Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2005, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2005, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁCÚST2005 Fjölskyldan DV Svipað hlutfall kynjanna með lesblindu Algengasta form sértækrar þroska- röskunaránárnshæfniersértæk lesröskun, eða dyslexla. Rannsóknir á algengi dyslexlu erlendis hafa gefíð til kynna mismunandi tlðnitölur. Til eru rannsóknir sem benda tilþess að um 4% barna séu með dyslexíu, aðrar gefa til kynna um 16%. Trúlega endur- spegla óllkar tölur mismunandi skilgreiningar á dyslexlu sem notaðar eru við rannsóknir en einnig kann að vera munur milli þjóðfélaga og menningarsvæða. Alykta máútfrá erlend- um rannsóknum og athugunum sem gerðar hafa verið hér á landi aða.m.k.10% Islenskra nemenda *'■' séu með dyslexíu. Hér á landi virðist þetta bæði eiga við um nemendur I —sjfc, grunn- og framhaldsskólum. Lengi var talið að sértækir námserfiðleikar væru algengari meðal pilta en stúlkna. Nýleg- ar rannsóknir gefa hins vegar til kynna að hér kunni að vera jafnt á komið með kynjunum, en meira beri á vanda piita vegna fylgikvilla og þeirhljótiþvi frekar greiningu. Föt á ungbarnið Verða ferskari við notkun á matarsóda. Fersk föt á ungbarnið Bættu við hálfum bolla af natróni (matarsóda) út í fljótandi þvottaefni eða sápuflögur til að gera föt bamsins ferskari og til að virkja þvottaefnið til að vinna betur á matarblettum. Ef þú not- ar þvottaduft má henda hálfum bolla inn í vélina við skolun til að fá ferskari lykt af fötunum Foreldrar eru fyrirmynd Börn fylgjast stöðugt með foreldrum sln- um og meðtaka og læra af þeim hvernig á að haga sér. Algengt er að börn endurtaki orðrétt setningar eftir foreldrum sinum. Hegðun foreldra inu og því hafa þeir gífurlega ábyrgð á sínum herðum. Komi foreldrar fram af virðingu, heiðar- leika, vinsemd, gestrisni, rausn, fordómaleysi og séu dugleg að hrósa barninu er líklegt að barnið geri það Kka. Foreldrar bera ábyrgð á að vlsa barninu veginn og geta gert þvl mikið gagn með uppörvun, með skýrum skilaboðum um til hvers er ætlast af þv(, hvaða væntingar þeir hafa til þess og með þvl að tjá þvl skilyrðis- lausa ást slna. Ófrlsk Algengt að konur verði ófrlskar slðar á llfsleiðinni en áður. Algengt er í dag að konur eign- ist böm síðar á lífsleiðinni en áður tíðkaðist. Bresk rannsókn sýnir að eftir þrítugt er mun lík- Iegra að konur missi fóstur og hjá 42 ára gömlum konum em meira en 50% líkur á fósturláti eða and- vana fæðingu. Fréttirnar em þó ekki alslæm- ar því margt gefur til kynna að böm eldri foreldra búi oft við gott atlæti. Algengata er að þau fái meiri tíma með foreldrunum en önnur og líklegra er að börnin verði einbimi eða eigi mun eldri systkini. Varðandi fæðingargalla bama eldri mæðra hefur eintmgis verið sýnt fram á að aukin hætta sé á Down’s heilkenni en lflcumar á því hafa þó minnkað þar sem hægt er að kanna líkumar með prófum. Þóra Sigurðardóttir, Maren Stefánsdóttir og Magnús Thoroddsen fvarsson Voruaðklára 10. bekk og eru I unglingavinn■ unni í sumar ásamt öðru. Þóra Sigurðardótt- ir, Maren Stefáns- dóttir og Magnús Thoroddsen ívars- son eru hressir 16 ára krakkar sem vinna í unglinga- vinnunni í sumar. DV mælti sér mót viö þá til að spjalla um sumarvinnuna, skólann, lífið og til- veruna. etta er rosalega fínt, sér- staklega í góðu veðri,'‘ segir Maren um ung- lingavinnuna og hin tvö em sammála henni. Unglingavinnan stendur yfir frá 10. júní til 11. ágúst þar sem þau em. f boði er að vinna sex vikur yfir sum- arið og vinnutíminn er frá 8.30- 15.30. Þau hafa verið að vinna við Hallgrímskirkju og Borgartún í sum- ar og em með 409 krónur á tímann. Þeim finnst þetta fínt. „Það er ekkert slæmt að vera á stuttbuxum og hlýrabol í beði í þessari blíðu sem hefur verið," segir Þóra og hin taka undir. Magnús segir að þau nái um 90.000 krónum yfir sumarið og þau em alveg sátt við það. Nóg að gera Magnús er sá eini þeirra þriggja sem hefur ekki unnið með unglinga- vinnunni í sumar. Maren hefur unn- ið í bakaríi í sumar og Þóra hefúr unnið í miðasölunni í Laugardals- höllinni. Þrímenningamir segjast ekki hafa unnið með skólanum (vet- ur utan Magnús sem bónaði bíla af og til. Ekkert þeirra er hrifið af því að vinna með menntaskólanum og hafaþað ekki í hyggju. „Eg hef engan tíma til þess," seg- ir Maren og finnst skólinn og félags- lífið vera nóg auk þess sem hún æfir ballett af kappi. Þóra og Magnús taka í sama streng og segjast vilja hafa tíma fyrir félagslífið. Þóra æfir ballett líkt og Maren og fór til dæmis í þriggja vikna æfingabúðir í Ung- verjalandi í sumar. Magnús segir sitt helsta áhugamál vera hjólabretti og mikill tími fari í að vera á þeim. í sambandi við unglingavinnuna myndu þau gjaman vilja eiga mögu- leika á að vinna lengur á sumrin. Þau segja þó aðsóknina í þessa vinnu hafa minnkað og að krakkar á Tískutáknið Barbie komið yfir fertugt Ein vinsælasta dúkka ( heimi, Barbie, hefur selst í yfir 100 milljón- um eintaka úti um allan heim síð- ustu 40 árin. Starfræktur er aðdáendaklúbbur Barbie og henni hafa borist þús- undir aðdáendabréfa. Barbie hefur verið umræðuefni í fjöldanum öllum af tískudálkum og hún á þátt í að byggja upp stærsta leikfangafyrirtæki heims. Ekki slæmt það. Barbie-dúkkan var sköpuð af Ruth og Elliot Handler, eigendum lítils leikfangafyrirtækis ( Los Ang- eles. Ruth hafði tekið eftir því að Barbara dóttir hennar baukaði mik- ið við að klæða dúkkulísumar sínar og áttaði sig á að þetta væri eitthvað sem stelpur hefðu gaman af en það vantaði alveg þrívíðar dúkkur til að klæða upp, fyrir utan hinar hefð- bundnu dúkkur sem vom allar ungabörn og takmarkað hægt að klæða. Hjónin sáu þama gullið tækifæri og hönnuðu unglings- dúkkuna árið 1963 og nefiidu Barbie eftir dóttur sinni. Snilldin við hugmyndina var sú að dúkkan sjálf var ódýr en salan á öllum aukahlutunum mokaði inn seðlum. Brátt þótti þörf fyrir mann í Iíf Barbie og þá kom Ken fram á sjónar- sviðið, vinir og fjölskylda fylgdu á eftir. Þau rúnta um á Barbie-bíl og búa í Barbie-húsi og enn í dag er Barbie ein af mest seldu dúkkunum og raunar leikföngum í heiminum, auk þess að vera þekkt tískutákn. Hin heimsfræga Barbie Sköpuð afHandler-hjón- unum og sklrð ihöfuðið á dóttur þeirra. ~VT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.