Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2005, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2005, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ2005 Fréttir öV íbúaþing í Reykjanesbæ íbúaþing verður haldið í Reykjanesbæ laugardaginn tíunda september næstkom- andi. Á þinginu verður íbú- um bæjarins, og öllum sem hafa áhuga á framtíð svæð- isins, boðið að koma hug- myndum sínum á framfæri og taka þátt í mótun fram- tíðarsýnar fyrir bæinn. Meðal þess sem verður rætt eru hugmyndir íbúa um vöxt og þróun byggðar, ný tækifæri í atvinnumálum og hvemig gera megi Reykja- nesbæ að fjölskyldu- og umhverfisvænna samfélagi Innbrotahrina íVesturbæ Þrír smáafbrotamenn voru handteknir af lög- reglu í fyrrinótt vegna inn- brotahrinu. Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af þeim og kom þá í ljós að þeir höfðu framið auðg- unarbrot. Þeir brutust ixm í ísbúð í hverfinu og eru einnig grunaðir um fleiri innbrot sömu nótt og að- faranótt þriðjudags, en þá var brotist inn í lágvöru- verslun og á bensfnstöð. Þeir voru látnir gista fangageymslur lögreglu. Hryöjuverkin í London Erpur Eyvindarson, „Þaö vita allir að þetta meikar engan sens á nokkurn hátt. Ef það voru andstæðingar Iraks- strlðsins sem gerðu þetta er þetta bara bullþvlein kröft- ugustu mótmælin gegn strlðinu voru I London. Ég get skilið efþeir eru að sprengja I tætlur vopnaða hermenn I Irak sem eru komnir til aö drepa þá og fjölskyldur þeirra og misnota karlmennina eins og/Abu Ghraib. Þá er það bara varnarstrlð. Efþeirhalda að þetta muni snúast Tony Blairlóhag erþað bara rugl þvl þaö eru dæmi frá New York sem sanna annað. Hann segir / Hún segir „Þetta er alveg skelfilegt. Mað- ursat meö tárin Iaugunum að horfa á þetta I morgun. Það eru ósköp blendnar til- finningar hjá manni. Ég er hrædd um framtíðina, hvaða áhrifþetta muni hafa. Óttinn sem skapast hjá fólki hefur svo griðarlega mikil áhrifá okkar hegðun. Óttinn setur okkur I svo mikið fangelsi. Maður veröur hálfmállaus og af- skaplega leiður yfir þessu." Katrfn Júlfusdóttlr, þingmaöur Fyrir dyrum stendur til aö spara verulega fjármuni með flötum niðurskurði hjá RÚV. Reynt verður að komast hjá uppsögnum en fjöldi lausráðinna starfsmanna hlýtur ekki endurráðningu. Meðal þeirra þátta sem fjúka er fréttaskýringaþáttur- inn Auðlindin - sem heita má táknrænt. Útvarpshúsið við Efsta- leiti Uggur er meðal starfs- manna RÚ V þvl nú fer niöur- skurðarhnífurinn á ioft. „Reynt verður að hafa þetta sem sársaukaminnst. Engar upp- sagnir, ekki beint, en hér starfar fjöldi lausráðinna starfsmanna sem ekki verða endurráðnir," segir Guðmundur Gylfi Guð- mundsson fjármálastjóri RÚV. Þar sendur fyrir dyrum flatur niðurskurður en Guðmundur Gylfi vill að svo stöddu ekki gefa upp ná- kvæmlega hversu mikla fjármuni er ætlað að spara með niðurskurði en hann segir þetta verulega fjármuni. Guðmundur segir að Markús öm Antonsson sé staddur erlendis, á sfnum síðasta fundi evrópskra út- varpsstjóra, en komi eftir helgi og muni þá gera starfsmönnum nánari grein fyrir því hvar skorið verður niður. Markús öm hættir hjá stofn- uninni um mánaðarmótin ágúst-september og fer til Kanada sem sendiherra. Dýrara í mötuneytinu Þeir á RÚV hafa sent mennta- málaráðuneytinu bréf þar sem ná- kvæmlega er sundurliðað hvað verður gert. „Það hefur verið mikill kostnað- arauki á árinu. Fyrir ári fengum við sjö prósenta hækkun á afnotagjöld- in sem gerði það að verkum að við gátum rekið stofnunina hailalaust það árið. En við höfum ekki fengið neinar aukaíjárveitingar núna og því verður að grípa tii aðgerða." Að sögn Guðmundar verður, auk þess sem lausráðnir hljóta ekki end- urráðningu, litið til vakta og starfs- hlutfalls. Það sé óhjákvæmilegt. Þá verður fréttariturum fækkað. Jafnframt verður talsvert dýrara fyrir starfsmenn að borða í mötu- neytinu en verið hefur en sjón- varps- og útvarpsmenn þeir sem starfa beint fyrir ríkið hafa löngum verið öfundaðir af góðu mötuneytinu. ist vera einmitt um þessar mundir að vinna í því hvemig hann taki á niðurskurðinum. Reyndar var hann mjög önnum kafinn við að skipu- leggja fréttaflutning af hryðjuverka- árásunum í London. „Við reynum að verja almenna fréttaþjónustu þannig að niðurskurður- inn komi ekki niður á henni. Þetta er til árámóta og von- andi vænkast hagurinn þá.“ '* Óðinn segir af og frá að hann fáist til að tala um að niðurskurðurinn verði erfiður, hvað þá sársaukafullur. „Nei, nei, þetta er ekkert erfitt. En auðvitað mun þetta hafa áhrif á alla." Meðal þess sem gripið verður til er að fella niður fréttaskýringaþátt- inn Auðlindina - sem má kannski heita táknræn aðgerð. jakob@dv.is Auðlindin fýkur Óðinn Jónsson, I fréttastjóri útvarps, seg-' Markús örn Antonsson Situr nú sinn slðasta fund evr- \ ópskra sjónvarpsstjóra. Vænt- anlegur eftir helgi og mun þá gera nánari grein fyrir niður- skurðinum. I Óðinn Jónsson Fréttastjóri 1 útvarps segir að meðal þess sem farisé fréttaskýringa- I þá tturinn Auðlindin en reynt I I veröur að standa vörð um | almenna fréttaþjónustu. Frestur stofnfjáreigenda í Hafnarfirði er úti Fjámálaeftirlitið klárt á sínu Skyrslettarar mættu ekki Tveir af þremur skyrslettumm á Nordica Hóteli, Ólafúr Páii Sigurðs- son og Ama Ösp Magnúsardóttir, áttu að mæta til þingfestingar vegna Nor- dica-máisins í gær. Einhver -vand- ræðagangur var þó í dómshúsi, þar sem Ólafur Páll var veikur og Ama ösp var vant við látin í tjaldbúðum við Kárahnjúka. Paul Gills var eins og kunnugt er kærður með þeim í mál- inu en hans þáttur var aðskilinn frá þeirra. Paul var dæmdur síðastliðinn föstudag í tveggja mánaða skilorðs- bundið fangelsi til tveggja ára. Frestur sem stofnfjáreigendum í Sparisjóði Hafnarfjarðar var veittur til að skila Fjármálaeftirlitinu svömm um meint viðskipti með hlut sinn er útmnninn. Ragnar Hafliðason hjá Fjármálaeftirlitinu vill ekki segja til um hvernig heimtur em og segir sumarfrí, bæði þeirra sem eiga að vera til svara og hjá eftirlitinu, setja strik í reikninginn. Af svömm Ragn- ars má helst ætla að ekki hafi allir stofiiijáreigendur svarað bréfinu þó ekki vilji hann staðfesta það. Þá gat Ragnar ekkert um það sagt hvenær vænta megi niðurstöðu úr þessum eftirgrennslunum. Nokkum tíma verði að ætla í úrvinnslu. Líkt og fram hefur komið í DV hefur verið gerð tilraun til yfirtöku á stofnfénu með boðum í þau og er mikil ólga vegna málsins í Hafnar- firði. Fullyrt er að hver stofnfjáreig- <st & Páll Pálsson Fjár- málaeftirlitið gefur llt- ið fyrir efasemdir Páls um heimildir eftirlits- ins til fyrirspurna. Sparisjóður Hafnar- fjarðar Frestursem stofnfjáreigendum var gefinn til að gera grein fyrirslnum málum er úti. andi um sig, en þeir em 47 að tölu, geti gengið á brott með hundrað milljónir í vasanum kjósi þeir að selja. Pái Páisson stjómarformaður Sparisjóðsins hefúr efast um að Fjár- málaeftirlitið hafi umboð til að krefja stofnfjáreigendur svara en enginn vafi leikur á réttmæti fyrirspumar- innar í huga Ragnars Hafliðasonar: „Við emm alveg klárir á okkar heim- iidum í því.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.