Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2005, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2005, Blaðsíða 29
W Fréttir MÁNUDACUR 10. OKTÓBER 2005 29 Auður verður fyrsti kvenkyns ráðherrann Áþessum degi árið 1970 tókAuður Auðuns við ráðherraembætti fyrst kvenna. Hún var dóms- og kirkju- málaráðherra £ ríkisstjórn Jóhanns Hafstein í tæpt ár eða allt þar til Viðreisnarstjórnin féll í kosningunum 1971. Auður fæddist á ísafirði þann 18. febrúar 1911 og lést 19. október árið 1999. Faðir hennar var Jón Auð- unn Jónsson, en hann var einnig al- þingismaður um tíma. Auður var mikill brautryðjandi í réttindabaráttu kvenna. Hún lauk lögfræðiprófi frá Háskóla fslands árið 1935, fyrst kvenna. Fimm árum síðar tók hún við starfi Jögfræðings mæðra- styrksnefndar Reykjavíkur og gegndi því starfi til 1960. Hún var forseti borgarstjórnar Reykjavíkur árin 1954 til 1959 og 1959 til 1960. Þann 19. nóv- ember 1959 varð hún svo fyrst kvenna til að taka við embætti borgarstjóra Reykjavíkur, en því embætti gegndi hún ásamt Geir Hallgrímssyni til 5. október 1960. Auður var kosin á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 1959 og sat þar í fimmtán ár. Eftir að glæstum þingferli lauk sat hún meðal annars í útvarpsráði í þrjú ár og sat Allsherjarþing Sameinuðu Auður Auðuns Tók við embætti ráðherra á þessum degiárið 1970, fyrst íslenskra kvenna. Hún var einnig fyrsti kvenkyns borg- arstjórinn IReykjavík. í dag árið 1972slettiHelgi Hóseasson skyri á alþingismenn og fleiri sem voru á leið frá Dóm- kirkjunni í Alþingishús- ið til þingsetningar. þjóðanna árið 1967. Hún var einnig formaður sendinefndar íslands á Kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna í Mexíkóborg árið 1975. Auður var atkvæðamikil stjór- málakona sem hafði raunveruleg áhrif á íslenskt samfélag. Hún ruddi braut jafnréttis með framgöngu sinni og verður ævinlega minnst fyrir glæsilega og skörulega framkomu. Úr bloggheimum Kolaportið „Ég hefverið grasekkillí dag. Fór með krökkun- um og mömmu í Kola- portið. Hjálpræðisherinn lék þar og söng á kaffi- stofunni viðstöddum til gleði. Tveir rónar upptendruð- ustmjög afflutningnum. Ég keypti Yes plötu, einhvern samtíning aftónleikaupp- tökum og sólólógum, virkar ekkert sér- staklega góð. Ég gaf Kjartani gulan vara- búning Liverpool sem þarna var til sölu á tæpan 2000 kall. Það er æfing hjá honum á morgun. Hann er að verða læs en það gerist aðallega með þvíað hann liggur i fótboltabókum, m.a. Islenskri knatt- Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar. Reykingar barna í Ingunnarsknla spyrnu. Ágúst Borgþór Sverrisson - agustborgthor.biogspot.com Niceland „Kæru Islendingar.... ....þið eruð fífl. Þessi þjóð, þetta land, og við. Engin þjóð íheim- inum er eins stolt af þvíog við að einfald- lega vera til. Við erum sí- fellt að furða okkur áþviað landiðsem við búum á hafi ekki náð að drepa okkurlgegnum árin, við erum sí- fellt að furða okkur á þvihvað við erum rfk og sniðug, hæfileikarík og fjölfróð, menningarsinnuð og mógnuð. Nútfminn hefur hinsvegar lent á okkur á 200 km hraða, við verðum að eignast allt það flottasta og dýrasta, og þegar vísareikn- ingurinn feryfír limitið þá bendum við bara á nágrannaþjóðirnar og segjum„En þeir eru llka svona"... eins og það afsaki þetta alitsaman..." Bragi Páll Sigurðarson - blog.central.is/favitinn Októberfest Já það var gaman á Októberfestígær enda varla annað hægt þegar svona skemmtilegtfólkfHá- skólalistafólk) kemur saman og drekkur bjór. Toppurinn varsvo ósmekklegasta„við- reynsla'sem hefur nokkurn tfman verið reynd við mig: Tilraun 1: Gaur: Hvað heitir þú? Ég:Auður. Tilraun 2 (10 mfnútum seinna): Gaur: Ég kannast svo geðveikt við þig... heitiru nokkuð Auður? Tilraun 3 (20 mlnútum seinna): Gaur: Mikið rosalega ertu með stór brjóst!" AuðurUlja - kommunan.is/audur Móöir nemanda íIngunnarskóla í Grafaiholti hríngdi: Ég get ekki orða bundist yfir áhyggjum mínum af því hversu margir nemendur í sjöunda og átt- unda bekk Ingunnarskóla eru byrj- aðir að reykja. Dóttir mín er í bekk þar sem allir sjöundu- og áttundu- bekkingar eru saman í tímum, sam- tals rúmlega 40 nemendur, og af þeim eru, samkvæmt dóttur minni, minnst 12 krakkar byrjaðir að reykja. Sjoppan sem er við hliðina á skólanum, Grillhöllin, hefur selt ein- hverjum af þessum krökkum sígar- ettur þrátt fyrir að það sé bannað samkvæmt lögum að selja ungling- um undir 18 ára tóbak. Dóttir mín er sem betur fer ekki byrjuð að fikta við reykingar og við hjónin gerum allt sem í okkar valdi stendur til að uppfræða hana og reyna að forða henni frá þessum ósóma. Þess vegna hringdi ég á skrifstofu skólastjóra Ingunnarskóla og bað um að fá að ræða þetta við Ingunnarskóli íGrafarholtí Þykirfyrirmyndarskólinema varðandireykingar. skólastjórann Guðlaugu Sturludótt- ur en eftir þrjú símtöl gafst ég upp því hún var aldrei við. Eg skildi eftir skilaboð til hennar en hún hefur ekki sýnt þessu neinn áhuga. Þetta er fyrirmyndarskóli, mjög flottur, og er ég mjög ánægð með kennsluna sem dóttir mín fær þar og kannski þess vegna er ég hissa á áhugaleysi skólastjórnarinnar að sinna ekki þessu máli. Hvet ég þess vegna alla foreldra til að vera vak- andi gagnvart því hvort börn þeirra eru að fikta við reykingar og jafn- Börnin reykja Móðir nemanda hvetur skólastjórann til að bregðast við reykingum nemenda. framt hvet ég skólastjðrann til að gera eitthvað í málinu, þetta er að mínu mati mjög alvarlegt mál. Ingveldur Sigurðardóttir skrifarum tónlistar og ráðstefnuhús. Sparið flott- ræfilsháttinn Það eru meiri ósköpin hvað við verðum að fara fram úr okkur á öll- um sviðum. Nú er það tónlistarhúsið og allt sem því viðkemur sem á að troða einhvers staðar þar sem ekkert pláss er fyrir það nema með því að rífa fullt af húsum með ærnum til- kostnaði. Ég sé á hverjum degi land- svæði hér í borginni sitt hvoru megin við Elliðaárdalinn þar sem er nóg landrýrni og margir fallegir staðir sem gætu vel verið ákjósanlegir. Mér er líka óskiljanlegt af hverju þarf að hafa stórt hótel á sama stað og sé heldur ekki að það fari endi- lega saman. Þó svo að nota eigi hús- - CSSmL^l W ið fyrir ráðstefn- ur, þá er ekki spp ur.þáerekki \ !l .,i£ endileganauð- \_SÉÉL_L__ synlegt að hafa Vond mál í Menntaskólanum á Isafirði Flottræfilsháttur Ingvelduróttastað tánlistarhúsið verði enn einn bagginn á rikisspenann. Menntaskólakennari í Reykjavfk skrifar. Ég get nú ekki lengur orða bundist. Hvað ætlar mitt stéttarfélag, Kennara- samband íslands, lengi að halda áfram þeim gjömingi sem raun ber vitni varðandi mál kennara . Menntaskólans á ísa- ^fJrði?Égheffylgstmeð \máli Ingibjargar Inga- jdóttur enskukennara ' gegn Ólínu Þorvarðar- ídóttur skólameistara. Ólína Þorvarðar- dóttir Mennta- skólakennari í Reykjavíktekurupp hanskann fyrirhana. Satt að setja er ég furðu lostinn yfir málefhafátækt formanns félags okkar í því að verja gjörðir Ingibjargar. Nýj- asta dæmi þess er þegar hann virðist Lesendur ekki sætta sig við niðurstöður mennta- málaráðuneytisins eftir yfirferð á enskuprófum Ingibjargar, ef marka má frétt á vefhum bb.is á ísafirði. Þar er einnig gefið í skyn að skóla- meistari hafi „Iekið" trúnaðarupplýs- ingum þrátt fyrir að blaðamaður bb.is segi annað. Ef rétt er að Ingibjörg hafi haft rangt við í umræddum prófurn og það ekki bara einu sinni - heldur tvisvar, er það heldur bágborinn mál- staður að verja fyrir forystu Kennara- sambandsins. Þá má spyrja sig hvort það sé réttlætanlegt að félagsgjöld okkar kennara séu notuð til málarekst- urs af þessu tagi, því ég tel líklegt að lögfræðikostnaður Ingibjargar sé greiddur af félaginu. Ég hálfskainnuisi mín fyrir að vera framhaldsskólakenn- ari og þurfa að verja þessa vitleysu þarna fyrir vestan. Það er allavega lág- markskrafa að talsmenn okkar fari með rétt mál, því ef marka má umfjöll- un á bb.is um þetta mál, virðist for- maður Kennarasambandsins fara með rangt mál ítrekað. Það er ekki vænlegt til að bæta ímynd okkar kenn- ara. Þótt sjálfur sé ég kennari vil ég ekki að gengið sé yfir öll velsæmis- mörk í því að verja vondan málstað. Rétt skal vera rétt. hóteláfastvið. Ég erfarinaðhræð- ast þessi óskapar áform um hotel- byggingar. Og svo yrði þetta hús í eigu ríkisins. Ef það ætti að vera eins og Þjóðleikhúsið, þá er kominn stór baggi á ríkisspen- ana enn einu sinni sem myndi skapa þá kvöð að það yrði alltaf að hlaupa undir bagga ef illa gengL Það er að vísu gott að vera stórhuga en ekki endilega á kostnað okkar skattborg- ara. Vlð getum ekki tekið meira á okkur. Svoskapast smáríki í rikinu sem ná öllu út sem þeir vilja, eins og Flugleiðir sem eiga orðið nánast allar sérleyfisleiðir landsins og eru þess vegna að verða einokarar. Þeir hafa verið rikisstyrktir tíl þess. Það er ekki lítill rfkisstyrkur að fá öll leyfi rétt upp í hendumar. Sama er uppi á teningnum með tónlistar- og ráð- stefnumiðstöð. Vill jafnræði með foreldrum „Það er gaman að sjá að stjórn- völd fara eftir tillögum félagsins," segir Garðar Baldvinsson, for- maður Félags ábyrgra feðra. Dómsmálaráðherra mun leggja fram frumvarp á Alþingi á næst- unni um breytingu á lögum um forsjá í kjölfar skilnaðar þar sem leitast verður við að rétta stöðu foreldra sem skilja. „Það mun taka að einhverju leyti tillit til okkar tillagna, eri aðallega eftir tillögum forsjár- nefndar sem var skipuð af dóms- málaráðherra. Það er alltof mikið um að það halli verulega á annað foreldrið þótt um sameiginlega forsjá sé samið. Það er aðallega vegna lagalegrar stöðu þess for- eldris sem hefur lögheimili barnsins, því það foreldri fær barna- og húsaleigubæturn- ar á meðan hitt foreldrið borgar meðlag, jafnvel þótt „Það er alltofmikið um að það halli verulega á annað foreldrið." það sé með barnið 30-50% af tím- anum. Auðvitað þarf það foreldri samt sem áður að fæða og hýsa barnið þann tíma, en lögin taka ekki tillit til þess." Garðar segir að þjóðfélagið hafi tekið töluverðum breyting- um í kjölfar stofnunar félagsins árið 1997. „Við höfum verið að fetta fingur út í starfsemi stjórn- valda eins og sýslumannsemb- ættin og dómsmálaráðuneytið og fundið fyrir gerbreytingu í vinnu- brögðum þessara stofnana. Það er hið besta mál, en betur má ef duga skal. Við viljum að ágrein- ingsmál um forsjá verði leyst á áhrifaríkari og hraðvirkari máta en nú er gert. Það eru dæmi um að svona mál hafi tekið allt að þrjú og hálft ár í kerfinu og feður jafnvel ekki séð börnin í þann tíma. Við vonum að skýrsla sem Hannes Hlífar gerði um daginn veki menn líka til umhugsunar um slæma stöðu einstæðra for- eldra sem Ienda í ágreiningi við fyrrverandi maka." GarðarBaldvinssoner^^^ Vestur-fslendinga núna í nóvember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.