Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2005, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2005, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST2005 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot 550 5090 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is Auglýsingar: auglysingar@dv.is. Setning og umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja. Dreifing: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og úr gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Jónas Kristjánsson heima og að heiman Flóttamannabúðir Hveravellir hafa breytzt (eins kon- ar flóttamanna- búðir, ekki aö- eins vegna auk- innar umferðar um Kjalveg, heldur einnig vegna úreld- ingar á tækjabúnaði. Tvær sturt- ur eru á svæðinu, hin mesta hrákasmlöi. í annarri veröa menn að klofa yfir tvær ofn- leiðslur yfir gangveginum í 30 sentimetra hæð. Laugin fræga er notuð (staðinn fyrir sturtur. Þar þvo ferðamenn af sér rykiö með sápu. Það gildir jafnt um svæðiö utan dyra og innan dyra, að það minnir á flóttamanna- búðir I þriðja heiminum. Mun betra er að koma I aðra skála á svæöinu, svo sem við Svartár- botna, Árbúðir, Ströngukvlsl og Galtará. um er ein hin versta við fjalla- skála á land- inu. Vatns- dæla hefur verið meira eða minna biluö vikum saman og sömu- leiöis dráttarvél til flutninga á rúllum. í fyrra skipt- ið, sem ég kom þar með hesta, þurftum viö að lána geymi úr bll til að halda dælunni (gangi og halda vatni hjá hestunum yfir nóttina. í hftt skiptlö, viku s(ðar, var dælan enn biluö og kom viðgerðarmaður úr byggö. Svo viröist sem aðilar þeir, sem sveitarfélagið hefur fengiö til að reka svæðið, séu ekki starfa sfn- um vaxnir eða hugsi eingöngu um tekjur, en reyni að sleppa aö mestu við útgjöld. HveraveHir til skamjrnar Þaö er Svlnavatns- hreppur, sem á mannvirkin á Hveravöllum, náöi þeim með eignar- námi af Ferða- félagi fslands. Aörir hreppar, sem hafa umsjón með Kjalarsvæð- inu, standa sig miklu betur, Biskupstungnahreppur meö skálana að sunnanverðu og hrepparnir, sem standa að Ey- vindarstaðaheiði að norðan- verðu. Væntanlega er einhver opinber eftirlitsaðili, sem getur séð til þess, að rekstraraðilar á vegum Svlnavatnshrepps sinni skyidum slnum, svo að útlend- ingará Hveravöllum þurfi ekki aö undrast niðurnlðsluna. Eins og mál stóöu sfðari hluta júl( voru Hveravellir landi og þjóð til mikillar skammar. C o Leiðari Jónas Kristjánsson Geir Haarde erfulltrúi lcerfis, sem frægðar- og meictaifólk er að reisa til að slcilja sigfrú almenningi ogdraga úr möguleilcum hans til að slcilja gangverlcið í þjóðfélaginu. Tveggjavikna skattskrárgluggi svo að valda-, mektar- og frægðarfólk geti ekki falið meira eða minna opin- ber mál sín í skjóli útvíkkunar á hefðbundnum skilningi einka- mála. Mikilvægt er, að almenningur styðji viðleitni fjölmiðla til að varðveita gegnsæi í þjóðfélag- inu og standi gegn tilraunum tO að varpa slæðu yfir upplýsingar, sem eru viðkvæmar, af því að þær varpa ljósi á spillingu í þjóðfé- laginu. Því miður skortir nokkuð á, að sá stuðn- ingur sé fullnægjandi. Geir Haarde er full- trúi kerfis, sem frægðar- og mektar- fólk er að reisa til að skilja sig frá al- menningi og draga úr möguleikum hans til að skilja gangverkið íþjóð- félaeinu. Fyrir tíð Geirs Haarde fjármálaráðherra voru skattskrár opnar almenningi árið um kring. Hann hefur ítrekað reynt að loka þeim, svo að fólk geti ekki gert sér grein fyrir, hverjir svíkja undan skatti. Honum hefur tekizt að minnka tímabil opinnar skattskrár niður í tvær vikur á hverju sumri. Tímaritið Frjáls verzlun hefur undan- farin ár nýtt sér vel þennan glugga og gefið út sérstakt tímarit með töflum um skatta og tekjur valda-, frægðar- og mektarfólks í þjóðfélaginu. Þetta merka framtak tímaritsins hefur vegið upp á móti tilraunum Geirs til að loka skatt- skrárglugganum. Aðgerðir fjármálaráðherra eru liður í viðleitni til að einkamálavæða þjóðfélag- ið. Stór hópur valdamanna, studdur faríseum þjóðfélagsins, telur, að skattar fólks séu einkamál, svo og mikilvæg atriði í rekstri fyrirtækja, svo sem hlut- hafaskrár þeirra og eignarhald hluthafa. Þeir, sem vilja vera í felum með fjármál sín og fyrirtæld, hafa verið í sókn í þjóð- félaginu. Þetta er víðtæk sókn, studd valdastofnunum á borð við dómstóla, Persónuvernd og Siðanefnd Blaða- mannafélags íslands. Þessir aðilar taka tillitssemi fram yfir sannleik- ann í fjölmiðlun. Persónuvernd og forveri hennar hafa leitað fanga á fleiri sviðum, meðal annars reynt að hindra birt- ingu á nöfnum og myndum í ætt- fræði, svo sem í hinni mjög svo nytsamlegu íslendingabók, sem fslensk erfðagrein- ing gaf þjóðinni. Einnig var reynt að takmarka aðgang að tjónaskrá bifreiða. Skattskrá, þjóð- skrá og tjónaskrá eru dæmi um gagn- legar skrár, sem eiga að vera opnar al- menningi í þjóðfé- lagi, sem stefnir að því að verða gegnsætt Heíðbundið íslenzkt lóðasvindl [ Halldór Ásgríms- son. Dóttir hans fékk 5-6 milliónir aefín s. FYRIR SUKK FENGU F0RELDRAR 0G BRÓÐIR Ómars Stefánssonar bæjar- fulltrúa lóðir á Vamsenda í Kópavogi og tengdafaðir Flosa Eiríkssonar bæj- arfúlltrúa fékk einnig lóð þar. Af þeim 2100, sem sóttu um, vom þau meðal þeirra tæplega 200 heppnu, sem fengu lóð á 5-6 milljónir undir mark- aðsvirði. DÆTUR FYRIRMENNA GENGU FYRIR. Meðal skyldmenna ffægðarfólks, sem fékk slfkar lóðir, vom dóttir Hall- dórs Ásgrímssonar forsætisráðherra og dóttir Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Listinn yflr hina heppnu er þéttskipaður skyldmennum frægðar- fólks. BÆJARFULLTRÚAR f KÓPAV0GI sverja og sárt við leggja, að ekkert svindl hafi verið í spilinu. Þeir segjast hafa gengið af fundi meðan afgreidd vom mál skyldmenna þeirra. Þeir setja upp þennan venjulega heilagsanda- svip, þegar gula pressan spyr þá um, hvemig standi á ósköpunum. LÓÐAÚTHLUTUNIN VAR HEFÐBUNDIÐ fSLENZKT SVINDL. Fyrirmenn og skjólstæð- ingar þeirra gengu fyrir al- menningi. Þeir fá gef- ins lífsins gæði, sem standa al- menningi ekki til boða á sama hátt. Þannig er gangverkið í Fyrst og fremst n þjóðfélaginu árið 2005 eins og það var árið 1955 og 1905. Yfirstéttin sér um sína. LISTINN YFIR HINA HEPPNU VÆRI LEYNDARMÁL, ef ráðamenn í Kópavogi og í þjóðfélaginu fengju að ráða. Hann væri bara flokkaður sem einkamál, sem gula pressan mætti ekki hnýsast í. Þeir mundu þá segja, að gula pressan væri að svala forvitni fólks, hnýsast í einkamál, oj barasta. f STAÐ ÞESS AÐ BJÓÐA ÚT LÓÐIR að hætti markaðshyggjunnar vom þrettán-fjórtán milljón króna lóðir látnar af hendi á átta milljónir króna. Hverjum hinna heppnu vom því gefnar fimm til sex milljónir króna. Þetta er siðferðið á íslandi árið 2005, íslenzk pólitik í hnotskum. jonas&dvJs Gula pressan er að svala forvitni fólks, hnýsast í einkamál, oj barasta" Ólafur Ragnar Gríms- son. Dóttirhans fékk5-6 milljónir gefins. Flosi Eiríksson. Tengdafaðir hans fékk 5-6 milljónir gefins. efins I S'f Ómar Stefánsson. For- | 'i ... ( | * j eIÞrar og bróðir hans fengu L t;; I ?. k ... _ 6 tónlistar- menn eða hljóm- sveitir sem ÁrniJohnsen ætti að iemja uppi á sviði á þjóðhátíð í Eyjum: Robert Marshall Fyrir að stela sviðs- Ijósinu og syngja í brekkusöngnum á meðan hann var á bak við lás og slá. Trabant Fyriraðkoma alltaf fram fáklæddir. Mugison Fyrirað haldahá- tíðina Aldrei fór ég suður á Isafirði. Steinunn í Nylon Fyrir að bóka ekki tónleika Árna í Loft- kastalanum. Þórður Árnason í Stuðmönnum Eru ekki allir að ráð- ast á Þórð um þess- ar mundir? Skítamórall Fyrir að leyfa sér ekki að vera með í þjóðhátíðarlaginu 2003 á meðan hann var á Kvíabryggju.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.