst fyrst á snoður um þetta mál, fyrir um þrem vik- um, hafði blaðamaður samband við nokkrar mæður í hverfinu. Flestar brugðust þær eins við, Börn bi F bua enn vildu lítið segja um málið, en aug- ljóst að allar hræddust þær barna- níðinginn í hverfinu. Ein þeirra skar sig þó úr vegna svara sinna. Hún brást ókvæða við spurning- um blaðamanns og sagði að þetta mál kæmi engum við. Við höfum nú komist að því að þessi kona var eiginkona barnaníðingsins. upp á á heimildi barnaníðingsins og fjölskyldu hans. Til dyra kom sextán ára sonur níðingsins sem náði í föður sinn. Þegar hann kom til dyra og blaðamaður hafði kynnt sig stökk hann í felur til að nást ekki á mynd hjá ljósmyndara DV. Níðingurinn virtist eiga von á þessari heimsókn og lokaði hurð- inni og vildi að blaðamaður kæmi einn inn og ræddi við sig. Blaða- maður gerði það og við fyrstu sýn virtist heimilið vera ósköp venju- legt. Svolítið drasl eins og oft fylgir börnum en annars mjög vinalegt. Eiginkona níðingsins sat á bekk úti í garði og baðaði sig í sólinni. Gæti sloppið með fjögur ár Bamaníðingurinn á yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir brot sín, en hversu þungan er erfitt að segja enda hefur lengi verið deilt á ís- lenska dómara fyrir að nýta sér refsirammann í svona málum ekki til fulls. Líklegt er að mál hans verði tekið fyrir í haust. Sigurbjörn Sævar Grétarsson, æskulýðsleiðtogi og barnaperri, sem misnotaði fjóra unga drengi á Patreksfirði fékk fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir sín brot. Gefur það einhverja mynd af því sem bíður barnaníðingsins í Smá- íbúðahverfinu. johann@dv.is Gerði þetta einu sinni á fylleríi „Þegar svona kemur fyrir þá er það náttúrulega rosalegt áfall," seg- ir tengdafaðir bamaníðingsins. Hann segir að tengdasonur sinn iðrist mjög og sé ákaflega miður sína vegna þessa máls. Um leið og þetta mál kom upp fór hann á fund tengdaforeldra sinna og skýrði frá því sem gerst hafði. Að sögn tengdapabbans sagði hann raunar öllum í ætúnni frá þessu og einnig yfirmönnum sínum í vinnunni. „í kjölfarið missti hann vinnuna." Að sögn tengdapabba gerðist það fyrir um hálfum mánuði síðan. „Þetta kom einu sinni fyrir undir álirifum áfengis og hann hefur talað um að hætta að drekka." Hvað varðar myndimar sem fundust í tölvunni hjá níðingnum hafði tengdapabb- inn ekki mikið að segja en taldi þó að þær væm nokkuð gamlar. „Þetta er búið og gert, og það er ekkert annað að gera en að gera það sem hægt er að gera," segir tengdapabbinn sem segir að fjölskyldan muni vinna úr þessu máli í sameiningu. Þrátt fyrir að níðingurinn hafi sagt fjölskyldu sinni frá ásökunum í hans garð er þó ljóst að hann hefur ekki verið fúllkomlega hreinskilinn. Tengdafaðir hans virtist til dæmis ekki vita að alls væri um fjórar misnotkunarkæmr að ræða. Gæsluvarðhald ónai „Það er mjög sjaldgæft að menn séu dæmdir í gæsíuvarðhald í svona málum," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu sem sagðist hvorki geta neitað því né játað að mál bamaníðingsins í Smá- búðahverfinu hafi komið inn á borð Barnaverndarstofu. Að sögn Braga em tvö skilyrði fyrir því að meintir afbrotamenn séu dæmdir í gæsluvarð- hald. Annað er ef það skaðar rannsóknarhagsmuni að láta manninn ganga lausan og hitt er ef refsiramminn vegna meintra brota er mjög hár. Sú er sjaldnast raunin í svona málum. „Það er svo hlutverk lögreglunnar að meta hvort rannsóknin krefst gæsluvarðhalds eða ekki," en í þessu til- viki hefur lögregla metið að svo sé ekki. Barnamðingurinn er því frjáls ferða sinna á meðan lögreglurannsókn fer fram. Hraðakstur eykst í kjölfar bílahátíðar á Akureyri Banaslys setti mark sitt á umferðina Bflaklúbbur Akureyrar stendur fyrir svokölluðum Bfladögum á Ak- ureyri og em þeir nú í fullum gangi. Bflasýningu og svokallaðri spól- keppni lauk í gærkvöldi. Mikill fjöldi hefur lagt leið sína norður og var umferðin frá Reykjavík og til Akureyrar hvað mest á fimmtudag. Það sem helst setti mark sitt á um- ferðina síðustu daga hjá lögreglunni á Akureyri var voveiflegt umferðar- slys aðfaranótt föstudags, þar sem tveir ungir drengir af Suðurnesjum lémst á leið sinni norður. Slysið er í rannsókn lögreglu, en ekki er vitað um tildrög þess. Hátíðahöldum vegna þjóðhátíðardagsins var aflýst í Garði, sem var heimabær annars hinna látnu. Mikið hefur verið um hraðaksmr hjá fólki á leið norður og vom 30 ökumenn teknir fyrir of hraðan akst- ur á leiðinni norður af lögreglunni á Akureyri og Blönduósi á fimmtu- dagskvöld. „Við reynum að vinna að því að koma hraðakstri af götun- um,“ segir Garðar Sigurðsson, for- maður bílaklúbbsins. Markmið bíla- áhugamanna í klúbbnum virðist vera virt að vettugi hjá ferðalöngum á leið norður, en helsta baráttuefni bílaklúbbsins er að koma hraðakstri af götunni og yfir á afmörkuð svæði. „Maður hélt að menn vissu betur og sýndu aðgát í umferðinni. Ég brýni fyrir gestunum að sýna varkárni á leiðinni heim, gæta fyllsta öryggis og sýna varkárni í samræmi við að- stæður," segir Garðar Sigurðsson um aukinn hraðakstur í kjölfar bíla- daga. í dag mun svo verða spyrnu- keppni og í kvöld verða dagamir kvaddir með balli á Sjallanum. Tilkynnt var um umferðaró- happ í umdæmi lögreglunnar á Ólafsfirði að morgni fimmtu- dags. Þar keyrði vegfarandi upp á blindhæð og vildi svo til að er- lendir ferðalangar höfðu stöðvað bifreið sína á miðri blindhæð- inni. Til þess að forða árekstri beygði ökumaðurinn frá bifreið ferðalanganna og haftiaði utan- vegar. Stuttu eftir að óhappið varð keyrðu ferðamennirnir á brott svo ekki náðist tal af þeim, en atvik sem þessi eru litin alvar- legum augum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.