Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2005, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2005, Side 16
16 LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2005 Fréttir DV Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir erfitt að lifa af leikskólakennaralaunum, en hún vann sjálf á leikskóla á sínum yngri árum. „Það er mikilvægt að hækka laun leikskólakennara þótt við höfum ekki sveigjanleika til að borga bónus að sama skapi og gert er á stöðum eins og Aktu taktu,“ segir Steinunn. Hún segir leikskólamál hafa lagast í tíð R-listans og að börn komist mun fyrr að nú en áður. Erfitt hefur reynst að ráða fólk til starfa á leikskólum og frí- stundaheimilum í Reykjavík og DV hefur tekið viðtal við fólk sem hefur leitað í önnur störf vegna launanna. Steinunn Valdís segir lág laun leikskólakennara enga nýlundu, en segir mikilvægt að breyta því. Sjálf vann hún á leikskóla á námsárum sínum við Há- skóla íslands og segir að erfitt hafi verið að lifa af þeim launum. Steinunn er ekki bjartsýn á samstarf Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar eftir kosningar og segir ágreining of mikinn í einstaka málaflokkum. Launamál skipta máli Steinunn segist fylgjandi því að leikskólastjórar og þeir sem sjá um frístundaheimili fái aukið olnboga- rými til að greiða yfirvinnu og álag vegna undirmönnunar. „Ég sé hins- vegar ekki að við höfum sveigjan- leika til að borga bónus að sama skapi og gert er á stöðum eins og Aktu taktu," segir Steinunn. Hún segir mikilvægara að leggja áherslu á að gerð kjarasamninga verði flýtt. „Þessi aðgerð mun kosta borgarsjóð peninga, en launamálin skipta máfi," segir Steinunn. Hún segir starfsfólk leikskóla lengi hafa verið á lágum launum og að þannig hafi það verið um áratugaskeið. Gat lifað af launum leikskóla- kennara Steinunn Valdís segist sjálf hafa unnið á leikskólum, bæði á leikskól- anum Sólhlíð og á leikskóla Félags- „Leikskólastjórar fái rými til að hækka launin stofnunar stúdenta. „Þetta var sum- arvinna sem lengdist í fjóra mánuði í hvort skipti,“ segir Steinunn og bætir við að þetta hafi ekki verið vel launað starf. „Ég gat lifað af launun- um þótt það hafi verið erfitt," segir Steinunn. Hún var 22-23 ára og barnlaus þegar þetta var og fannst gaman að vinna með bömum. Vill gjaldfrjálsa leikskóla Steinunn er fylgjandi því að leik- skólar verði gjaldfrjálsir og vill lækka leikskólagjöld í áföngum. „Núna er aðeins greitt fyrir fimm af átta stundum fyrir fimm ára börn," segir Steinunn. Henni finnst óeðlilegt að leikskólinn sé dýrasta skólastigið og tekur dæmi af manni sem á börn á Steinunn Valdís Óskarsdóttir Borgarstjórinn framfleytti sér áður með vinnu á leikskóla. öllum skólastigum og segir dýrast fyrir barnið sem er í leikskóla. Steinunn segir mikla breytingu hafa orðið frá því R-Ustinn tók við borginni árið 1994. „Núna eiga öU börn sem náð hafa 18 mánaða aldri kost á leikskólaplássi," segir Stein- unn, en bætir við að ekki sé víst að þau komst inn á leikskóla í sínu hverfi. Steinunni finnst frekar ólíklegt að samstarf takist milli Sjálfstæðis- flokks og SamfyUdngar eftir næstu borgastjórnarkosningar. „Okkur greinir það mikið á í málaflokkum t.d. um leikskólamál," segir Stein- unn og bætir við að sjálfstæðismenn hafi hafnað gjaldfrjálsum leUcskóla og að þeir vUji einkarekstur í grunn- skólum. hugwn@dv.is ' . veríð fleirí aldrei ■ mm md fyrsta A fjarnami smn a Islandi msoft jgfpp Learning Solutions ■ Learning Solutions Networking Infrastructure Solutions OLD CERTIf ; 1 Í 'SwSSiií,WjSé&M 1ED Nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna á: http://www.isoft.is/ eða í síma: 511 - 3080

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.