Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2005, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2005, Blaðsíða 27
DV Fréttir 27 Ur bloggheimum Fimm tilsex tapaðir boltar- „Hvað er betra en að fara útá golfvöll klukkan 22.00 ogspila til 01.00? Algjör snilld. Þetta er líka allt að koma hjá manni, farinn að hitta ágætlega og hvað eru 5-6 tapað- ir boltar á milli vina:)?" Hilmar Þórlindsson - http://can- gas6.blogspot.com/ Spider Slayer - „Ann- ars var það viðburða- ríkasta í dag að ég, mér til mikillar skelf- ingar, sá köngulóarvefá skjólveggnum og tilneydd- ur náði ég mér I Ajax brúsa og spraut- aði kvikindið til hægs dauðdaga og eyðilagði vefinn en þar var ekki staðar numið því það voru fleiri kvikindi á ferlL.Fyrr en varði var ég kominn með garðslönguna að vopni og búinn að smúla pallinn hátt og lágt í von um að hafa útrýmtþessum stórhættulegu rándýrum." Einar Oddur Sigurðsson - http://ein- armeinar.blogdrive.com/ I,- „That'sa nice ass!" - „Brjáladi kaninn sem bjó med mér vard snarbiladur thegar hanpsá thaer.„Look John that's a nice ass!" hróþadi hann hátt eins og ég vaeri sá eini sem skildi ensku. Hann muldradi líka sífellt í andvokuástandi, thegar hann varnýkominn í íbúdina, ad thetta vaerihans seinasta taekifaeri til ad fá eina unga, thví slíkt vaeri bann- ad í Bandaríkjunum en ekki i Evrópu." Jón Örn Arnarson - flogid.tk Gellubíll - „Dömur mínar og herrar. Haldiði ekki aðykkar kæra vinkona sé ekki bara búin að kaupa sér eitt stykki bíl. Ég keypti mérToyota Yaris Sol WT-I, ár- gerð2002,1300vél, spoiler og bling bling álfelgum með low profil dekkjum. A.k.a. alveg ekta skvísubíll. Hann er sanseraður, dökkrauður, andit s bjútífúl. Ég er ekkert smá ánægð með gripinn og bara varð að deila því með ykkur dúllurnar mínar." Katrín Halldórsdóttir - http://blog.central.is/katarkuntur Hitler tekur sér titilinn Fíihrer í kjölfar dauða þýska forsetans Pauns von Hindenburg verður Adolf Hitler alráður í Þýskalandi og tekur sér titilinn Fiirher, eða foringinn. Þýski herinn sór hinum nýja alráði hollustueið og síðustu leifar lýðræðis- legrar stjómar heyrðu sögunni til. Þriðja ríki Hitlers var orðið að veruleika. Hider sannfærði þjóð sína um að Þriðja ríkið myndi standa í þúsund ár, en raunin varð sú að það hrundi aðeins ellefu árum síðar. Adolf Hitler var fæddur í Braunau í Austumki árið 1889. Þegar hann var ungur langaði hann að verða listmái- ari en fékk litla athygli fyrir verk sín og bjó við fátækt í Vfn. Árið 1913 flutti hann til Múnchen í Þýskalandi og ári síðar var hann kominn í þýska herinn og barðist í fyrri heimsstyijöldinni. Hann fékk orðu fyrir hugrekki en var á herspítala þegar Þjóðverjar gáfust upp árið 1918. Hitler bauð við upp- gjöfinni og kenndi þýskum kommún- istum og gyðingum mn hana. Sagan eftír að Hitler náði völdum er öllum kunn. Hann stjómaði út- rýmingu nærri sex milljóna gyðinga, um 250 þúsund sígauna, óþekkts fjölda Slava, pólitískra andstæðinga, Dei Fiihrer Hitler tók upp nafnið á þess- um degi árið 1934 i kjölfar dauða þýska for- setan, Paul von Hindenburg. fatlaðra, samkynhneigðra og annarra sem hann taldi óæðri. Stríðið sem Hitler kom af stað í Evrópu tók enn fleiri líf, nærri því tuttugu milljónir I dag árið 1988 fórst kanadísk flugvél í aðflugi að Reykja- víkurllugvelli. Hún skall til jarðar að- eins 50 metrum sunnan Hring- brautar. Þrír menn létust. dóu í Svovétríkjunum einum. Auk þess skildi hann Þýskaland eftir f rúst og upp á miskunn Bandamanna komið en þeir skiptu landinu í tvennt. Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar. Sá yðar sem syndlaus er W1 Alexander Chemlak GarðarBjörg- vinsson vill senda þennan Rússa, sem hefur verið dæmdur fyrir að fitla við sig fyrir fram pitsusendla, til sálfræðings. Garðar Bjöigvinsson skrífar: Maður slær ekki undir belti nema í nauðvörn. Mér er nóg boðið varð- andi umfjöllun og meðferð á málum Alexanders Cherniaks. Þessi drengur kom í júnf 1996 grátandi inn á sam- komu hjá Guðmundi Emi í Messíasi á Rauðarárstígnum en Vegurinn og Krossinn vom áður búnir að reyna að hafa áhrif á Útlendingastofu án árangurs. Lesendur Guðmundur Örn setti málið f mínar hendur. Daginn eftir fór ég á fund Jóhanns, þáverandi yfirmanns stofnunarinnar. Ég spurði hann blátt áfram hvað hann myndi gera fyrir mann sem kæmi utan af göt- unni til að bjarga syni þínum frá ævilöngu fangelsi eða lífláti. Jó- hann svaraði að hann myndi virða þarm mann. Ég spurði hann þá hvort hann vildi ekki leyfa þessum hrjáða manni að fá landvistarleyfi til reynslu og að ég myndi líta til með honum. Sfðan útvegaði ég honum vinnu og málið var leyst í bili. Alexander vann á bamaheimili í sjö ár og hefði varla unnið þar svo lengi ef hann væri hættulegur. Hon- um varð hins vegar á í messunni gagnvart hálffullorðnum pitsu- sendium. Ég ætla ekki að mæla því bót. Það er sjúkleiki en ekki dauðasök. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið er það apparat sem sker úr um ríkisborg- ararétt. Ég fór á dögunum til Bjöms Bjamasonar til að ræða vandamál Alexanders Chemiaks. Að mínu mati hefði Bjöm átt að taka af skarið og segja þetta: „í stað 28 daga fang- elsisdóms, þá vil ég að Alexander fari í 28 daga meðferð hjá sálfræðingi. Nái hann fullum bata af brenglun sinni, þá fær hann strax ríkisborg- ararétt." Ég spyr: Er það ekki skynsam- legra þjóðhagslega séð að lækna manninn en að hafa hann á örorku- bótum? Alexander er orðinn sjúk- lingur út af kvíða og streitu. I viðtalinu við Bjöm byrjaði ég svona: Við emm öll á gráu svæði, allt niður í kolsvart. Aðeins einn hefur fæðst fullkominn. Reynum því að feta í fótspor hans. Nú kemur höggið undir belti. Lítið í spegilinn kæm æðstu starfs- menn dóms- og kirkjumála sem og æðstu menn þessa lands, Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson. Ég sendi Alexander til Einars Inga Magnússonar sálfræðings til að fá að vita hvort ég hefði verið að hjálpa þjóðhættulegum manni. Einar Ingi, sem mun gera skýrslu um málið, telur svo ekki vera. Ég spyr því: Hvar stæðuð þið framan- töldu menn ef þjóðin krefðist sál- fræðilegrar úttektar á ykkur. Hann Hólmsteinn mætti gjarnan fylgja með í sálgreininguna. IngveldurSigurðar- dóttir skrifar um söluna á Símanum og ouknar^t ~m ln 1 Þroskaþjálf i segir Skuldir heim- ilanna aukast Nú erum við búin að selja Sím- ann og þykir mér augljóst að því fylgi miklar hækkanir þar sem greiða á fyrir fyrirtækið á 30 ámm og Síminn var með á milli þrjá til fjóra milljarða í hagnað á sfðasta ári svo það vantar eiginlega rúman helming á ári, eða sex milljarða á ári til þess að ná endum saman. Ég get ekkjséð hvernig þeir ætla að ná þessu takmarki, nema með hækkunum. Þá þyngist enn meira á buddunni og svo rétt eftir þessar fréttir um sölu Símans kemur önnur frétt um að skuldir heimil- anna hafi hækkað um 15%. Svo þegar Síminn, orkuveiturnar og matvælamarkaðirnir hækka líka, þá er ég hrædd um að prósentan hækki fljótt. Svo mér finnst nú kominn tími til að ríkið fari að at- huga sinn gang því ég er hrædd um að hinn almenni borgari ráði ekki við öliu meira. Ég vona að stjómvöld taki við sér svo þessi þróun stoppi. Við emm nú þegar komin langt fram úr okkar kaup- getu bæði f húsnæði og bílaflota því að frjálsræðið er að fara með okkur. Utrásin er orðin svo mikil, einhvers staðar mun þetta allt enda og jafnvel með ósköp- Stoltur skattakóngur Frostí Bergsson fjárfestir er ný- krýndur skattakóngur íslands. Þegar menn liljóta slíkan títil hljóta þeir að vera stoltír. „Jú, ég er bara stoltur af þessu," segir Frostí. Hann hafði grun um að hann hlytí titilinn. „Ég vissi að ég myndi borga mikla skatta núna en maður veit svo sem aldrei hvað aðrir borga." Islendingar em yfirleitt ánægðir með skattakóngana sína. „Já, fólk hefur verið mjög ánægt með þetta yfirleitt. Ég ætla allavega að vona það. Ég hef fengið fjölda heillaóska, í skeytum og fleira." Frostí segir stóran hluta skattsins sem hann borgaði í fýrra vera fjár- magnstekjuskatt. „Ég seldi það sem ég átti í fýrirtækinu Opnum kerfúm sem ég stofnaði árið 1991. Þetta var frábær uppbygging sem áttí sér stað í því fýrirtæki. í fyrstu vom þama fimm starfsmenn en þetta óx og dafnaði. Þegar ég seldi fýrirtækið var veltan orðin í kringum 15 milljarða. Fyritækið var með aðsetur í Dan- mörku, Noregi, Svíþjóð og auðvitað á íslandi." Nú starfar Frosti sem fjárfestir. „Ég stofnaði fjárfestingarfélag og starfa því við fjárfestingar fýrst og fremst. Ég hef meðal annars fjárfest í lyfjafýrirtæki í Barselóna ásamt góð- um mönnum. Ég er einn af hluthöf- um f Heklu og Verðbréfastofunni þar sem ég er einnig stjómarmaður." Frosti segir fjölskylduna vera í forgangi. „Með því að selja Opin kerfi fékk ég meiri tíma fýrir fjölskylduna. Þegar ég var að vinna þar var vinnu- tíminn oft langur. Nú, þegár:ég vinn sem fjárfestir, get ég ráðið mínum vinnutíma sjálfur og þar af leiðandi eytt meiri tíma með fjölskyldunni." Frosti segir að gaman hafi verið að sjá Opin kerfi stækka og dafna. „Það er gaman að sjá eitthvað sem maður skapar dafna svona. Núna er ég hins vegar kominn út í fjárfestíng- ar og líkar vel og nú einbeití ég mér að því og auðvitað fjölskyldunni," segir Frosti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.