Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2005, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2005, Blaðsíða 39
DV Síðast en ekki síst ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST2005 39 Sigurjón Kjartansson brá sér á Nordica-hótel á fimmtudag til að vera viðstaddur þegar einkavæðingarnefnd opnaði tilboðin í Símann. Hann blandaði sér í hóp mikilmenna. Síðast en ekki síst Valdablokk hinna ríku Og ég fékk ad fljóta með. Fór á Nordica-hótel til að vera við- staddur þegar einkavæðingarnefnd opnaði umslögin með tilboðunum í Símann. Vildi tryggja að gagnsæið yrði með þeim hætti sem lofað var. Nei, reyndar langaði mig bara að blanda mér í hóp hinna ríku og mikilvægu. Fannst einhvem veginn eins það væri ekki nógu mikið mark á mér tekið og vera mín á Nordica þennan fimmtu- dag gæti hugsanlega breytt því. Og viti menn. Ég var ekki fyrr kom- inn inn fyrir dymar en mér var tekið fagnandi með handabandi af Stein- grími Ólafssyni, upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins og Sigurði G. Guðjónssyni, verðandi fjölmiðla- mógúi, sparisjóðseiganda og fremsta lögmanni landsins. Þama var líka krökkt af fjölmiðla- mönnum, sem allir brostu þegar þeir sáu mig og ég brosti á móti. „Er það útvarpsstjórinn?" sögðu margir. „Jú jú, he, he, he,“ sagði ég. „He, he, he,“ sögðu þeir þá. Þegar inn í salinn kom settist ég hjá fjölmiðlafólkinu og Sigurður G. settist hjá mér. Ég reyndi að fá það út úr hon- um hvort hann væri þama vegna hagsmuna. Var hann kannski sjálfúr að bjóða? „Nei, ég bara steingleymdi að leggja inn tílboð," sagði hann. Ég get aldrei gert mér grein fyrir því hvenær svona menn em að grínast og hvenær ekki. Ákvað því að spyrja hann einskis frekar um þessi mál. Það gat vel verið að hann hafi ekki verið að grínast. Maðurinn nýbúinn að kaupa Sparisjóð Hafnafjarðar... eða var það ekki annars? Fyrst þurftum við að sitja undir alveg ótrúlega leiðin- legri ræðu einhvers jakkafata- manns. Kannski var ræðan mjög skemmtilega skrifuð en hún varð ótrúiega „döll" í þessum flutningi. Eftír kortér var svo loksins komið að mó- mentinu sem allir biðu eftír. Þrír aðilar afhentu hverjir sín umslög og þau vom opnuð hvert á fætur öðm. Nýja sfma- félagið: 54. 674.780.332. Sigurjón Kjartansson skrifar IDV mánudaga, þriðjudaga, miövikudaga og fimmtudaga. Astrónómískar tölur sem ég get ekki einu sinni sagt upphátt. „Þetta er ör- ugglega lægsta boðið," muldraði Siggi G. með sjáifum sér. Vá! Ég er í félags- skap mikilmenna, hugsaði ég. Næsta boð: Sfrnstöðin 60.000.000.000. Sextí'u milljarðar, sléttar. Jæja þá er það búið, hugsaði ég. Þeir hafa unnið. Hálfvorkenndi þeim samt að þurfa að reiða fram alla þessa upphæð. En, nei. Þá býður Skiptí heil- ar 66.700.000.000. Kommon! Vá hvað það hlýtur að vera gaman að eiga Sfrnann maður. Það var ljóst. Sfrninn var seldur Skiptí. „Hvaða valdablokk er þetta?" spurði ég manninn við fdðina á mér. „Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn," sagði hann og stóð upp. En ég sat eftír og hugsaði. Vá! Hvem- ig komst ég hingað inn? Ég er ekki einu sinni með blaða- mannapassa. / ■ .. . : - £ - œsg&MBé' MBBSEGgsrjáefö.’ ■ . - -■ Gola ca'W plsS e2 Það verður erfitt að sleppa við rigningu á landinu á morgun. Þeir sem eru enn í útilegu ættu þó að hafa hraðann á og drífa sig upp á Melrakkasléttu því þar virðist einna helst ætla að hanga þurrt Það verður samt hlýtt á landinu öllu og litill vindur. ev »44^ Gola lÍIj Gola 15 * Gola Gola Oo 9 nTr (£lb\ ** Gola 130 ** Hin? 10 i 13*0 16Ó2> W Kaupmannahöfn 20 París 23 Alicante 28 Ósló 21 Berlín 22 Milano 28 Stokkhólmur 23 Frankfurt 23 New York 33 Helslnki 21 Madrid 26 San Franclsco 20 London 24 Barcelona 26 Orlando/Florida 35 Andra Ólafssyni • Heyrst hefur aðjóhann G. Jó- hannsson, betur þekkt- ur sem Bárður í Stund- inni okkar, hafi landað litlu hlutverki í Clint Eastwood myndinni Flags of our fathers. Dramatísk breyting á hlutverkavali svo ekki sé meira sagt. Bara von- andi að litíu bömin slysist ekki tii að sjá Bárð sinn murka lífið úr japönskum hermönnum. Hefði ef- laust alvarleg áhrif á ungdóminn. Frábær frammistaða Jóhanns í Stundinni hafði að sögn kunnugra úrslitaáhrif í ákvörðunni um að ráða hann í hlutverkið. • Margir halda því fram að frænd- fólk og fyrirmenni hafi fengið for- gang við lóðaúthlutun í Kópavogi. Ef það er rétt er ansi líklegt að Krist- ín Soffía Þorsteinsdóttir hafi sofið vært nóttina áður en niðurstöður bæjarráðs vom kynntar, því auk þess að vera kona Ólafs Stefánssonar handboltahetju er hún dóttir Þorsteins Einars- sonar formanns HK og starfsmannastjóra Kópavogsbæjar. • Ekki amalegt hjá nýskipuðum bæjarstjóra Kópavogs, Gunnari I. Birgissyni, að fá til bæjarins í einni lotu besta handboltamann íslend- inga, besta knattspymumanninn og besta kylfinginn. Óli Stef, Eiður Smári og Birgir Leifúr verða án efa mestu mátar innan skamms. Fara örugglega saman og fá sér bjór á Players - eða sjóv hjá Geira á Gold- finger. Bæjarstjórinn með bassaröddina hittí nefnilega naglann á höfuðið hér um árið þegar hann sagði svo eftirminni- lega: Það er gott að búa í Kópavogi. • Svalasta rokkhljómsveit Dana, síðan Gasolin og Kim Larsen vom upp á sitt besta, heitir The Raveo- nettes. Sveitin spilaði á vel heppn- aðri Innipúkahátíð Grfrns Atlasonar um helgina og sló í gegn. Allir helstu rokkhundar Reykjavíkur vom búnir gera sér vonir um að berja goðin augum á einhverri af knæpum borg- arinnar um helgina. En í stað þess að þamba bjór á Eliefunni eða sötra Jack Daniel’s á Kaffibamum skelltí The Raveonettes sér á La Primavera í fylgd með engum öðrum en Sigga Hali, eina kokknum á íslandi sem er frægari en Jói Fel. Að sögn við- staddra sá Siggi til þess að Danimir fengu besta borðið á staðnum sem og þjónustu eins og hæffr alvöm rokk- stjömum. Ekki er vitað til þess að Siggi hafi fylgt fleiri rokkstjömn- um um bæinn þessa helgi. • Margir menntskælingar sem hugðust eyða verslunarmannahelg- ini á Innipúkanum urðu heldur skúffaðir þegar þeim var meinaður aðgangur að Nasa, en þar var há- tíðin haldin. Dyraverðir staðarins vom harðir á 20 ára aldurstakmarki og meinuðu 18 og 19 ára krökkum aðgang þótt aðgangsmiða á hátíðina væri fram- vísað. Þóttí þetta harðneskjulegt af dyravörðunum enda kostaði miði á innipúkann tæpar fjögur þúsund krónur. Grímur Atíason, skipuleggj- andi hátíðarinnar, brást skjótt við og lofaði menntskælingunum end- urgreiðslu. Hugulsamt af Grími en varla sárabætur fyrir ónýta verslun- armannahelgi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.