Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2005, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2005, Blaðsíða 16
76 ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST2005 Sport DV Pires vill vera áfram hjáArsenal Franski landsliðsmaðurinn Ro- bert Pires, sem leikur með Arsenal, segist ákveðinn í því að vera áfram hjá félaginu. Pires, sem orðinn er þrjátíu og eins árs gamall, hefur verið orðaður við för frá liðinu í sumar þar sem samningaviðræður hans við Arsenal hafa ekki gengið vel. „Ég viJ auðvitað vera áfram hjá Arsenal. Þetta er mitt félag og ég er ánægður hér í London." Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur að undanfömu reynt eftir fremsta rnegni að fá leikmenn til félagsins sem geta leyst Patrick Vieira af hólmi, en hann var fyrr í sumar seldur til Juventus á Ítalíu. I;orráðamenn Arsenal reyndu a Jengi að fá Julio Baptista til fé- lagsins, f en hann getur ft bæði leikið sem framherji Wt og miðjumaður. Hann ákvað fyrir skemmstu að ganga til liðs við Real Madrid. eyjiuu ^ » j/ #, o ^ a Wenger að krækja í Viera Knattspyrnustjóri Arsenal, Arsene Wenger, hefur mikinn áhuga á því að fá ungverska landsliðsmarkvörðinn Sebastien Viera til félagsins. „Ég hef áhuga á kaup marlcvörð og Viera kemur sterklega til greina. Ég reiknaði eldd með því að vera með svona mikinn pening til leikmanna- kaupa á þessurn tíma, þannig að ef rétti leikmaðurinn finnst mun ég bjóða í hann." Arsenal hefur ekki styrkt leikmannahóp sinn mikið síðan á síðustu leiktíð. Þvert á móti hefur hópurinn veikst þar sem Patrick Vieira er farinn til Arsenai. „Ég er ánægður með ungu leikmennina sem eru ltjá félaginu. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hversu góð- ir þeir verða eftir nokkur ár. Nú þegar hafa þeir flestir bætt sig töluvert síðan á síðustu leiktíð og ég er viss um að ArsenaJ mun koma á óvart á næstu leiktíð, þar sem svo margir eru búnir að af- skrifa okkur." Getur ekki jafnað Alex José Mourinho, knattspyrnu- stjóri Chelsea, segist ekki geta náð jafn góðum árangri og Alex Fergu- son, knattspyrnustjóri Manchest- er United, hefur náð með lið sitt. „Ég get ekki náð jafn góðum ár- tingri og Ferguson hefur náð. I'erguson hefur verið við stjórn- völinn tijá Manchester United í nítján ár og það er ótrúlegt. Það yrði ekki liægt í neinu öðru landi að vera svo lengi við stjómvölinn. Og það er með ólíkindum að hafa náð því að vera í toppbaráttu all- an þeunan tftna, því kröfúmar hjá félagi eins og Mandiester United eru gríðarlega miklar. En Fergu- son lieftir skilað góðum árangri á natstum því ölium leiktfðunum sem hann hefin % stjómaö liði félagsins, sent er frá- bær frammi- staða." Enski landsliðsmaðurinn Michael Owen er líklega á leiðinni frá Real Madrid eftir að spænska félagið keypti tvo landsliðsframherja Brasilíu á sama deginum. Owen, sem lék með Liverpool áður en hann fór til Spánar, hefur að undanförnu verið orð- aður við Manchester United. Owen er sagöur á mörk I fyrra Nordic Photos/Getty sem eiga eftir að verða enn betri. Það em aðallega varnar- og miðju- menn sem ég þarf að fá inn í hóp- ■ „ ii tnn. Fer Owen til Man. Utd.? Það yrðu ótrúleg tíðindi ef Manchester United myndi kaupa Owen frá Real Madrid, eins og enskir fjölmiðlar hafa rætt mildð um að undanfömu. David GiU, framkvæmdastjóri félagsins, sagði í gær að ef Alex Ferguson hefði áhuga á því að kaupa Jeikmann til félagsins þá myndi hann fá peninga til þess. „Ef Ferguson hefur áhuga á því að reyna að fá leikmann til Manchester United sem mun styrkja leikmannahópinn, þá mun hann fá þá peninga. Það mun ávaUt vera kappsmál fyrir Manchester United að vera í fremstu röð og ef það þarf að kaupa leikmenn tU þess að tryggja það þá verð- ur það gert.“ magnush@dv.is Michael Owen, sem í eina tíð var eftirsóttasti leikmað- ur heimsins eftir frábæra frammistöðu með Englend- ingum í heimsmeistarakeppninni í Frakklandi árið 1998, virðist nú vera á förum frá Real Madrid, en hann kom til félagsins firá Liverpool í fyrra. Owen er kominn aftarlega í röð- ina hjá spænska stórliðinu, enda leikmenn eins og Ronaldo, Raul og hinir nýkeyptu Robinho og Julio Baptista, éinnig í herbúðum félags- ins. Markaskorari af guðs náð Michael Owen hefur aUan sinn ferU skorað mikið af mörkum. Hann varð markakóngur með skólaliði sínu frá Chester, en hann skoraði 97 mörk á einu tímabUi, eða tuttugu og fimm mörkum meira en annar fyrr- um leikmaður Liverpool, Ian Rush. Owen hefur skorað 158 mörk fyr- ir Liverpool í 297 leUcjum, sem er meira en eitt mark í öðrum hverjum leUc. Meiðsli hafa sett strik í reikning- inn hjá Owen, en hann hefur á und- anförnum árum misst marga leiki úr vegna meiðsla á síðustu árum. Ef Owen er á leið í ensku úrvals- deUdina hefði mátt búast við því að öU stærstu knattspymufélögin í landinu reyndu að fá hann tíl liðs við sig. Manchester United er það félag sem virðist vera í bestu stöðunni tU þess að tryggja sér krafta hans á næstu leiktíð. Benitez segist ekki þurfa Owen Rafael Benitez, sem hefur fengið tU sín marga leikmenn fyrir næstu leiktíð í ensku knattspyrnunni, seg- ist ekki vera að leita sér að fram- herja. „Ég hef þegar keypt framherja sem ég hef milda trúa á. Núna næ ég vonandi að kaupa miðvörð því sú staða er ekki nógu vel mönnuð hjá okkur." Liver- pool keypti nýlega Peter Crouch frá South- ampton fyrir sjö mUlj- ónir punda, en hann er gjörólfkur Michael Owen sem leikmaður. Crouch er hávaxinn, góð- ur skaUamaður og heldur boltanum vel á en Owen nýtur sín best ef hann fær boltann inn í eyður eða með jörðinni inn í markteiginn, þar sem hann heldur sig oftar en ekki í leikjum. Wenger ekki á eftir fram- herja Arsene Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenal, hef- ur undanfarin misseri verið að leita að Ieik- mönnum til þess að styrkja leikmannahóp- inn fyrir komandi tíma- bU, en Patrick Vieira, einn besti leikmaður liðsins og þeirra mUdl- vægasti miðjumaður, var í sumar seldur tU Juventus á Ítalíu. Wenger hefur viður- kennt að hann leggi áherslu á að fá leikmenn tíl félagsins fyrir komandi leiktíð, en segist þó ekld leggja áherslu á það að fá framherja. „Ég er að leita að leikmönnum, en ég þarf ekki framherja. Það er góðir sóknarmenn í leilcmannahópnum YT:- Æ Er Owen á leið til Arsenal og Manchester United blanda sér í baráttuna um Mikael Essien Sögusagnimar um Mikael Essien virðast ekki ætía að hætta, þvf nú hafa Manchester United og Arsenal blandað sér f baráttuna um miðju- manninn snjaUa. Forráðamenn Chelsea hafa reynt að kaupa Essien í allt sumar, en án árangurs. Jean-Michel Aulas forseti Lyon, félagsins sem Essien leikur með, segir leikmanninn vera orðinn ringlaðan á öUum þessum sögu- sögnum, þar sem framtíð hans er óljós eins og staðan er nú. „Þetta sumar hefur verið undarlegt fýrir Essien. Hann veit ekki enn hvar hann mun leika á næstu leiktíð, þar sem nokkur félög vUja fá hann tU liðs við sig. Manchester United er á eftir honum, auk Chelsea og Arsenal, og það er lUdegt að tilboð komi í hann frá öllum þessum félögum." Chelsea hefur reynt að kaupa miðjumann í aUt sumar eftir að Mikael Essien Mörg afstærsw félögum Englands vifja Steven Gerrard hætti við að fara frá Liverpool tU Chelsea í sumar. Essien er lfkt og Gerrard öflugur vamarmiðjumaður sem er einnig góður sóknarmaður og skorar mUdð af mörkum. Aulas segir það erfitt fyr- ir félag eins og Lyon að ' hafa þessi mál í lausu loftí. „Essien er án efa einn besti Evrópu og er auðvitað einn af mikilvægustu leilcmönnum Lyon. Þess vegna er nauðsynlegt að koma þessum málum á hreint sem allra fyrst. Ef hann fer ffá okkur þá er það eldd fyrir minna en þijátfu miUj- ónir punda, og það finnst mér vera gott verð fyrir leikmann eins og hann.“ -mh „Það er líklegt að tilboð komi í hann frá Manchester United, Arsenal og Chelsea." Stærstu félög Englands vilja Essien

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.