Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2005, Side 12
72 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005
Fréttir DV
Brotist inn í
Bíóhljóð
Innbrot var framið á
Hverfisgötunni. Bíræfnir
þjófar brutust inn í fyrir-
tækið Bíóhljóð sem
er í eigu Kjartans
Kjartanssonar
hljóðmanns. Tölv-
um og öðrum verð-
mætum var stolið.
Kjartan segist Ktið
vilja tjá sig um inn-
brotið. Hann hafi áhyggjur
af því að þjófarnir gætu lát-
ið aftur tú sín taka. Lögregl-
an í Reykjavík vinnur að
rannsókn málsins.
Sektardómar
fyrir fíkni-
efnavörslu
Tveir ungir menn vom í
Héraðsdómi Reykjavíkur í
gær dæmdir fyrir lítilsháttar
fíkniefnabrot. Annar þeirra,
Asgeir Heiðar Stefánsson,
fékk 120 þúsund króna sekt
fyrir að hafa verið með tæp
fimm grömm af amfetamíni
í sinni vörslu sínum. Hann
var þar að auki sviptur öku-
réttindum fyrir að hafa ekið
á 146 kílómetra hraða þar
sem hámarkshraði var 90.
Hinn, Stefán Þór Bjarnason,
var dæmdur til 70 þúsund
króna sektar fyrir að hafa í
vörslu sinni tæpt gramm af
amfetamíni og þrjár e-pillur.
Dómur í Næs-
landsmáli
I Héraðsdómi Reykjavík-
ur í dag verður kveðinn
upp dómur í máli Hótel
Keflavíkur gegn aðstand-
endum kvikmyndarinnar
Næsland. Vill Steinþór
Jónsson hótelstjóri að kvik-
myndagerðarmennimir
greiði eina af þremur
gistinóttum sem þeir pönt-
uðu sumarið 2004 en af-
bókuðu á síðustu stundu.
„Við teljum það vera eðli-
lega kröfu, enda lentum við
í vandræðum því við höfð-
um vísað fólki frá,“ sagði
Steinþór hótelstjóri við DV
í október í fyrra.
Flestir sem reykja vilja hætta. Könnun á verði nikótínlyfja í apótekum á höfuð-
borgarsvæðinu sýnir að Laugarnesapótek er ódýrast í 25 af 30 tilfellum miðað við
venjulegt listaverð. —
Laugarnesapotek
Erfiðleikar þess að hætta að reykjfi ern margvíslegir. MargirJeita I
að öðrum nikótíngjöfum eins og tyggigúmmíi eða plástrum. DV
fór á stúfana og kynnti sér nikótínmarkaðinn í apótekunum.
Hvar er ódýrast að kaupa sér frí frá sígarettunum?
Við gerðum verðkönnun á helstu
tegundum nikótínlyfja hjá apótek-
um á höfuðborgarsvæðinu. Mörg
apótek em nú hlutar af keðjum sem
hafa sama verð svo aðeiris eitt apó-
tek í hverri keðju er nefnt í könnun-
inni, en ekki bámst fullnægjandi
upplýsingar frá sumum apótekum.
Skipholtsapdtek, sem er hluti af Lyf
og heilsu-keðjunni, er tímabundið
með 20% afslátt af öllum nikótírjlyfj -
um. haralilur@dv.is
' Að hætta...aftur ý
Eitt það erfiðasta við að hætta er að byrja
ekki aftur. Líkur benda til að þú „hættir"
nokkmm sinnum áður en það tekst loksins.
Með tyggjói, plástmm, innsogslyíjum og
nefúðum er hægt að slá á löngunina, en hafa
skal hugfast að þessi lyf innihalda nikótín
sem er ávanabindandi og skyldi þannig um-
gangast með varúð. Líkur á að reykinga-
bindindi haldist aukast allt að tvöfalt séu
nikótínlyf notuð samkvæmt rannsóknum.
VERÐKÖNNUN DV A NIKÓTÍNLYFJUM
Nicotinell tyggjó 24 stk 2 mg
Nicotinell tyggjó 84 stk 2 mg
Nicotinell tyggjó 204 stk 2mg
Nicotinell tyggjó 24 stk 4 mg
Nicotinell tyggjó 84 stk 4 mg
Nicotinell tyggjó 204 stk 4 mg
Rima-
apótek
520
1673
3583
735
2360
5090
Apótekarinn
545
1790
3749
817
2445
4995
Lyija
543
1789
3746
837
2461
4915
Lyfog
heilsa
516
1758
3599
783
2374
4697
Laugames-
apótek
525
1550
3100
750
2200
4455
Árbæjar-
apótek
533
1715
3674
753
2420
5219
Selt í matvöruverslunum erlendis - ekki
hérna
Matvömverslanir víðs vegar um heiminn mega
selja nikótínlyf. Samkvæmt upplýsingum Heilbrigð-
isráðuneytisins þarf lagabreytingu til að leyfa slíkum
verslunum að selja nikótínlyf, enda sé slíkt flokkað
með lausasölulyfjum. Það er þannig auðveldara að
nálgast tóbak en tyggjó sem inniheldur nikótín.
Nicotinell munnsogst. 36 stk Img 881 875 919 920 860 904
Nicotinell munnsogst 96 stk Img 1898 2138 2097 2039 1750 2003
Nicotinell munnsogst 204 stk 1 mg Ekki til 3710 3688 3394 2900 Ekki til
Nicotinell munnsogst 36 stk 2mg 1148 1255 1499 1163 995 1142
Nicotinell munnsogst 96 stk 2mg 2644 Ekki til 2837 2821 2200 Ekki til
Nicotinell munnsogst 204 stk 2mg Ekki til Ekki til Ekki til 3599 Ekki til Ekki til
/ Nicotinell plástur 7mg 7stk Ekki til 1945 1928 1791 1750 Ekki til
r ‘ Nicotinell plástur 7mg 21 stk Ekki til Ekki tii Ekki til 5110 4490 5289
f, Nicotinell plástur 14 mg 7stk 2087 2183 2280 2068 1890 2140
Nicotinell plástur 14mg 21 stk 5896 6194 Ekki til 5708 4990 6045
Nicotineil plástur 21 mg 7 stk 2367 2586 2562 2381 1990 2427
Nicotinell plástur 21 mg 21 stk 6632 7135 7202 6572 5650 6800
Nicorette tyggjó 30 stk 2mg 700 849 889 809 695 717
Nicorette tyggjó 105stk 2mg 2108 2374 2395 2201 1990 2161
Nicorette tyggjó 210 stk 2mg 3786 3930 3936 3724 3250 3882
Nicorette tyggjó 30 stk 4mg 931 1159 1099 1078 899 955
Nicorette tyggjó 105stk 4mg 2917 3144 3298 2978 2399 2991
Nicorette tyggjó 210 stk 4mg 5180 5399 5474 5054 4490 5310
Nicorette plástur 14 stk 3952 4218 4318 3916 3490 4052
Nlcorette töflur 2mg 30stk 827 945 978 899 850 848
Nicorette töflur 2mg 105 stk 2089 2693 2685 2480 2150 2547
Nicorette innsogslyf lOmg 18stk 1330 1519 1527 1439 1250 1364
Nicorette innsogslyf lOmg 42stk 2755 2988 2898 2698 2450 2825
Nicorette nefúöi lOml 2638 2599 2998 2774 2295 2705
„Hornafjöröur rokkar þessa
dagana," segir Gísli Vil-
hjálmsson, hótelstjóri á Hótel
Höfn I Hornafirði.„Þetta er
sam- .....................
Landsíminn
verk- ’
efni okkar og skemmtiféiags-
ins þar sem heimafólk syngur
rokklög allt frá Bítlunum til
Ninu Hagen. Það ergífuleg
stemning á staðnum og fyrsta
sýningin er þann fimmtánda
þessa mánaðarog það er
strax orðið uppselt á fyrstu
fjórar sýningarnar. Sýningin
kallast„Rokk 150 ár"og verða
sýningar til 5 nóvember."
Víkingasveitin kölluð til vegna geðveiks manns
Hótaði að skjóta nágranna sína
„Þetta er dapurt mál," segir Gylfi
Sigurðsson í Lögreglunni í Hafnar-
firði.
Að kvöldi þriðjudagsins var Vík-
ingsveit lögreglunnar kölluð til
vegna hótana manns í Álfaskeiði í
Hafnarfirði. Víkingasveitarmenn
undir vopnum vom kallaðir til og yf-
irbuguðu manninn. Gylfi Sigurðs-
son hjá Lögreglunni í Hafnarfirði
segir unnið að því að koma mannin-
um á viðeigandi stofnun.
„Hann þóttist hafa byssu," segir
Gylfi. „Þetta er dapurt mál sem teng-
ist veikindum þessa einstaklings.
Víkingasveitin var kölluð til enda
maðurinn talinn ógn þar sem hann
sagðist hafa skotvopn undir hönd-
um. Það verður að gæta fyllstu var-
úðar í slíkum tilvikum."
Gylfi segir engan hafa meiðst í
aðgerðinni þó að hálfgert umsáturs-
ástand hafi myndast.
Víkingasveitin að störfum Yfirbugaöi andlega vanheilan mann IHafnarfiröi.
.jfk' - :
Eimskíp í
Noregi
Eimskip hefur keypt öll hluta-
bréf í norska flutningafyrirtæk-
inu CTG. Fyrir átti Eimskip 51
prósent í norska félaginu. For-
svarsmenn Eimskips telja að
með kaupum fyrirtækisins náist
mikil samlegðaráhrif og að þau
styrki stöðu Eimskips enn frekar í
flutningum og geymslu á frystum
og kældum sjávarafurðum.
Kaupin eru liður í stefnu Eim-
skips að verða leiðandi í ffysti-
flutningaþjónustu á Norður-Atl-
antshafi. Virði CTG er áætlað um
einn milljarður króna.