Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2005, Side 17
JSV Sport
LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 17
Sigurvin samdi
viðFH
Sigurvin
Ólafsson, knatt-
spyrnumaður frá
Vestmannaeyj-
um, hefur gengið
til liðs við Is-
landsmeistara
FH. Sigurvin samdi við FH-
inga til tveggja ára en hann
hefur verið samningslaus frá
því að stjórn KR ákvað að
leysa hann undan sínum
samningi í haust. Sigurvin
hefur þar að auki leikið fyrir
Fram og ÍBV auk þess sem
hann var á mála hjá Stuttgart
í Þýskalandi á sínum tfma.
14.00 Man. Utd. -
I Tottenham í beinni á
Enska boltanum.
14.00 Tvíhöfði í DHL-
deild karla og kvenna f
Laugardalshöllinni.
Fríttinn.
16.00 Haukar-Gorenje
___ VelenjeíMeistaradeild-
...« úmi f handbolta á Ás-
völlum og í beinni á
Sýn.
16.15 Stjaman-FH í
DHL-deild karla. Upp-
gjör vonbrigðarliðanna.
16.15 Vfldngur-FH í
DHL-deiId kvenna.
16.15 Portsmouth -
Charlton í beinni á
Enska boltanum.
17.15 Grindavík-ÍS í
Iceland-Express deild
kvenna.
19.50 Barcelona-Osas-
S&P
una í beinni á Sýn.
Úrúgyæmaðurinn Diego Forlan fékk uppreisn æru á síðasta tímabili þegar
hann skoraði 25 mörk með Villarrreal í spænsku úrvalsdeildinni og varð
markakóngur á Spáni. Eftir markaleysi hjá Manchester United var
hann búinn að finna skotskónna en þessar vikurnar gengur ekk-
ert upp hjá honum við mark mótherjanna.
Skotskór Diego Forjao t
Hetor ekki skorað 168
Það hafa flest allir knattspyrnumenn sýnar skoðanir á Úrúgvæ-
manninum Diego Forlan sem mistókst að sanna sig hjá
Manchester Uriited í ensku úrvalsdeildinni en varð síðan
markakóngur á sínu fyrsta tímabili á Spáni. Forlan skoraði 25
mörk í 38 leikjum með spútnikliði Villarreal á síðasta tímabili
og hjálpaði liðinu í að komast í forkeppni Meistaradeildarinn-
ar. Það sem af þessu tímabili hefur þó lítið farið fyrir Forlan í
framlínu liðsins og nú er svo komið að hann hefur ekki skorað
í átta leikjum í röð.
Flestir bjuggust kannski ekki við
að heyra mikið meira frá Diego
Forlan þegar þessi úrúgvæski
landsliðsmaður yfirgaf Old Trafford
og fór suður á bóginn síðasta haust.
Hjá Villarreal fann hann sér hins-
vegar langþráðan samastað og
sýndi það á sínu fyrsta tímabili á
Spáni hversu hann er megnugur.
Nú er allt farið í sama farið og For-
lán er kominn með spænsku press-
una og heita stuðningsmenn á bak-
ið enda allir knattspyrnuáhuga-
menn á Spáni farnir að telja þá leiki
og þá mínútur sem eru síðan að
Forlan fann leiðinni í net-
möskvanna síðast. Það eru líka
liðnar 689 mínútur síðan að Forlan
skoraði og síðasta markið hans er
jafnframt það eina sem hann hefur
skorað í 28 skottilraunum sínum í
bæði spænsku úrvalsdeildinni sem
og í Meistaradeild Evrópu. Eitt
mark á 734 mínútum og 4%
skotnýting eru tölur sem sóknar-
maður skammast sín fyrir.
Mörk Forlán á síðasta tímabili
áttu mikinn þátt í að Villarrael náði
óvænt þriðja sætinu og var á undan
liðum eins og Deportivo, Valencia
og Sevilla en líkt og hjá Forlan þá
gengur ekki eins vel hjá liðinu það
sem af er þessu tímabili. Villarreal
er sem stendur í 9. sæti deildarinn-
ar með 9 stig eftir sjö leiki en hefur
aðeins unnið 2 leiki. I Meistara-
deildinni er liðið líka enn án sigurs
og Villarreal-menn hafa því bara
fagnað sigri í 2 af 10 leikjum tíma-
bilsins
Það liðu mest 448 mínútur milli
marka hjá Forlan í fyrra en hann
skoraði þá ekki í heilar sex vikur og
markaþurðin hófst eftir sigurleik
gegn Numanja 24. október og lauk
um miðjan desember. Þegar nýja
árið rann í garð héldu honum hins-
vegar engin bönd og hann raðaði
inn mörkun allt til enda þess þegar
hann skaust framfyrir Kamerúnan
Samuel Eto’s á lokasprettinum í
baráttunni um gullskóinn. Það er
ekki eins og einhver hafi tekið upp
hanskann fyrir Forlan því nú er það
aðeins Argentínumaðurinn Juan
Roman Riquelme sem hefur skorað
meira en eitt mark fyrir Villarreal í
íyrstu sjö deildarleikjunum en hann
hefur skorað tvö mörk.
Síðasta mark Forlan á þessu
tímabili kom í 1-2 tapleik gegn Osa-
suna 28. ágúst á opnunardegi
spænsku deildarinnar en það mark
kom nákvæmlega ári eftir en hann
gekk til Villarrreal-liðsins. Síðan þá
hefur Forlan farið markalaus í
gegnum leiki gegn Seville, Cadiz,
Celta, Espanyol og Athletic í
spænsku deildinni og hefur heldur
ekki skorað í Meistaradeildinni þar
sem Villarreal hefur gert jafntefli í
öllum þremur leikjum sínum gegn
Manchester United, Lille og Ben-
fica.
„Það var erfitt að yfirgefa
Manchester því þetta er svo frábært
félag en ég fékk ekki að spila nægi-
lega mikið og ég sóttist eftir að spila
leiki reglulega,” sagði Forlan um
kringumstæðurnar að hann yfirgaf
United í fyrra en örlögin sáu til þess
að gamla og nýja lið hans drógust
saman í Meistaradeildinni. Eftir
TÍMABILIÐ f HNOTSKURN:
Spænska deiidin:
Leikir
Mínútur spilaðar
Mörk skoruð
Stoðsendingar
Skot
Skotnýting:
Meistaradeildini:
Leikir
Mínútur spilaðar
Mörk skoruð
Stoðsendingar
Skot
Skotnýting:
Samanlagt:
Leikir
Mínútur spilaðar
Mörk skoruð
Stoðsendingar
Skot
Skotnýting:
6
470
1
20
5%
5
264
0
0
8
0%
9
734
1
0
28
4%
Ekkert gengur upp Diego Forl-
an hefur aðeins skorað 1 marká
734 minútum á þessu timabiH og
ísíðustu átta leikjum hefurhon-
um verið aigjöriega fyrirmunað
að skora.
%o
gegn
Manchest
er United
Meistara-
deildinni
á dögun-
um talaði
Forlan
líka um
það í létt-
um tón að
hann hafi
verið að
spara mark-
ið þar til í seinni
leiknum á Old Traf-
ford. „Því miður fékk
ég aðeins eitt tækifæri
og vonandi á ég mark-
ið bara inni á Old Traf-
ford,“ sagði Forlan eftir
leikinn en seinni leik-
urinn fer ekki fram 22.
nóvember eða eftir einn
mánuð. Verði Forlan
ekki búinn að brjóta
markamúrinn sinn fyrir
þann leik þá er allt eins lík-
legt að hann verði ekkert í ;
liðinu þegar spænska liðið
heimsækir Leikhús
draumanna.
c- \ ...
m
Afkoma íslenskra getrauna hefur aldrei verið betri en á árinu
2004 en salan fór yfir 500 milljónir:
Getraunaárið 2004
gert upp Bergsveinn
Sampsted, framkvæmda-
stjóri Islenskra getrauna
gladdist yfir góðu get-
raunaári ásamt þeim Ell-
erti B. Schram forseta ISl
og Stefáni Konráðsyni
framkvæmdastjóra ÍSl og
stjórnarformanni i stórn
Islenskra getrauna.
íslenskir íþróttaáhugamenn voru
duglegir að „tippa" á síðasta ári en
íslenskar Getraunir birtu sölutölur
sínar í vikunni. Afkoma fslenskra
getrauna hefur aldrei verið betri en á
árinu 2004 en sala á getraunum og í
Lengjunni fór í fyrsta sinn yfir 500
milljónir á einu ári og var alls 517
milljónir á síðasta ári.
I fréttatilkynningu frá Islenskum
getraunum segir. „Starfsemi ís-
lenskra getrauna miðar ekki að því
að fyrirtækið safni sjóðum, utan
eðlilegs varasjóðs, heldur er mark-
mið fyrirtækisins að skila hagnaðin-
um út til íþróttahreyfingarinnar. Það
er því afar ánægjulegt að geta nú af-
hent sölufélögum getrauna alls kr.
15.5 milljónir króna á aðalfundi ís-
lenskra getrauna. Ljóst er að þeir
peningar koma sér vel í því mikil-
væga starfi sem íþróttafélögin eru að
vinna," segir í umræddri tilkynningu
en fyrir þennan sölubónus voru heit
og sölulaun til íþróttafélaga alls orð-
in 67 milljónir.
Peningarnir dreifast þó ekki jafnt
heldur er úthlutað til félaga eftir
söluárangri þeirra á síðasta ári og
þrjú félög voru áberandi duglegust
og náðu því að fá yfir fimm milljónir
frá íslenskum getraunum. Þessi fé-
lög eða héraðssambönd voru ÍFR
(8,4 miiljónir), Brokey (6,6) og KR
(5.0). Stjóm íslenskra getrauna
ákvað ennfremur að veita viður-
kenningu til tveggja einstaklinga
sem hvor með sínum hætti hafa sett
andlit á getraunastarfið í landinu og
þar með eflt félagsstarf. Þetta vom
þeir Bjami Felixson íþróttafrétta-
maður og Guðbrandur Stígur
Ágústsson, umsjónarmaður KR-get-
rauna. Bjarni var einn af upphafs-
mönnum íslenskra getrauna á ís-
landi en Guðbrandur hefur haft um-
sjón með getraunastarfi KR síðast-
liðin 6 ár.
Tiska, tíðarandi, Airwaves, blaðauki um böm
Öfiugasta sjónvarpsdagskráin m