Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2005, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2005, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDACUR 2. ÁGÚST2005 Fjölskyldan DV Ljúffengt pastaá 20 mínútum í DV á þriðjudögum Hráefnl: Hálft klló afskinnlausum kjúklingabringum Óllvuolía, I bolli vatn 2 teningar af kjúklingakrafti 2 teskeiöar afsaxaðri steinselju 3/4 bolli afrauðri papriku 1 teskeið af hvltlauksmauki Lltil dós afsveppum Hálft klló af makkarónum (olnbogalaga) 1/4 bolli afsneiddum svörtum óllvum Aðferö: Skerðu kjúllann I bita og steiktu þá á pönnu I ólivuollu. Bættu við vatninu, kraftinum, stein- selju, hvítlauk og sveppum. Láttu malla I tlu mínútur. Bættu við pastanu og óllvunum og láttu malla I fimm mínútur I viðbót. Hrærðu aðeins i og berðu fram. Kjúklingapasta Einfaltoa fljótlegt. Flóð- hestastóll í ferðalagið Það er kominn nýr stóll frá Chicco sem kallas t hinu skemmtilega nafni Hippo-hook- on-chair, eða flóðhesta festistóll. Þessi nýi stóll er víst tilvalinn í ferðalagið og vegur einungis þrjú kHó. Hægt er að smella honum á borð og er öryggisbúnaðurinn talinn til fyrirmyndar. Hann er auðveldur í meðförum og hægt að leggja hann saman og að auki fylgir með ferðapoki úr næloni. Litskrúðugir hraunlampar Hraunlamparnir frægu sem vinsælastir voru á hippatímabil- inu eru enn nokkuð eftirsóttir. Lampinn er gerður úr ílöngu glerhylld á fæti og inni í hylkinu er vax sem liðast endalaust um þegar það hitnar. Vaxið getur verið í hvaða lit sem er og fallegt er að horfa á það. Lampinn var hannaður af Craven nokkrum Walker og nefndur „lavalamp" og höfðu tvær milljónir lampa selst þegar hippatímabilið stóð sem hæst. Tíu árum eftir að lampinn kom á markað minnkaði æðið fyrir honum, en fólki virðist alltaf hafa líkað útlitið og er hann ennþá í framleiðslu. Hinir heppnu geta kannski rekist á svona lampa í Kolaportinu en einnig hægt er að kaupa þá nýja á nokkra þúsund kalla. Komdu sæl Valgerður! Málið er eiginmaður minn. Við eigum tvær dætur, tveggja og sex ára. Sú yngri hefur verið ansi dug- leg við að tína upp alls kyns pestir og hún fær mjög oft í eyrun. Það þýðir að ann- að hvort okkar verður að vera heima hjá henni og ég verð næstum alltaf fýrir valinu. Ég er mjög ósátt við það. Égþarfaðstanda við mínar skuldbindingar alveg eins og hann, þótt hann þéni meira. Kveðja Lóa Sæl Lóa. Að samræma fjölskyldulíf og starfsframa getur tekið á, sérstak- lega þegar fólk á ung börn sem þurfa umönnun og athygli, ekki síst þegar þau eru veik. Foreldrum er tryggður ákveðinn réttur til að ann- ast börn sín í veikindum. Löggjaf- inn leggur líka ákveðnar skyldur á herðar foreldra og ætlast meðal annars til að þeir axli jafna ábyrgð á börnum sínum, annist uppeldi þeirra í sameiningu, skipti með sér verkum og hjálpist að við vinnu á heimilinu. Hvernig foreldrarnir nýta rétt sinn til að sinna veikum börnum og hvort hann sé nógu rúmur er annað mál. Sama á við um skyldurnar. Ekki raunverulegt val í bréfl þínu kemur fram að þú verðir oftast fyrir „valinu" þegar sinna þarf dóttur ykkar veikri. Einhvern veginn leyfi ég mér að draga í efa að um raunveru- legt val sé að ræða af þinni hálfu. Ef svo væri værir þú varla svona ósátt við hlutskipti þitt. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að útivinnandi konur taki oft meiri ábyrgð á fjölskyldunni en útivinn- andi karlar. Þó má merkja ákveðnar breytingar, meðal annars með til- komu fæðingarorlofs feðra sem er líklega eitt af mikilvægari skrefum sem stigin hafa verið í jafnréttisbar- áttunni hér á landi. Markmið þeirra laga er meðal annars að gera bæði konum og körlum kleift að sam- ræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Jafnmikil áhætta í raun þýðir þetta að það er jafn- mikil „áhætta" fyrir vinnuveitanda að ráða karl til starfa eins og að ráða konu, og dregur úr líkunum á að ungar konur verði spurðar óviðeig- andi spurninga í atvinnuviðtölum eins og til dæmis hvort þær „hugsi sér að stofna fjölskyldu". Nær væri að sá sem sækti um vinnu spyrði vinnuveitandann um fjölskyldu- stefnu fyrirtækisins og hvemig komið sé til móts við launþegana þegar vandamál eins og veikindi barna koma upp. Hvort foreldranna er heima hjá veiku barni eða tekur lengra fæð- ingarorlof getur ráðist af mörgu, svo sem rótgrónu kynhlutverki. Ætla má að (kynbundinn) launa- munur hafi veruleg áhrif á ákvarð- anir foreldra sömuleiðis. Að konan verði frekar fyrir „valinu" en karlinn þar sem hún hefur oft lægri laun en hann. Meiri fjarvera getur síðan minnkað líkurnar á að fá stöðu- hækkun eða úthlutað áhugaverð- um verkefnum. Ánægja í einkalífi eykur starfsgleði Út frá jafnréttissjónarmiði er því mikilvægt að bæði karlar og konur taki þátt í uppeldi barna sinna og sinni þeim jafnt í veikindum þeirra. Með jafnri þátttöku eru meiri líkur á því að forskot karlanna á vinnu- markaðnum hverfi og að fólk kom- ist áfram á eigin verðleikum frekar en kynferði. Að auki sýna kannanir að þeir sem sinna fjölskyldu sinni þykja betri starfsmenn en þeir sem láta vinnuna sýknt og heilagt ganga fyrir. Ánægja í einkalífi eykur starfs- gleði. Við ákvörðun um hvort foreldr- anna eigi að vera heima með veiku barni þarf að taka tillit til fleiri at- riða en stöðu og tekna. Raunar er líklegt að það hafi í mörgum tilvik- Veikindi barna Geta haft mikil áhrifá fjöt- skylduaðstæður en mikilvægt er að allir aðilar vinni saman. um minni afleiðingar fyrir það for- eldrið, sem gegnir hærri stöðu og aflar meiri tekna, að taka sér frí vegna veikinda barna. Sá sem er í ábyrgðarstöðu ætti að eiga jafn auðvelt með að vera heima hjá veiku barni og að skjótast í laxveiði- ferð eða eitthvað álíka. Þetta er allt spurning um viðhorf og forgang. Það er ekkert réttlæti í því að þú ein axlir ábyrgð á að annast veikar dætur ykkar, sem svo sannarlega eiga sinn rétt á að vera heima í ró og næði þegar þannig stendur á. Leik- skólar og skólar gera líka kröfu um að veik börn séu heima svo að þau smiti ekki aðra. Val að ganga í báðar áttir Þú þarft að koma maka þínum í skilning um að hann, einsog þú, verður að leggja sitt af mörkum og deila með þér ábyrgð á fjölskyld- unni. „Valið" verður að ganga í báð- ar áttir og mun það að öllum lfkind- um skila sér í betri tengslum hans við dæturnar og ánægjulegra fjöl- skyldulífi svo eitthvað sé nefnt. Því má heldur ekki gleyma að aukin og jöfn þátttaka ykkar í fjöl- skyldulífinu veitir dætrum ykkar gott veganesti og gott fordæmi um jafnrétti í reynd. Ýmsar áhugaverðar upplýsingar og greinar um samþættingu vinnu og fjölskyldulíf er að finna á slóð- inni www.hgj.is Með kveðju, Valgerður Halldórsdóttir fé- lagsráðgjafi. M neta Ma Um þriggja ára aldurinn má gera ráð fýrir að bamið geti hjálpað sér aðeins sjálft. Þá ætti barn- ið að geta klætt sig sjálft án mikilla vandræða en hnappar munu eflaust reyna á þolrifin. í lok ársins verða hneslur og rennilásar leikur einn. Grófhreyfingar eiga að vera orðnar ansi góðar og bamið getur hjólað á þríhjóli, stokkið, klifrað og einnig staðið örlitla stund á öðrum fæti. Núna verður mikil breyting á því hvemig þau ganga upp stiga og á þessum aldri em þau farin að fara upp tröppurnar með sama lagi og fullorðnir hafa á því. Á fjórða ári lengjast setningar barna til muna, frá því að vera um þrjú orð á þriggja ára afmælinu og upp í um fimm orð á fjórða afmælinu. Um þetta leyti em flest böm einnig orðin vel skiljanleg ókunnugum. Þegar barnið hefur náð betri tökum á fornöfn- um, ég, mig, við..., er það komið á það þroskastig að það fer að spytja fleiri spurninga. Böm sem em nýorðin þriggja ára þekkja oftast einhveija liti en á næstu mánuðum fara þau að þekkja formin og læra kannski nokkra stafi. Sum þeirra taka einnig upp á því að skrifa stafi. Flest þriggja ára böm geta bæði teiknað hring Þriggja ára gamalt barn Getur myndað setningar úr þremur til fimm orðum. og kross. Myndir af mannfólki em oft ansi groddalegar í byrjun og lítið er lagt í smáat- riðin en brátt fer bamið að bæta útlimum við. Ef eftirfarandi á við um barnið væri kannski lag að láta sérfræðing kíkja á það: 1. Bamiö myndar ekki setningar. 2. Annað fólk á erfitt með að skilja hvað bamið segir. 3. Bamið leikur sér ekki í þykjustuleik. 4. Bamið getur ekki leikið sér og/eða deilt með öðmm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.