Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2005, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2005, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDACUR 2. ÁGÚST2005 Lífið DV Unnar Fréyr, U-Fresh, U-Manden. Byrjaði sem plötusnúður áður en hann gerðist rappari til þess að sanna fyrir vinum sínum að rapp væri ekkert mál. Hann er í Hæstu hendinni og rappar á íslensku þó að hann geti varla skrifað hana. Platan fékk Qórar stjörnur. Hann segist miklu betri á dönsku. Unnar segir íslenskt rapp yfir- fullt af drasli og hann er ekkert hræddur við að segja það, í rauninni var blaðamaður DV frekar hræddur við hann. „í fyrstu fannst mér íslenskt rapp mjög þjált og tært. Síð- an komst ég að því að það er hellingur af djöfulsins skíthælum þarna líka." „Fjárinn. Ferskt loft og hreint vatn. Ég elska ísland maður. Ég elska bara að heimsækja fjölskyldu mína £ Bíldudal og í Reykjavík. Hitta vini mína, Matta, Eyjó, Nalda, Erp og alla hina. Náttúran er svo mjög flott en ég nýt hennar í botn þar sem ég bý ekki á íslandi. Maturinn er góður og fólkið líkist mér, þetta vlkingaútlit," segir Unnar Freyr rappari þegar hann er í fyrstu spurður um hvemig honum líki við Island. Hvað líkar þér þá ekki á íslandi? „Vandamálið við svona lítíð land eins og ísland er spillingin. Þetta er ekki eins og Pakistan eða eitthvað í líkingu við það heldur er þetta frekar það að allir þekkja alla og það er ekki gott í stjómmálum. Annars er allt í góðu." Skíthælar í íslensku rappi Danski rappheimurinn er frekar stór. Hvað finnst þér um íslenskt rapp? „í fyrstu fannst mér íslenskt rapp mjög þjált og tært. Síðan komst ég að því að það er hellingur af djöfuls- ins skíthælum þarna líka. Það em svalir plötusnúðar eins og Magic, Paranoya, Deluxe, Robbi Rapp og Brynjar Már, hehe. En restin er öm- urleg. Stelur bara af öðmm og ég hef oft verið með virtum plötusnúðum í Danmörku að gera grín að þessu liði. Þeir þykjast vera svaka svalir og „halda því raunvemlegu", en í raun eru þeir bara að stela, það er ekki „að halda því raunverulegu". Það var samt einn sem hét Dj Fingaprint hann var mjög góður. Hvar er hann í dag?" „Hvað varðar rapparana þá bara hreinlega veit ég það ekki. Rottweiler, Sesar A, Bæjarins bestu og allur sá hópur kom með eitthvað ferskt inn í rappið, afgangurinn er eitthvað grín. Ég hef ekki hlustað á alla en þeir sem ég hef tékkað á em glataðir. Af þeim sem rappa á ensku em Antlew/Max- imum bestir. Þeir em ferskir og mfnir menn. Mér var sagt frá hljómsveit sem heitír O.N.E, að þeir væm ferskir en ég á eftir að athuga það. Allt ann- að er drasl. Graffið á íslandi er samt mjög flott." Orðinn rólegri núna Unnar segir að það hafi verið erfitt að alast upp sem útlendingur í Kaup- mannahöfii. Hann fór snemma að slæpast með röngum hópi og gera af sér hlutí sem hann vill ekkert ræða. Hann segist hafa lært á lífið á erfiðan hátt og orðið forhertur við það. „Ég var alinn upp á Amager og það er hlutí af Kaupmannahöfn sem var félagslega brenglaður," segir Unnar. „Vinir mínir vom svo líka út- lendingar svo við skildum hvom annan, þess vegna fór ég lfklegast út í hip hop. Af því að ég var öðmvísi." Á tímabili hugsaði Unnar eingöngu um tónlist og skeytti ekkert um skólann. Á endanum tók hann sig til og fór í mennta- skóla og svo í háskóla þar sem hann náði sér í mastersgráðu í al- þjóðaviðskiptum. „Ég þakka mömmu og pabba fyrir allt það. Þau hvöttu mig áfram til að læra. Þau gefast aldrei upp sama hvað blæs á mótí, þau em fyrirmynd- ir mínar í lífinu." Unnar segir að lífið sé öðmvísi núna. Hann er rólegri og getur unn- ið í sínu fagi og búið til tónlist. „Kon- an mín Monice hefur svo umborið mig í þrjú ár núna ásamt litlu af- gönsku-vfkinga-dóttiir mín Cloé Taherem," segir Unriar og bætir því við að fjölskyldan sé númer eitt, tvö ogþrjú. Ekkert lamb að leika við Spurður hvort sögumar um að hann sé hrottí séu sannar segir Unn- ar það fara algerlega eftír skilgrein- ingunni. „Fólk segir það, svo það er eitthvað til í því, en ég myndi ekki lýsa mér þannig," segir Unnar. „Ég er alltaf hamingjusamur en ef éinhver lítilsvirðir mig viljandi þá svara ég í sömu mynt, og ég er Hijög skapvond- ur." Unnar segist þó ekki aetla að kalla sig bófa eða hrotta, „óg er víkingur og ég læt fólk vita af mistökum sínum með orðum eða afli." Er það satt að þú hafir einu sinni skallað mann út úr strætó uppi í Árbæ? „Ó, já, og hann átti það skilið líka." Þekkti keðjusagarmorðingj- ann Eftír þetta formlega viðtal spjallaði blaðamaður lengi við Unnar. Hann sagði frá áætlunum sínum með danska rappið og ýmsum skemmtilegum sög- um, eins og þeirri hvemig hann kynnt- ist Erpi árið 1994. „Hann var með sítt rauðbirkið hár, nastý stöff," segir Unn- ar. Unnar segir einnig frá því að félagi hans Jared Heller, sem las meðal ann- ars inngang fyrir Hæstu hendina á 50 Cents tónleikunum, hafi verið einn af þeim sem eftírlýstir voru fyrir að saga leigubílstjóra í sundur í Kaupmanna- höfn í vor. Unnar segir ótrúlega sögur. Sögur sem maður hefur aðeins lesið í bandarískum rappblöðum og mann grunar ekki að þær getí gerst á Norður- löndunum. halldorh@dv.is 15 staðir sem Unnar heimsækir á íslandi *• i ÍSJiííXlÚH SL’J®ub Hey; á hverjum einasta fimmtudegi er hiphop og r'n'b (Boltens Gárd. Goð- sagnakenndír plötusnúðar Phil, Phase 5 & Streetbeat. 2. OPUS EXODUS GRILLIÐ Heimavöllur F.C. Copenhagen sem er mitt lið. Ef þú fílar fótbolta er þetta bomban. FJOLSKYLDAN OPUS REX th ! i ’Iá Ul ‘Æ kengst niðri á Nörrebro, besta kebab i heimi. Chili-ið er lika frábært. 4. BÆJARINS BESTU BÍLDUDALUR PRIKIÐ Fersk föt á Larsbjörnsstræde. ASIA Mjög góð á Islandi TIVOLÍ Rappstúdíó LAUGARDALS- OPUS í þessari röð 5. .(*V[cf:' Mi" iV■ Garður(miðri Kaupmannahöfn.Þarer hægtaðtaka því rólega. Ef mann langar f körfubolta þá er „streetball"-ið þarna. 6. Nálægt Nörreport lestarstöðinni, geðveikur arabfskur matur. 7. Vega er margra hæða skemmtistaður og alft fullt af góðum plötusnúðum. Á fimmtudögum er svo hiphop-kontoret og þar er geðveik tónlist. Svo hafa Nas, Krs One spitað þar. Ég Ifka. 8. I: í' Uifj.' 1 Lfka f Larsbjörnsstræde. Vfnyl-plötur og föt. 9. Geðveikur klúbbur. Á miðvikudögum eru „midweek breaks" og þá eru flottir plötu- snúðar. Frábær klúbbur og svo slattl af tónleikum. Ef þú ert í skotheldu vesti ertu velkominn. hvUxLk HjáRundeliNörrebro.Góðurmaturádaginnoggóðirplötusnúðar.Égspila þarna af og til.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.