Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2005, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 18.JÚNÍ2005 Fréttir DV Alcoa vill konur Alcoa hélt kynningar- fund á kvennastörfum tengdum álverinu á Reyð- arfirði á mánudagskvöld. Var fundurinn vel sóttur af konum í Austurbyggð. Það er yfirlýst stefna fyrirtækis- ins að helmingur starfs- manna álversins verði kon- ur enda segja þeir að störfm komi til með að henta bæði körlum og kon- um. Alcoamenn segja að ál- vinnsla sé hátækniiðnaður sem fari að mjög miklu leyti fram f gegnum tölvur og því ekki nema brot af vinnunni erfiðisvinna sem karlar sæki fremur í. Takmörkuð umferð á hálendinu Sigrfður Anna Þórðar- dóttir umhverfisráöherra hefur gefið út reglugerð um takmarkanir á um- ferð í náttúru fslands. í henni er áréttuð sú meg- inregla að ekki er leyfi- legt að aka vélknúnum ökutækjum utan vega í náttúru fslands en sú regla hefur þótt vefjast mönnum. Þó er heimiit að aka tækjum á jöklum svo og snævi þakinni og frosinni jörð ef ekki skapast hætta á náttúru- spjöllum. Var rangt af Dorrit Moussaiejf aö fljúga með Baugi? Hafstelnn Þór Hauksson Lög- fræöingu og formaöur SUS „Þaö var nú ekkert rangt af henni en það var vissulega óheppilegt. Ég held að það væri ágætisregla hjá þeim hjónum að vera ekkert að þiggja gjafir frá stórfyrirtækj- um. Ég er annars ekki með neinar samsæriskenningar um þetta mál, fannst þetta bara ekki heppilegt afhenni. Svo nennir maður ekki að vera reiður í svona góöu veðri á fslandi." Hann segir / Hún segir „Mér er nákvæmlega sama á hverju hún Dorrit ferðast. Mér finnst þetta sjáifsbjargarvið- leitni og sjálfmyndi ég „húkka“hvaða flugvélsem væri, efég sæi hana, hvar sem er i heiminum." Guðný Halldórsdóttir kvik- myndageröarkona Hans Markús Hafsteinsson. prestur í Garðasókn, kærði Lárus Atlason, eiginmann djáknans í sókninni til lögreglu eftir að hann sendi honum móðgandi SMS-skila- boð. Djáknahjónin Lárus og Nanna Zoega, sem vilja losna við séra Hans Markús úr sókninni, voru í fríi með hinum prestinum, Friðriki Hjartar á Spáni þegar skila- boðin voru send. Maður djákna sagði prestinun að hann væri lúsnr ng gnnga Frétt DV 26. aprfl Sagt frá SMS-sendingunum. Hans Markús Haf- steinsson KærðiSMS■ skeytin til lögreglu. í gögnum úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar um prestadeiluna í Garðasókn, eru birt SMS-skilaboð sem eiginmaður Nönnu Zoega djákna sendi séra Hans Markúsi Hafsteinssyni sóknar- presti frá Spáni í fyrrahaust. Hans Markús ákvað að kæra skeyta- sendingamar til lögreglu. „Ertu búinn að segja af þér? Við og aðrir bíðum í ofvæni. A loser is always a loser." Þessi SMS-skilaboð voru send úr breskum GSM-sima Lárusar Atíasonar til séra Hans Markúsar Hafsteinssonar í Garða- sókn 27. ágúst í fyrra. Lárus er eigin- maður Nönnu Zoega djákna í Garðasókn sem hefur staðið í stappi við prestinn. Deilurnar hafa magn- ast og voru teknar fyrir hjá úrskurð- arnefnd þjóðkirkjunnar á dögunum. Efni SMS-skilaboðanna kemur fram í gögnum úrskurð- arnefndar- Eru menn feimnir innar. eða gungur? Lárus er starfsmaður Atlanta og sendi skilaboðin úr síma sem er skráður hjá flugfélaginu Atíanta í Englandi. Hans Markús ákvað að hringja í símanúmerið sem skeytið kom úr. Lárus svaraði en þá skellti Hans Markús á. Eftir það barst honum nýtt skeyti: „Eru menn feimnir, eða bara gungur?" Samkvæmt „Ertu búinn að segja afþér? Við og aðrir bíðum í ofvæni. A loser is always a loser upplýsingum DV var skeytið sent þar sem Lárus og Nanna voru í sum- arleyfi á Spáni ásamt hinum prestin- um í sókninni, séra Friðriki J. Hjart- ar og eiginkonu hans. Kærði tii lögreglu „Þetta voru ósvífin skilaboð ogvar túlkað sem hótanir," sagði séra Hans Markús við DV í apríl. Honum var nokkuð brugðið við skilaboðin og var ráðlagt að kæra þau tií lögreglu sem hann og gerði. „Ég er nú gamal- reyndur í öðru starfi þar sem ég þurfti oft að halda höfði, en þetta hafði samt mjög mikil áhrif á mig," sagði hann en lög- reglan vísaði kærunni ffá. Nanna baðst af- sökunar „Ég get stað- fest það að þetta skeyti var sent og það hefur enginn verið þakklátur fyrir það. Þetta voru engar hót- anir og satt best að segja man ég ekki hvað í því stóð,‘‘ sagði Friðrik J. Hjartar við DV um SMS-sendingar Lárusar. „Hann kærði þetta til lög- reglu og hún vísaði því ffá. Nanna hefur margoft beðist afsökunar fyrir hans hönd, en skeytið var sent án þess að aðrir vissu af því,“ sagði Friðrik. Sendi forstjóra Atlanta bréf f úrskurðinum segir Nanna skila- boðin hafa verið send án sinnar vit- undar og hún hafi ítrekað beðist afsökunar á þessum sendingum fyrir hönd eiginmanns síns. Einnig kemur fram að Hans Markús hafi ekki sætt sig við að kæran hafi verið felld niður og þá sent forstjóra flugfélagsins Atíanta bréf þar sem honum hafi verið gerð grein fyrir umræddum SMS-send- ingum. í bréfinu til forstjórans sé fullyrt að málið sé litið alvar- Jegum augum af lög- reglu enda hafi verið um ógnandi skilaboð að ræða. Tilgangur þessarar sendingar virðist hafa verið sá einn að reyna að hafa áhrif á ráðningarsamband eigin- manns Nönnu Guðrúnar við Atíanta, samkvæmt upplýsingum DV. kgb&dv.is Lárus Johnsen Atlason Sagöi viö prestinn:A loser is 1 always a loser. Umhverfisnefnd í Hafnarfiröi vill ekki að Clint Eastwood geri bíómynd í Krýsuvík Enga skriðdreka í Krýsuvík Reykjanesfólkvangur er ffiðaður gegn öllu jarðraski að því er segir í reglum um fólkvanginn. Umhverfis- nefnd Hafnarfjarðar vill elcki að fyrir- hugaðar kvikmyndatökur á Krýsu- víkursvæðinu verði leyfðar. Til stendur að Ciint Eastwood leikstýri bíómynd sem taka á í Krýsuvík í sumar. „Nefiidin telur áhættu fólgna í því að leyfa kvikmyndatökur á svæðinu þar sem stórfellt jarðrask er fyrirhug- að,‘‘ segir Kristján Bersi Ólafsson nefndarmaður í umhverfisnefnd Hafnarfjarðar. Kristján tekur ffarn að svæðið tilheyri Reykjanesfólkvangi. „Fólkvangsstjórnin hlýtur að funda um málið á ailra næstu dögum. Það verður ekkert gert án samþykkis þeirra," bætir Kristján við og kveður menn vera tortryggna út í fögur lof- orð kvikmyndagerðarmanna. Sú tor- tryggni sé byggð á gamalli reynslu. „Samstarf okkar við Hafnarfjarð- arbæ er á mjög góðum nótum," segir Helga Margrét Reykdal hjá True- North, en fyrirtæki hennar sér um hluta framleiðslunnar. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykja- vfk hefur eindregið tekið undir með mótmælum við fýrirhugaðar aðgerð- ir. „Það má benda á það að þarna er um hvað mesta jarðvegseyðingu að ræða á öllu landinu og mikið í húfi að koma í veg fyrir skemmdir. Krýsu- vík er söguffægur staður og menn ættu ekki að láta valta yfir svæðið með skriðdrekum ótilneyddir," segir Ómar Smári. Helga Margrét Reykdal hjá TrueNorth Allt samstarf viö Hafn arfjarðarbæ á góöum nótum. Hannesi líst vel á sendiherra Hannes Hólmsteinn Gissur- arsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla íslands, hefur ekld áhyggjur af sldpun nýrra sendiherra. Nýlega var tiikynnt að Davíð Odds- son, utanríkisráðherra, hafi skipað Qölda nýrra sendiherra, m.a. þá Markús Örn Antonsson, Guðmund Árna Stefánsson og Hannes Heimis- son. „Ég hef ekki frekari upplýsingar um málið en komið hefur fram í fféttum. En ef satt reynist líst mér ljómandi vel á þessar ráðningar, ég treysti Davíð til þess að ráða hæft fólk. Sigríður Dúna Kristmundsdótt- ir yrði glæsilegur fulltrúi íslands út á við,“ segir Hannes Hólmsteinn sem vann nýverið áfangasigur í deilu fjöl- skyldu Nóbelskáldsins við hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.