Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2005, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ2005
Fréttir 0V
Þorbjörn Þórðarson vaknaði við sprengingu.
Strætó sprakk fyrir utan gluggann
„Við vöknuðum við hvellinn, Hann segir mikla örvæntíngu hafa verða. Þetta er svo sem það síðasta
stætóinn sprakk fyrir utan glugg- gripið um sig. „Tavistock-götunni sem maður hugsar um á þessari
ann hjá mér.“ segir Þorbjörn Þórð- var lokað og við máttum ekki fara stundu."
arson, íslendingur í London. út af hótelinu. Þegar ég vaknaði Þorbjörn er þó sáttur við
Hann var á Tavistock, hóteli rétt vissi ég bara ekkert hvað var í hvernig málin þróuðust. „I fyrstu
við eina sprenginguna í London í gangi.“ Hann segir að hann hafi var mikil örvænting en svo
gær. „Við erum hér á annarri hæð þurft að standa í stappi við hótel- varð þetta óvenju rólegt.
á hótelinu, við hliðina á staðnum stjórann. „Það tók okkur langan Fólk komst yfir þetta
þar sem sprengingin varð. tíma að fá heimild til þess að kom- fljótt og fór að hugsa
Hann segir mikla sorg ríkja á ast út af hótelinu.“ rökrétt."
svæðinu. „Tvær manneskjur Þorbjörn fór til London til þess
skriðu frá árásarstaðnum alblóð- að fara á tónleika. „Ég á miða á
ugar og létust í garði rétt hjá. Þetta tónleika með hljómsveitinni
er sorgarstund," segir Þorbjörn. R.E.M. Ég veit ekki hvort þeir
Þorbjörn Þórðarson Vaknaði
upp við mikla skelfíngu. Strætó
sprakk í loft upp fyrir utan glugg-
annhans.
.ií* ■ 1. * *
Beðið fyrir
fórnarlömb-
Fyrirbænastund JÉrf
var í Dómkirkjunni í
gærkvöldi vegna at-
burðanna í London. ufi
lalnframl heindi Sig-
urður Sigurðarson,
vígslubiskup í Skálholti,
þeim tilmælum til presta
að þeir befðu kirkjur sínar
opnar klukkan átján í gær-
kvöldi og tækju þar á móti
fólki og leiddu það í fyrir-
bæn iyrir fómarlömbum
atburðanna í London.
Biskupinn óskar þess að
einnig verði beðið fvrir
lækningu bugarfars þeirra
sem slík voðaverk vinni svo
að lífi og heilsu saklausra
borgara sé hvergi stefnt í
þá liættu sem nú blasir
víða við.
Ólafur sendir
samúðar-
kveðjur
Forseti Is-
lands, Herra
Ólafur Ragnar
Grímsson, var
staddur í
London þegar sprening-
arnar áttu sér stað. I gær
sendi hann Elísabetu
Bretadrottningu og i'ony
Blair samúðarkveðjur. Þar
segir að bann votti drottn-
ingunni og forsætisráð-
herranum djúpa samúð
sína, eiginkonu sinnar og
allra fslendinga vegna
hinna hræðilegu hryðju-
verkaárása. I lugurinn sé
hjá hinum særðu og fjöl-
skyldum hinna látnu og
slösuðu. fslendingar heiti
Bretum einlægum stuðn-
ingi á erfiðum tímum.
Ellefu
íslendingar
ófundnir
Þegar DV fór í prentun
í gærkvöldi böfðu enn
engar fréttir borist af ell-
efu íslendingum sem
talið er að séu í London.
Utanríkisráðuneytið vann
að því að reyna að hafa
uppi á þeim. Mikið var
hringt í upplýsingasíma
utanríkisráðuneytisins,
5659900, sem opnaður
var í kjölfar árásanna í
London. Alls búa um tvö
þúsund íslendingar í
London, en þá eru ótaldir
jreir fslensku ferðamenn
sem þar eru. I'alið er að
þeir geti numið öðm eins.
Verða leitaðir
uppi
Tony Blair,
forsætisráðherra
Bretlands, sagði
sprengingarnar í
London í gær
ekki einungis
vera árás á Breta
heldur á vest-
ræn gildi. Hann
hét því að um-
fangsmikil rannsókn yrði
gerð á því hverjir stæðu á
bak við voðaverkin, jreir
yrðu leitaðir uppi og látnir
svara til saka. Lögreglan í
London vissi ekki í gær
hvort um sjálfsmorösárásir
hefði verið að ræða, eða
hvort sprengjurnar hafi
verið faldar í einhverskon-
ar pökkum. Engar hand-
tökur höfðu verið gerðar.
Eyrún Ósk Jónsdóttir var í London í gær og upplifði sína aðra hryðjuverkaárás á
ævinni. Hún var einnig stödd í Madríd þegar hryðjuverkamenn gerðu árás þar.
Eyrún segist strax hafa hugsað til Madríd þegar sprengjurnar sprungu í miðborg
London en hún var að koma af evrópskum friðarfundi í Frakklandi. Nú virðist
friðurinn vera úti.
Eyrún Ósk Jónsddttir endurupplifði skelfinguna sem hryðju-
verkaáras hefur í för með sér. Hún var í Madríd þegar hryðju-
verkaárás var gerð á borgina. Hún var einnig í London í gær
þegar hryðjuverkamenn minntu aftur á sig.
„Maður venst aldrei svona hlut-
um,“ segir Eyrún Ósk. Hún var ekki
lengi að rifja upp gömul sár þegar
hún ffétti af sprengingunni."Mér
varð strax hugsað til Madríd og end-
urupplifði skelfinguna þar. Ég brast í
grát og fékk sjokk." Eyrtin var að
koma af evrópskum friðarfundi í
Marseille í Frakklandi. „Þetta sýnir
bara hversu mikilvægt friðarstarf er.“
Skail hurð nærri hælum
„Ég var sem betur fer ekki nálægt
sprengingu í London. Ég heyrði af
því að sprenging hafði orðið og tók
strax leigubíl." Hún var lika heppin
þegar hún var í Madrid. „Ég bjó í Ma-
drid á þeim tíma sem árásin var
gerð. Ég var vön að lesa mikið inni á
þessari lestarstöð sem var sprengd í
loft upp. Ég fór þangað á hverjum
degi á leið minni í skólann."
Gleymi þessu aldrei
„Ég mun aldrei gleyma þessari
reynslu. Þetta verður mitt eldsneyti
til þess að halda friðarstarfinu áfram.
Maður getur aldrei hætt að leggja sitt
af mörkum eftir svona." Eyrún er
ekki sátt við fréttaflutninginn af
árásunum. „Þetta eru ekki kristnir
gegn múslimum. Á friðarráðstefn-
unni umgengust kristnir og múslim-
ar. Mennimir sem gera þetta eru
bara morðingjar. Enginn málstaður
réttlætir morð."
ísland gæti verið næst
„Þetta snertir mann svo því þetta
er svo náiægt manni. Við íslendingar
studdum stríðið og gætum alveg
eins verið í þeirra sporum," segir
Eyrún. „Við vitum ekki ennþá hvort
að einhver íslendingur hafi slasast.
Það er ekkert útilokað." Eyrún hyggst
nú halda heim til íslands en hún hef-
ur verið búsett erlendis imdanfarin
þrjú ár. „Ég hef búið í London og
Eyrún Ósk Jónsdóttir Þurfti aftur að
gangaí gegnum hörmungarnar sem felast
I hryðjuverkaárás.
verið í skóla undanfarin þrjú ár. Ég
flutti svo til Madríd þar sem ég var
sem skiptinemi. Nú ætla ég heim,
reynslunni ríkari."
kjartan@dv.is
Upplifoi sama
hryllinginn aftur