Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2005, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 8. JÚU2005
Fréttir 0V
Alltífínahjá
Eskimo
Eins og DV
greindi frá í gær
varð heimasíða
Eskimo Models
fyrir árás tölvu-
hakkara. Hakkarinn
heijaði á fréttahluta síðunn-
ar. Þegar DVhafði samband
við Eskimo í gær hafði þess
ekki orðið vart að hakkari
hefði herjað á síðuna.
Bjamey S. Lúðvíksdóttir hjá
Eskimo sagði að straxyrði
farið í að lagfæra síðuna.
Sem betur fer virðist hakkar-
inn ekki hafa náð að vinna
mikinn skaða á síðunni, því
um miðjan dag í gær voru
engin ummerki um tölvu-
hakkarann og síðan sem ný.
Stúlkurstálu
tölvu
Anna Nicole Grayson
og Ellen Elmarsdóttir,
stúlkur á nítjánda ári,
voru á þriðjudag sakfelld-
ar í Héraðsdómi Reykja-
ness fyrir þjófnað á far-
tölvu. Þær voru ákærðar
fyrir að hafa brotist inn í
kjallaraíbúð við Fum-
grund í Kópavogi þriðju-
daginn 1. mars 2005 og
stolið þaðan fartölvu. Þær
hlutu 30 daga fangelsi,
skilorðsbundið í tvö ár.
Þeim var gert að greiða
Tryggingamiðstöðinni
110.000 krónur.
Dýr80 grömm
Sigurður Óskar
Bárðarson, ríflega
þrítugur Kópavogs-
búi var í vikunni sak-
felldur í Héraðsdómi
Reykjaness fyrir
fíkniefhalagabrot.
Upphaf málsins var
að lögreglan í Kópa-
vogi gerði gerði húsleit á
heimili hans að Holtagerði 3
í Kópavogi þann 21. febrúar
á þessu ári. Við húsleitina
fúndust rúmlega 80 grömm
af amfetamíni. Hann var
dæmdur í tveggja mánaða
skilorðsbundið fangelsi.
RtVKJAKÉBM
Milljarða
skuldir
Kjartan Már Kjartans-
son, bæjarfulltrúi Fram-
sóknarflokksins í Reykja-
nesbæ og bróðir Magnúsar
Kjartanssonar tónlistar-
manns, hefur fengið svör
við fyrirspum sinni um
heildarskuldbindingar
Reykjanesbæjar vegna
einkaframkvæmda á veg-
um bæjarins. í svarinu
kemur fram að skuldbind-
ingar bæjarins em 517
milljónir króna á núvirði
þann 1. júní 2005. Ef samn-
ingamir verðii óbreyttir til
28 ára yrðu leiguskuldbind-
ingar til 1. júní 2033 2,95
milljarðar.
Ólafur Haraldsson. framkvæmdastjóri hjá SPRON, hefur beitt sér fyrir því að
umbreyta einhverjum ljótasta múrvegg í miðborginni í fagurt listaverk. Til fyr-
irmyndar í alla staði.
SPROIU málar
fangelsisvegg
Sparisjóður Reykjavíkur og ná-
grennis hefur upp á sitt eindæmi
tekið að sér að mála fangelsisvegg-
inn á Hegningarhúsinu við Skóla-
vörðustfg. Með því sparar SPRON
rfkinu umtalsverðar fjárhæðir og
grípur til eigin ráða þegar ríkisvald-
ið sinnir ekki umhverfinu sem
skyldi.
„Við höfum verið að gera upp
útibú okkar við Skólavörðustíg og
huguðum þá einnig að því hvernig
mætti bæta nánasta umhverfi,"
segir Ólafur Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri hjá SPRON, sem
þurfti ekki að lít lengi í kringum sig
við Skólavörðustíginn til að reka
augun í illa farinn og útkrotaðann
fangelsisvegginn sem blasti bæði
við honum og viðskiptavinum
sparisjóðsins.
Ungir listamenn
„Múrarar hafa verið að slétta
vegginn og gera hann kláran fyrir
málningu. Síðan er hugmyndin að
fá ungt myndlistarfólk, helst úr
Listaháskólanum, til að skreyta
vegginn og gæti það þá orðið hluti
af námi þeirra," segir Ólafur sem
unnið hefur að þessu verkefni í
nánu samstarfi við fangelsismála-
yfirvöld:
„Fangelsismálayfirvöld hafa
verið mjög samvinnufús vegna
þessa verks og þetta kemur öllum
til góða,“ segir Ólafur Haraldsson
sem leggur meira upp úr fögru um-
hverfi en embættismenn ríkisins
sem fyrir löngu hefðu átt að vera
búnir að ganga sómasamlega frá
fangelsisveggnum sem brátt verður
orðinn eitt allsheijar listaverk.
Fangar og bankafólk
Starfsfólk útibús SPRON við
Skólavörðustíg hefur lengi búið í
góðu návígi við Hegningarhúsið og
af efri hæðum sparisjóðsins má
horfa ofan í sjálfan fangelsisgarð-
inn þar sem fangar fá sér frískt loft.
Hefur myndast gott samband á
milli starfsmannanna og fanganna
þar sem aðilar eru farnir að heilsast
með augnaráðinu einu og jafnvel
með því að kinka kolli.
Ólafur Haraldsson við
fangelsisvegginn Styttist!
aö þessi Ijóti veggur verði
einn sá fegursti í miðborg
Reykjavíkur efhugmyndir
' '
7;'-
Takk, Davíð
íslenska þjóðin þarf á Davíð
Oddssyni að halda. Eftir hryðjuverk-
in í gær fann Svarthöfði óöryggistil-
finningu grípa um sig. Verða Islend-
ingar næstir í röðinni? Eru einhverj-
ir af okkur látnir? Um kvöldið mætti
Davíð svo bæði í ísland í dag og síð-
ar í Kastljósið. Hann var fyrsti við-
mælandinn í báðum fréttatímum.
öruggur og rólegur, næstum föður-
legur, róaði hann taugar áhorfend-
ans; útskýrði ástandið og greindi frá
næstu skrefum.
Halldór Asgrímsson var hvergi
sjáanlegur. Kannski sjálfur í útlönd-
um. Það
skiptir ekki máli. Á svona tímum
þarf íslenska þjóðin einfaldlega á
Davíð Oddssyni að halda. Manni
sem talar hreint út og segir sannleik-
ann - eins og þegar hann sagði að
Saddam væri maður sem þyrfti að
drepa aftur og aftur.
Eitt af því sem Davíð minntist á í
Kastljósinu í gær var hið fræga
æðruleysi Breta. Svarthöfði minnist
svipmynda úr seinni heimsstyijöld-
inni. Jafrivel í skotgröfunum höfðu
Bretamir tíma fyrir te. Jafrivel í
Þorskastríðinu töpuðu þeir með
sæmd.
Svarthöfði er reiður vegna
hryðjuverkanna í Bretlandi. Þau
sýna að herða þarf stríðið gegn
hryðjuverkum. Bræðumir Bush og
Blair þurfa að snúa bökum saman
og bíta í skjaldarrendur. Hryðju-
verkamenn þessa dags, Bin Laden,
Saddam og fleiri af því sauðahúsi
em menn sem þarf að drepa aftur og
aftur, eins og Davíð orðaði það.
Svo er tímasetningin náttúrlega
táknræn. Ólympíuleikamir hafa
kannski verið komið sem fyllti mæli
hryðjuverkamannanna.
Svarthöfði
Hvernig hefur þú það
„Ég er ansi sprækur bara. Hálfþreyttur samt. Það fylgir þessu tónleikastandi. En þetta var mjög
vel heppnaö og ég er frekar ánægður, “ segir Kári Sturluson tónleikahaldari. Hannstóð fyrir
Itónleikum Foo Fighters, Queens ofthe StoneAge og Mínuss í Egilshöll á þriðjudagskvöld.
Hann hafði einnig með komu Duran Duran að gera þannig að í mörg horn hefur verið að líta.
„Ég hugsa að ég bregði mér I smá sumarfrl núna. Margt vitlausara. Svo tekur bara við að
| finna annað band tilað bjóða landsmönnum upp á. Það erþannig."