Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2005, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2005, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ2005 Fyrst og fremst DV „Sjálfsvígssveitir Osami bin Laden ganga fyrir óslökkvandi trúarhatri á Bandaríkjunum og fylgiríkjum þeirra." Þetta ofstœlci verðurað stöðva með auknum samskiptnm og auknum viðslciptum. Það verður ekki stöðvað með loftárásum og sjálfsvígsárásum. Jánas Kristjánsson Eggert Hvllirsig á vegamátum. Dr. Gunni heima og að heiman Duran Duran Eg var á Duran Duran- tónleikumfyrirviku. Hafði aldrei komið ( Egilshöllina áður, fannst það dálltið er- lendis. Gerði þau mis- tökaöfarafram að mlga eftir að Leaves höfðu klárað sig og lenti I mannmergð sem minnti á ormakösina I mynd- inni Squirm. Rann á klósettiö og aftur upp og hélt ég myndi troð- ast undir á leiðinni. Frekar glatað- ur dauödagi: „Einn lést á Duran Duran tónleikunum f gær." Fyrir 23 árum hefði mér þótt það llk- legra að ég byggi með geimkonu á Satúrnus en að ég færi á Duran Duran-tónleika. Ég hataði auðvit- að hljómsveitina út af lífinu og llka Wham. Var allur i pönkinu og þunglyndu kuldarokki. Eftiryfir- gengilegt þroskaferli hef ég lært að þetta er ágætis popp og sögu- lega séð nokkuð merkllegt Þess vegna varég þarna. leikarinn að reyna að sveipa sig dularfullum Ijóma með sólgler- augum og slgarettu i kjaftinum, bassaleikarinn jafn hressilegur að sjá og Gulli Briem og Nick Rhodes glæsilegur á hljómborðunum. Hann málar sig örugglegaá hverjum degi þótt hann sé bara aö fara út i búð. Simon Le Bon aö þykjast vera Elvis i Las Vegas en gleymdi sér annað slagið og datt f gamla girinn með leikrænum og kvenlegum eitfs- tilburðum. Hann vildi llka vera Bono og hlunkaðist upp á hátal- arastæðu. Eg var skithræddur um að hann dytti niöur og mjaðma- brotnaði. Hann skipti um föt og kom aftur með nasistakaskeiti. Tók upp panflautu og blés lista- vel. Þetta var i fyrsta skipti sem ég sé nasista spila á panflautu en vonandi ekki það sfðasta. Afturí Safad Það var eins og maður væn kom- inn aftur f Safari. Sama liöiö, eldra og skorpnara, en allir þó alveg elns inn við beinið. Sama ilm- vatnslyktin af konunum. Lykt ósigurs og niöuriægingarf mín- um huga. Hvaö stóð maður ekki oft við eitthvert hringborðið með lúseravinum sinum og vatnsþynnt Martini bi- anco f glasi, heyrði óminnaf Duran Dur- an af dansgólfinu og blótaði þvi i sand og ösku aö stelpumar litu ekki viö manni? Oft, vinur minn, oftar en tárum tekur að tala um. En tilfinningin var Ijúfsár enda er ég enginn lúser lengur og konan min segir að ég sé miklu sætari núna en þegar ég var yngri. Stóð því teinréttur og gjuggaði mér i hliðunum við Girls on films og þessa klassikalla. Heföi alveg þegið martiniglas. Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Ritstjóran Jónas Kristjánsson og MikaelTorfason Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvfk, slmi: 550 5000 Fax Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is Auglýslngar: auglysingar@dv.is. Setnlng og umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvinnsla: (safoldarprentsmiðja. Dreiflng: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og úr gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Sjálfhverf frekja Auglýsingastofan Hér & nú sættir sig illa við að tímaritið Hér & nú noti sama heiti og stofan. Þetta erflókið. Hvað með auglýs- ingastofuna Nonni & Manni? Hvað segir skyldfólk Jóns heitins Sveinssonar á Akureyri sem átti upphaflega konseptið? Eða þá plötuþeytararnir í Gulifossi & Geysi. Ætlar náttúruvernd- arráð að gera athugasemdir? Svo ekki sé minnst á Eirík Jónsson þvagfæra- skurðlækni. Ætiar hann að kvarta yfir nafni Eiríks Jónssonar blaðamanns? Von að spurtsé. 6 aðgerðir til bjargar Framsóhnarflohknum Skipta um formann Guðmundur Steingrlmsson sjónvarpsstjarna d Sirkusi ætti að yfirtaka flokkinn og feta i fótspor föður sfns og afa. Það ersamkvæmt hefðinni og Framsóknar- flokkurinn er hefðbundinn flokkur. Hærri húsnæðislán Fyrir slðustu kosningar lof- aði flokkurinn 90 prósent húsnæðislánum. Nú ætti hann að bjóða 130 pró- sent húsnæðislán. Það yrði vinsælt og neysluhvetjandi. Lögleiðing fíkniefna Flokkurinn ætlaöi að gera Island að fíkniefnalausu lýðveldi árið 2000. Það mistókst og ætti flokkur- inn því frekar að beita sér fyrir lögleiðingu fikniefna I anda frjálslyndra systurflokka ÍEvrópu. Afnám kvótakerfisins Halldór formaður gæti sýnt gott fordæmi og af- hent þjóðinni kvóta sinn til eignar. Það myndi rífa upp fylgið. 'V- .ff M........ Taka Siv f sátt Siv Friöleifsdóttir er eina framsóknarkonan á land- inu sem hefur snefil afkjör- þokka. Hann verður að nýta. Skipta um nafn Framsóknarflokkurinn er ekki lengur gott vöru- merki. Fjörflokkurinn er skárra. Hjartveik hetja „Ég hjólaði allan Jökuldalinn, framhjá Háreksstöðum og að af- leggjaranum til Vopnafjarðar og var með stífan vind í fangið allan tímann," segir Eggert Skúlason í Fréttablaðinu í gær. Eggert erhetja. Leggurmildö á sig fyrir góöart málstaö þótthann hafí veriö hætt kominn eftir hjartaáfall. Sjálfur lýsti hann áfaJl- inu sem svo aö það væri eins og aö fá giröingarstaur af öllu afli í bakið. Enginn hefur lýst hjartaá- falli betur. BERLUSCONIGERIR GRÍN AÐ MATNUM í Finnlandi og Chirac gerir grín að matnum í Bretlandi. Heimamenn eru að vonum sárir og rekja dæmi þess að ástandið sé ekki svona af- leitt, Berlusconi og Chirac séu monthanar, sem viti þar að auki ekki hvað þeir eru að tala um. „Frakkar tala um kokka eins og Bretar tala um fótboltamenn FRAKKAR ELSKA MAT, ÞEIR TALA UM K0KKA eins og Bretar tala um fót- boltamenn. Þegar kokkur skiptir um veitingahús er það eins mikið mál í Frakklandi og þegar fótboltamaður skiptir um félag f Bretlandi. Frakkar eru nautnaseggir. Þeir eiga frábært hráefni í mat. Þeir líta á matreiðslu sem listgrein. VEITINGAHÚS ERU FÍN í FRAKKLANDI, ekki bara dýru húsin, heldur líka bistro og brasserie. „Pub grub“ í Bretíandi er hins vegar rakin skelfing. Það þýðir ekki fyrir Sun og Mirror að ganga af göflunum út af gríninu hjá Chirac, hann hefur einfald- lega rétt fyrir sér. MARGT HEFUR LAGAZT f BRETLANDI, svo og í Finnlandi og annars staðar á Norðurlöndum, eink- um vegna áhrifa frá Frakklandi. Það er samt ekki hægt að bera ríki á jaðri siðmenn- ingarinnar saman við sjálfar höfuð- stöðvar hennar í Frakklandi og norður- héruðum Ítalíu. Bon appetit! Buono appetit! jonas@dv.is Höfn CHIRAC 0G BERLUSCONI HAFA RÉTT FYRIR SÉR, því miður. Matur er afleit- ur í Bretíandi, sérstaklega almenn- ingsfæði. Frægur er þar skelfilegur skólamatur, sem hefur orðið tilefni blaðaskrifa. Skólamatur í Frakk- landi, á Spáni og á Ítalíu er himin- hátt yfir brezkan skólamat hafinn. VIÐ SKULUM BARA ÞAKKA FYRIR, að Chirac og Berlusconi skuli ekki nenna að gera grín að Islandi. Fyrst og fremst Þriðja höggið í London Eftír Manhattan og Madrid er London orðin þriðja fómardýr sjálfsvígssveita íslamskra trúarofstækismanna. Stjómendur ódæðisins í London segja að Róm og Kaupmannahöfn komi næst, enda em þær höfuðborgir ríkja, sem hafa ein- dregnast fylgt styrjaldarstefnu Bandaríkj- anna í löndum Múhameðs spámanns. Sjálfsvígssveitir myndast daglega um þessar mundir. Algengast er, að kontmgs- fjölskyldan og ríkar fjölskyldur í Sádi-Arab- íu kosti madrössur, trúarskóla múslima, einkum í Pakistan, þar sem fátækt er mikil og jarðvegur góður fyrir ofstækið sem Osama bin Laden og al Kaída predika. Sjálfsvígssveitimar ganga fyrir óslökkvandi trúarhatri á Bandarikjunum og fylgiríkjum þeirra fyrir að fara með eldi og brennisteini um lönd múslima, vanhelga helgidóma þeirra, slátra óbreyttum borgur- um holt og bolt og eyðileggja innviði heilla ríkja, fyrst Afganistans og síðan fraks. Fyrir 11. september 2001 vom sjálfs- morðssveitir einkum ræktaðar í Paldstan og Afganistan. Eftír 11. september er allur heimur múslima gróðurhús trúarofstækis. Gegn þessu verður ekki varizt með því að leggja innviði fraks í rúst, drepa óbreytta borgara, eyða vatnsleiðslum og rafleiðslum. Óhjákvæmilega verða aðgerðir hertar á Vesturlöndum til að hindra ætlunarverk sjálfsvígssveita. Brezk stjómvöld hafa lengi reynt að þrengja svigrúm borgara og fá nú gott færi til framkvæmda. Nafnskírteini verða innleidd og fólk verður að sæta lík- amsskoðun við anddyri miktívægra mann- virkja. Fáir tala um að orsök alls þessa er kross- ferðin, sem George W. Bush Bandaríkjafor- seti hefur blásið til með stuðningi Tonys Blair, forsætísráðherra Bretlands. Þessa krossferð verður að stöðva, því að heimur kristinna manna græðir ekki á endurtekn- ingu þúsund ára gamalla óhæfuverka í Jer- úsalem. Helzta vandamál heimsins um þessar mundir er ofstækið í samskiptum kristinna manna og múslima. Þetta ofstæki verður að stöðva með auknum samskiptum og aukn- um viðskiptum. Það verður ekki stöðvað með loftárásum og sjálfsvígsárásum. Því miður stuðla nýir harmar ekki að slíku sáttaferli. fslendingar geta þó lagt sitt af mörkum til að draga úr víxlverkun ofbeldis með því að eiga ekki á nokkum hátt óbeina aðild að ofbeldi banda- rískra og brezkra krossfara. Evrópustpíð um mat og kokka Með tæplega fjögurra prósenta fylgi í Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.