Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2005, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2005, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST2005 3 Víhingahattur frá Vestmannaeyjura Inga Lára Magnús- dóttir Fórí víking til Vestmannaeyja. Inga Lára stóð og beið þess að farangur hennar kæmi á færibandinu þegar ljósmyndari DV rakst á hana á Reykja- víkurflugvelli í gærdag. Hún var að koma af þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og sagðist sátt við hátíðina. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég fór á þjóðhátið og ég skemmti mér mjög vel," sagði Inga Lára. Að öllum líkindum hefur höfðu- fat stúlkunnar vakið athygli enda ekki nema vaskir víking- ar sem leggja í að sofa í tjaldi margar nætur í röð hvernig sem viðrar. Inga sagðist hafa endurheimt allan farangur sinn og það sem hefði blotnað væri hægt að þurrka. Þrátt fyrir skemmtun helgarinnar er eflaust gott að komast í rúmið sitt aftur. Spurning dagsins Sátt(ur) við helgina? Hreimur klikkaði á að syngja afmælissöng- inn." „Já ég ersáttur við helgina, ég var að koma frá Eyjum og það var mjög gaman. Það eina sem ég var ósáttur við var að Hreimur kom ekki til að syngja afmælis- sönginn fyrirmig eins og hann var búinn að lofa." Pétur Örn Johnson nýstúdent. „Ég var að koma frá Eyjum, það var mjög gam- an og ég fer pottþétt aftur." Eysteinn Jón- asson nemi. „Já þetta var góð helgi. Ég er að fara til Vestmann- aeyja á sjó en var í bænum um helgina og slappaði af.“ Jónas R. Hilmarsson sjómað- ur. „Égersáttvið helgina, var að koma frá Eyj- um,þetta varí annað skipti sem ég fer þangað og ætla aftur. Það sem stendur uppúr var flugelda- sýningin, rigningin og brekku- söngurinnJ' Hafdís Ragna Rúnarsdóttir, starfsmaður í mötuneyti. „Frábær helgi, fór á golfmót tilAkureyrar og hitti þann fræga golfara Jack Nicklaus. Ég var líka á Snæfellsnesinu og fékk gott veður allan tímann. Helgin fær 9,5 Páll Ingólfsson, skrifstofu- stjóri í Grindavík. Fólk streymdi til síns heima í gærdag eftir Verslunarmannahelg- ina.Á Reykjavíkurflugvelli var margt um manninn og virtust flest- ir vera að koma af þjóðhátíð í Vesmanneyjum. Upphaf nútímavæðingar gekk vel af minni hálfu.' Reyndar fékk Al- þýðuflokkurinn slæma útreið í kosn- ingunum á eftir, en það var vegna innanflokksdeilna að ég held. Ég var heilbrigðisráðherra í um það bil þrjú ár á þessu kjörtímabili. Tvö síðustu árin mín var ég líklega með fleiri ráðuneyti en nokkur annar hefur haft. Ég var þá heilbrigðis-, trygging- amála-, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra auk þess að vera samstarfsráð- herra Norðurlanda. Því má segja að árin 1993 til 1995 hafi verið mjög annrík hjá mér." „Það voru margir fundir varðandi Heilsu- hælið í Hvera- gerði. Sjálfsagt hefur þetta verið einhver rekstrar- vandi," segir Sig- hvatur Björg- vinsson heilbrigðisráð- herra. Gamla myndin er frá fundi sem Sig- hvatur hélt á Heilsuhælinu í Hvera- gerðiþann23. maíárið 1991. „Égvar þarna heilbrigðisráðherra í ríkis- stjóm Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks. Þetta vom skemmtilegir tím- ar. Það var talsverður hugru í mönnum þá. Stærsta málið sem við náðum í gegn var inngangan í EES en það var ekki allt. Við vomm að undirbúa breytingar í frjálsræðisátt. Þetta vom, má segja, upphafstímar nú- tímavæðingar. Samstarfið við sjálfstæðismenn Gamla myndin Hrærivél er samkvæmt íslenskri orða- bók skilgreind sem rafmagnstæki til að hræra einhverju saman, t.d deigi eða steyþu. Orðið hræri- vél var þó notað yfir bif- reið afgerðinni Skoda á árum áður. Orðið kemur fram í bók- inni Slangur, slettur og bannorð og er skilgreint sem Skoda-bifreið. Málið Pað er stað- reynd... ...að 130 ís- V f lendingar fómst vegna árása kaibáta og flugvéla í seinni heimsstyrjöldinni. ÞEIR ERU FEÐGAR Tískukóngurinn & fjárfestirinn Tískukóngurinn Ásgeir Bolli Kristinsson, sem er eigandi NTC-verslunarkeðjunnar ásamt fyrr- verandi eiginkonu sinni Svövu Johansen, er faðir Sigurðar Ásgeirs Bollasonar sem hefur skotist Uþþ á stjörnuhimininn iíslensku við- skiþtalífi að undanförnu. Sigurður Ásgeir hefur efnast gífurlega að undanförnu eftirvel heppnuð viðskipti í Bretlandi, og er orðinn stór hluthafí bæði í FL Group og í Og Fjarskiptum, móðurfyrirtæki Og Vodafone. Bragð til að treysta á Prófaðu ‘McCormick B TP. jlT JPízz* ILU2*k k <:<»«**» H S»{íí E9;k ‘'k-CarnffiSPl "VCorini**- j> ‘BlacK. RlX’L) [NDS k 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.