Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2005, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2005, Qupperneq 13
DV Fréttir LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 13 KB banki takmarkar við mat íbúðar „Við fylgjumst með markaðnum en engin ákvörðun hefur verið tekin," segir Friðrik Halldórsson, fram- kvæmdastjóri viðskiptabankasviðs KB banka um að- gerðir Landsbankans. Þar er hægt er að fá allt að 100% lán ef um íbúðakaup einstaklinga til eigin nota er að ræða á þéttbýlissvæðum þar sem KB banki starfar og þarf þinglýstur kaupsamningur að liggja fyrir. 100% lán verða afgreidd í tveimur flokkum, annars vegar sem 80% af kaupverði sem KB íbúðalán og síðan 20% viðbótarlán. Láns- tími á viðbótarláninu er hámark 10 ár en það ber sömu vexti. Lántaki sem sækir um lán umfram 80% þarf að hafa verið við- skiptamaður bankans í að minnsta kosti eitt ár og hafa góða greiðslu- getu. Ekkert hámark er á láns- fjárhæð íbúðalána, en fjár- hæðin takmarkast af verð- mati íbúðar og getur ekki verið hærri en samtala brunabótamats og lóðamats. Friðrik Halldórsson hjá KB banka Bankinn takmakarián við samtölu brunabótamats og ióðamats. Því erskipt upp í íbúðar- og viðbótaián. íslandsbanki veitir 100% lán V, „Við fylgjumst með markaðnum og skoðum okkar útlána reglur reglulega. Við höfúm ekki tekið neinar ákvarðanir um breytingar á þeim reglum. Við byggjum ákvarðanir okkar meðal annars á greiðslumati einstaldinga. Bankinn telur sig veita ábyrga ráðgjöf í útlánum svo viðskiptavinurinn viti hvað hann er að takast á við. Svo lengi sem viðskipta- vinir standast þau ákvæði sem bankinn setur er ekki neitt því til fyrirstöðu að veita 100% lán," segir Vala Pálsdóttir, upplýsingafulltrúi íslandsbanka. Bankinn býður upp á 100% húsnæðislán sem eru ætluð þeim sem eru að kaupa fasteign. Lánin eru ekki veitt til endurfjármögnunar. 1. veðréttur er skilyrði lánsveitingar. Lánin er hægt að greiða upp án gjalds þegar vextir koma til endurskoðunar. Lántaki þarf að vera í Vildarþjónustu íslandsbanka og standast greiðslumat bankans. 100% húsnæðislán eru allt að 25 milljónir og miðast við markaðsvirði en ekki brunabótamat. Ef markaðsverð er hærra en brunabótamat býðst viðskiptavinum viðbót- arbrunatrygging fyrir mismuninum. Vala Pálsdóttir hjá íslands- banka Bankinn veitir 100% lán að 25 milljónum. 1. veðréttur er þó skilyrði og lánin eru ekki veitt til endurfjármögnunar. V /* V. - 80% „Við breyttum þessu um síðustu mánaðamót og aðr- ir sparisjóðir fylgdu í kjölfarið," sagði Ólafur Haralds- son, framkvæmdastjóri hjá SPRON, um þá aðgerð spari- sjóðsins að lækka hámarkslán niður í 80%. „Þetta er í takt við þá umræðu um aðhald sem hefur farið fram í þjóðfélaginu." Hjá SPRON bjóðast 4,15% vextir á húsnæðislánum hvort heldur menn eru í öðrum viðskiptum við sparisjóð- inn eður ei. Lánin eru veitt gegn 1. veðrétti í fasteign á höf uðborgarsvæðinu til allt að 40 ára. Hægt er að greiða upp lánin hvenær sem er, uppgreiðslu- gjald er 2%, en hægt er að greiða lánið upp án kostnaðar komi til endurskoðunar vaxta, sem er mögulegt á 5 ára fresti. Lánshlutfall getur aldrei orðið hærra en 80% af markaðsvirði og 100% af bruna- bótamati, en í tilvikum þegar brunabóta- mat er lægra en kaupverð er hægt að kaupa viðbótartryggingu. Leggja skal fram verðmat fasteignar frá löggÚdum fast- eignasala vegna endurfjármögnunar. Ólafur Har- aldsson hjá SPRON Lánshlutfall hjá SPRON getur aldrei orðið hærra en 80% af markaðsvirði eða 100% af brunabótamati. Hámarkslán 15,9 milljónir hjá íbúðalánasjóði „Við bjóðum úpp á 90% lán en þau geta ekki orð- ið hærri en 15,9 milljónir. Sá möguleiki er hins vegar í boði í gegnum ibuðalan.is að fólk getur fengið við- bótarlán hjá SPRON upp að 26 milljónum og 80% veð- setningarhlutfalli," sagði Hallur Magnússon, sviðs- stjóri þróunarsviðs íbúðalánasjóðs, í samtali við.; gær. Hann sagðist jafnframt telja ákvörðun Landsbankans eðlilega í ljósi stöðunnar á markaði. „Það sem við höfum fram yfir aðra er að það er ekkert uppgreiðslugjald hjá okk- ur. Hjá flestum öðrum lánastofnunum er það 2% og það getur munað um minna," sagði Hallur. DV Hallur A/lagnússon hjá fbúðalánasjóði Hámarkslánshlutfall er 90% af markaðsvirði en lán getur ekki orðið Réðust á stefnuvott í Kópavogi Skilorð fyrir brot gegn valdstjórninni Ólafur Vilberg Sveinsson og Stef- án Axel Stefánsson voru í gær dæmd- ir til skilorðsbundinnar fangelsisvist- ar fyrir að hafa veist að Kristjáni Ólafssyni, stefnuvotti Sýslumannsins í Kópavogi, þegar hann gerði tilraun til að birta Mörtu Kristínu Sigurjóns- dóttur, sambýliskonu Stefáns, fyrir- kall til mætingar í Héraðsdóm Reykjavíkur. Stefán var dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi og Ólaf- ur Vilberg í 30 daga. Fullnustu refs- ingar var frestað í eitt ár og fellur nið- ur haldi þeir skilorðið. Samkvæmt dómnum voru máls- atvik sú að Kristján fór í félagi við annan stefnuvott að einbýlishúsi Stefáns við Hlíðarhjalla til að birta Mörtu Kristínu fyrirkallið. Kristján hafði komið nokkrum sinnum áður með fyrirkall og í þetta sinn var hon- um sagt að skilja stefnuna eftir, þó svo að Marta Kristín veitti henni ekki viðtöku. Kópavogur Stefnu- votturinn Kristján Ólafsson var við vinnu sina i Kópavogi þegar árásin áttisérstaö. Þegar Kristján knúði dyra lenti hann í orðaskaki við Mörtu Kristínu og Stefán og neituðuþau að tekið yrði við birtingu fyrirkallsins. Kristján fór þá að fyrirmælum og skildi fyrirkallið eftir. Stuttu eftir það gekk Stefán á eftir hon- Ólafur Vilberg Sveinsson Var ásamt Stefáni Axel Stefánssyni dæmdur i skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni, \ eða öllum þeim sem vinna fyrir lögreglu eða sýslumenn. um og setti fyrirkallið inn á hann. Stuttlega eftir það kom Kristján stefnunni inn fyrir dyrastafinn og taldi Stefán að litlu hefði mátt muna að hún færi í höfuð ungs sonar hans. Eftir það fór hann á eftir Kristjáni, tók hann hálstaki fyrir utan húsið og keyrði hann niður. Hann og Ólafur Vilberg drógu hann síðar inn í húsið. í dómsorðum segir að atlagan að Kristjáni hafi verið gróf. Þar er einnig tekið fram að óhóflegur dráttur hafi orðið á rannsókn málsins og vinnslu við það hjá ákæru- valdinu en 28 mánuðir liðu frá upphafi þess og fram tii útgáfu ákæru. Dómari taldi hann ámælisverðan. gudmundur@dv.is Valið fæðubótarefni ársins 2002 í Finnlandi MinnistöfUtr & ; M FOSFOSER MEMORY Umboðs- og söluaðili sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkiaska Umboðs- og sötuaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is BETUSAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.