Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2005, Page 15
DV Fréttir
Halda lífií
veiku barni
Foreldrar Charlotte,
tveggja ára gamaUar stúlku í
Bretlandi, fengu ógiltan
dóm hæstaréttar þess ehtis
að læknar ættu ekki að lífga
barn þeirra við ef það færi í
hjartastopp. Stúlkan er fyrir-
buri og fæddist með alvar-
lega galla á hjarta, lungum
og nýrum og hefur verið svo
til alla sína ævi á spítala.
Foreldrar stúlkunnar fögn-
uðu því á tveggja ára afmæl-
isdegi Charlotte að haldið
yrði lífi í henni.
Spánverjar lít-
ið nettengdir
Samkvæmt könnun á
vefnotkun Spánverja sem
birtist í dagblaðinu E1 Pais,
vafra eingöngu 37% Spán-
verja um veraldarvefinn að
staðaldri. 63% sögðust ekki
nota vefinn af fjárhagslegum
ástæðum eða vegna áhuga-
leysis. Þá kom fram að af
þessum 63% sem nota ekki
vefinn, eru 59% yfir fimm-
tugt. Mun fleiri vefvafrarar
eru í öðrum Evrópulöndum
og kann skýringin á þessu
áhugaleysi Spánverja á ver-
aldarvefnum að vera sú að
þeir kjósi frekar að vera úti í
sólinni eða á hverfisbamum
en að sitja fyrir framan
tölvu.
Ölvunarakst-
ur úr sögunni
í Svíþjóð er hægt að
kaupa tæki sem bflstjórar
geta notað til að mæla
hversu mikið áfengi þeir
eru með í blóðinu áður
en þeir keyra af stað. Ef
magnið fer yfir lögleg
áfengismörk startar
bfllinn ekki og engin
leið er að starta honum
lengi á eftir. Bflstjórinn
sest undir stýri, blæs í
tækið sem er tengt við
startarann og ef ekkert
áfengi mælist startar
bfllinn, annars ekki.
Tækið kostar 250 þús-
und krónur.
Tvöfalda
girðinguna
Spænsk yfirvöld hafa
tvöfaldað hæð girðingar
sem girðir af
spænska yfir-
ráðasvæðið
Melilla í Mar-
okkó. í síðustu
viku fóru hund-
ruð flóttamanna
yfir gömlu girð-
inguna. Nokkrir
létust og margir
særðust. Spænsk stjórnvöld
eru ráðalaus gagnvart
ljölda innflytjenda sem
reynir að komast inn í
landið.
€
ÍSLENSK
£
&
ÖTS
VPA
KJ
¥
IÞAC
VETRAR
www.lambakjot.is
ISLENSK
GARÐYRKJA
- okkar allra vegtia!
MeilsflóK
vettt
- neó töenskrt kjctsvpv ó, ncf’$vn
Gerðu það að hefð að elda kjötsúpu á fyrsta vetrardag. Eldaðu kjötsúpu í stórum potti og hóaðu ivini og vandamenn. íslenska grænmetið
gefur kraft og bragð, hikið ekki við að nota það grænmeti sem ykkur lystir.
1 kgsúpukjöt
l,8lvatn
1 msksalt, eða eftirsmekk
1-2 msksúpujurtir
V2 laukur, saxaður smátt
500 ggulrófur
500 gkartöflur
250ggulrætur
100 ghvítkál [má sleppa)
nýmalaður pipar
hrísgrjón IV2 dl
haframjöl V2 dl (má sleppa)
Kjötið e.t.v. fituhreinsað að hluta og síðan sett í pott, vatninu hellt yfir og hitað að suðu. Froða fleytt ofan af, saltað og súpujurtum, lauk og
hrísgrjónum hraert saman við. Soðið í um40 mínútur. Á meðan eru gulrófurnar afhýddar ogskornar íbita, kartöflurnar afhýddar ogskornar í helminga
eðafjórðunga,efþærerustórar,oggulræturnarskafnarogskornaríbita.Settútíogsoðiðíl5mínúturtilviðbótar. Káliðskorið ímjóarræmur, settút
í ogsoðið í um 5 mínútur, eða þartil allt grænmetið er meyrt. Um leið er haframjölið sett ef á að nota það. Smakkað ogbragðbætt með salti ogpipar, ef
þarf. Kjötið er ýmist borið fram í súpunni eða með henni á sérstöku fati.
Ýmislegt annað grænmeti má hafa í súpuna, svo sem blómkál, sellerí eða grænkál. Ágætt er að sjóða rófurnar og kartöflurnar sér í potti. Ef afgangur
verður þá ergott að muna að mörgum finnst kjötsúpan langbest þegarhún er hituð upp í annað eða þriðja sinn. Verði ykkur að góðu!