Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2005, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2005, Blaðsíða 31
rxv Lífíð Nú gengur sú saga um Hollywood að hinn kvænti Johnny Knoxville sé í tygjum við fyrirsætuna Kate Moss. Þau hafa sést hlæjandi saman og í góðu yfirlæti á klúbbum stórborga, en neita því að vera nokkuð annað en vinir. Kate er nýhætt með Pete Doherty og nú slæst Johnny Knoxville vegna henn- ar. Hvað er í gangi, maður bara spyr? Nú eru allir slúðurfréttamenn á tánum vegna skyndilegrar vináttu Jackass-vitleysingsins Johnny Knox- ville og ofurfyrirsætunnar Kate Moss. Þau hafa sést saman í ýmsum veislum, húæjandi og vel farið á með þeim. Johnny KnoxviIIe er kvæntur konunni Melanie, en þau gengu í hjónaband árið 1995. Þau eiga sam- an eitt bam. Kate Moss var að hætta með ruglaranum og tónlistarmann- inum Pete Doherty. Á sunnudags- kvöldið sáust þau skemmta sér saman en það var mjög skömmu eftir að Kate Moss sagði skilið við Doherty. Nú síðast voru þau stödd í næt- urklúbbi í New York og lenti Knoxville í harkalegum slagsmál- um vegna Kate. Fjöl- miðlafull- trúar þeirra segja að ekkert sé í gangi á milii þeirra og að þau séu að- eins vinir. Tók þekkt glímubragð Ekkert hefur fengist endanlega staðfest um meint slagsmál Johnnys Knoxville á næturklúbbnum Milady en margar sögur eru í gangi og vitni hafa gefið sig fram við fjölmiðla. Eftir því sem DV kemst næst var það ungur maður sem áreitti Kate Moss ítrekað sem olli slagsmálunum. Hann nuddaði stöðugt rauðri rós í andlit fyrirsætunnar og þegar Knox- ville bað hann um að fara reyndi hann að gefa Knoxville rósina. Á endanum tók Johnny manninn, snéri honum á hvolf og skellti honum svo á hausinn. Þetta er þekkt glímubragð og gengur iðulega undir nafninu „pile- driver". Johnny snéri sér svo við og taldi að samskiptum við manninn væri lokið. Rekinn út alblóð- ugur Maðurinn lét ekki þar við sitja og í hefhdarskyni reyndi hann að kasta flösku í Knoxville. Flaskan missti marks en brot úr henni end- uðu í höndum Jackass-drengsins og var hann því allur skorinn og blóðugur. Frank Genovese, rekstrarstjóri Milady, sagði við fjölmiðla að „Johnny hefði ekki skapað nein vandræði en það þurfti að biðja hann um að yfirgefa staðinn. Vitni að atburðinum segja að maðurinn hafi virkilega angrað Kate og að ein- hver hafi hreinlega þurft að kjást við hann. halldorh@dv.is Arnar Eggert Thoroddsen flytur til Berlínar „Ég er að flytja tii Berlínar ásamt fjölskyldunni og við þurfum að losa okkur við sem mest," segir Arnar Eggett Thoroddsen um garðsöluna sem fór ffam fyrir utan heimili hans á Sólvallagötu 54 um helgina. Arnar segir þó að mikilvægustu hlutimir eins og sjónvarpið og græjumar fylgi þeim út. Arnar sem er mikill tónlist- arspekúlant og hefur skrifað um tónlist í Morgunblaðið um árabil, seldi þó ekki diska- og plötusafnið sitt, en sagði að þama hefðu verið seldir vel valdir og vandaðir bastarð- ar sem vöktu athygli og eftirtekt þeirra sem komu. í Berlín segist Amar ætla að sinna ungri dóttur sinni og hennar upp- eldi fyrst um sinn. Hann ætlar að halda áfam með einhver lausaskrif í Morgunblaðið, svo tónlistar- unnendur þurfa ekki að örvænta, pistlarnir verða á sínum stað. „Seinna meir ætla ég svo að mennta mig í einhverju," segir Arnar • • KVADDIMEÐ GARÐSOLU en hann hefur nú þegar lokið BA- gráðu í félagsfræði frá Háskóla ís- lands. „Vonandi mennta ég mig í einhverjum menningarfræðum," segir Arnar. Þegar DV náði tali af Arnari var hann á leiðinni á Innipúk- ann og var mjög spenntur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.