Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2005, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2005, Qupperneq 44
44 LAUCARDACUR 22. OKTÓBER 2005 Helgarblað DV í fórum Landsbókasafnsins er aö finna handrit að sjálfsævisögu Láru miðils, skrifað af henni sjálfri. Páll Ásgeir Ás- geirsson blaðamaður skoðaði handritið og hefur nú tekið saman bók um r~"— Láru sem dæmd var fyrir svika- starfsemi en hélt þó ótrauð j á r afram að halda miðilsfundi. Bókin Játningar Láru miðils varpar nýju ljósi á ævi og störf Láru. Afkomendur Láru hafa þó ekki tekið skrifum Páls sérstaklega vel enda við- kvæmt mál í margvíslegum skilningi. Páll telur að saga Láru sé hafin yfir það að liggja í þagnar- gildi heldur sé málareksturinn og allt sem hon- um tengdist hluti af menningu og réttarfars- sögu þjóðarinnar. , ,K Ás«;riKsso\ - lÁTNINGAR LARU MIÐILS „Ég vissi auðvitað það sem hafði komið opinberlega fram um Láru," segir Páll Ásgeir. „Ég hafði lesið um hana í Öldinni okkar og þegar við Bjarni Guðmarsson skrifuðum bók- ina Ekki dáin - bara flutt árið 1996, þar sem við fjölluöum um spírit- isma á íslandi, hafði ég tal af fólki sem þekkti hana. Þá vakti það áhuga minn og forvitni hvað allir virtust hafa sína eigin mynd af henni. Þegar ég frétti svo af handrit- inu fannst mér ákaflega áhugavert að til væri óútgefin ævisaga þessar- ar konu sem hún hafði skrifað sjálf. Handritið reyndist mjög merkilegt og þar segir Lára frá lífi sínu, sjálfri sér og samferðamönnunum af miklu miskunnarleysi og óvægni. Mitt fyrra álit á henni, að hún hlyti að hafa verið manneskja sem virtist auðvelt að setja í ákveðna skúffu, var einfaldlega ekki rétt. Þrátt fyrir -vrfiöar aðstæður í uppvextinum og seinna í samfélaginu var ekki hægt að setja á hana ákveðinn merkimiða og ég verð að viðurkenna að þrátt fyrir að hafa legið í þessu handriti er Lára mér ennþá dálítil ráðgáta." Fórnarlamb í margvíslegum skilningi Það kom Páli Ásgeiri líka á óvart hversu handritið var vel skrifað. „Kannski kemur það upp um ein- hvetja fordóma en það kom mér á óvart miðað við að hún fékkst aldrei við skriftir. Handritið er oft mjög * skemmtilega stílað, nútíminn myndi trúlega segja að þama væri mann- eskja sem hefði góðan aðgang að tii- finningum sínum. Lára lætur í ljós mjög sterkar tilfinningar eins og ást, reiði og eftirsjá og gerir það vel." Páll Ásgeir segir að þótt Lára setji sig hugsanlega óþarflega oft í stöðu fórnarlambsins í sögu sinni hafi hún vissulega verið fómarlamb í margvíslegum skilningi. „Það er hins vegar stigsmunur á því að vera fómarlamb og píslarvottur," segir hann. „Mér finnst hún stundum falla í þá gryfju að útmála sig sem '■píslarvott í kringumstæðum sem manni sýnist af öðmm gögnum að hún hafi sjálf komið sér í. Hún beit- ir líka alls kyns stílbrögðum til að ná til lesandans, er lagin við að nota náttúmna til að koma ákveðnum boðum til skila og notar alls konar skemmtileg trikk." f Efast um miðilshæfileika Láru Þótt Páll Ásgeir sé áhugamaður um spíritisma er hann efasemda- maður og efast um miðilshæfileika Lám. „Hún lætur sjálf að því liggja á nokkmm stöðum að hæfileikar hennar hafi ekki verið raunvemleg- ir. Mér finnst hún líka gefa í skyn að erfiðar kringumstæður og fátækt hafi leitt til þess að hún fór að veita þessa þjónustu og hún hafi jafnvel bara verið að anna eftirspurn. Þrátt fyrir að hún segi í handriti sínu að hún hafi verið skyggn sem bam og átt samskipti við huldufólk er ég ekki sannfærður. Við höfum fólk meðal okkar í dag sem sér huldu- fólk, en við höfum þó enn engar T>ær sannanir að allir leggi trúnað á. Þetta verður því áfram í myrkrinu." Hann segist þó meðvitaður um það vegna starfs síns og aldurs að sannleikurinn sé ekki svartur eða hvítur. „Það getur hver og einn reynt á sjálfum sér að spyrja nokkra fjölskyldumeðlimi út í atburði sem hann veit að allir vom viðstaddir. Það em kannski liðin tíu, tuttugu ár síðan og útgáfumar verða jafri marg- ar og einstaklingamir em margir." Útgáfa bókarinnar hefði kippt fótunum undan Láru Eftir að Lára hlaut dóm fyrfr svik á miðilsfundunum í Reykjavík flutti hún til Akureyrar þar sem hún hélt áfram að starfa sem miðill og naut mikillar virðingar. „Það er einmitt mjög merkilegt," segir Páll. „Það er líka áhugavert að hún skuli fáum árum eftir að hún hlýtur dóminn skrifa þetta handrit og ætla það til útgáfu. Það sem hún segir í handritinu hefði að mínu mati kippt fótunum undan starfi hennar sem miðils." Spurður hvort Lára hafi ömgg- lega ætlað handritið til útgáfu segir Páll allt benda til þess. „Á titilsíðu handritsins á Lands- bókasafrii er orðsending frá Sigurði Benedikstssyni, sem færði þetta í letur fyrir hana, og þar kemur ffarn hvar væntanlegir útgefendur eigi að fá myndir. Sigurður er líka búinn að tala við Lám sjálfa um myndir og þar er nairi Víkingsútgáfunnar nefnt. Það er því alveg ótvírætt að þetta handrit var ætlað til útgáfu. Það að handritið var aldrei gefið út eykur enn á leyndarhjúpinn sem loðir við þetta mál. Það er svoh'tið erfitt að greina sundur hvað er satt og hvað em þjóðsögur í kringum handritið en ljótustu sögumar sem ég hef heyrt er að einhvem tíma við einhverjar kringumstæður hafi til- vist þess verið notuð til að kúga fé út úr fólki. Ég veit ekkert hvað er hæft í þessu. Einn af þeim sem em hand- gengnir handritinu og hefur hand- leikið það oft af því að það var varð- veitt á hans æskuheimili, sagði mér að útgefandinn hefði af tillitssemi við suma sem em nefndir í bókinni ekki viljað gefa það út." Öðrum þræði vargur og óhemja Samkvæmt því sem Sigurður Bendiktsson segir á titilsíðunni er trúlegt að handritin hafi verið fjög- ur. „Lára átti eitt sjálf og ég tel mig vita að það hafi veri brennt. Annað átti Gylfi Þ. Gíslason og eintakið sem er á handritadeild Landsbóka- safnsins kom úr skjalasafni Sigurðar Norðdals. Fjórða eintakið að hand- ritinu komst nýlega í eigu blaða- konu í Reykjavík úr fómm ömmu hennar sem hafði mikinn áhuga á sálarrannsóknum og þekkti Lám persónulega." Páll Ásgeir segir aldrei hafa kom- ið til greina að gefa handritið út á bók þar sem á því sé höfundarrétt- ur. „Ég stóðst samt ekki að gefa út bók um Lám þar sem handritið var gefið kvaðalaust á handritadeild Landsbókasafns. Það má því nota það með öðmm heimildum. Annað sem gerir þetta áhugavert er að mér var hleypt í málsskjölin frá réttar- höldunum, sem höfðu verið lokuð fram að því. Það varpaði aftur nýju ljósi á það sem Lára segir sjálf og fyllti í ýmsar gloppur." Sagan um Lám miðil svarar þó ekki fleiri spurningum en hún vekur og Páll sjálfur segist ekki endilega botna neitt í manneskjunni Lám. „Öðmm þræði virðist hún hafa ver- ið talhlýðin og auðvelt að fá hana til að taka þátt í öllu mögulegu. Hins vegar virðist hún hafa verið vargur og óhemja. Hún gefur það í skyn að lífið hafi gert hana þannig en það fer að minnsta kosti hvergi miUi mála að hún hefur verið verið gædd mUd- um persónutöffum. Ég held hún hafi átt mjög auðvelt með að hrífa fólk með sér og það hefur trúlega fylgt henni mikiU sannfæringar- kraftur." Grimmd kerfisins ólýsanleg Ljósmyndir sem Sigurður Tóm- asson, úrsmiður og áhugaljós- myndari, og HaUdór EgiU Amórsson tóku á miðUsfundum hjá Lám hafa sem betur fer varðveist og varpa Uka ótrúlegu ljósi á starfsemi hennar. „Það er athyglisvert að á þeim tíma sem myndimar em teknar taka menn þeim sem dásamlegri sönnun fyrir tilsvist útfryma og Uk- amninga. Tvær þessara mynda birt- ust í bresku sálarrannsóknatímariti í kringum 1936 og vom þá taldar merkUegustu myndir sinnar teg- undar í heiminum. Svo lítum við á þessar myndir í dag og fáum hlát- urskast. En að halda því fram að Lára hafi blekkt fjölda manns; ég veit ekki, segir PáU hugsandi. „Hver er blekkingin? Fólk trúir því sem það viU trúa og miðað við þessar myndir hefur ekki þurft mikið til." PáU viU meina að bókin eigi er- indi við fólk í dag þar sem hún minni okkur svo skemmtUega á hversu sannleikurinn getur verið af- stæður og ekki aUt sem sýnist. „Hún er okkur hoU áminning en sagan er lflca skemmtUegur aldursspegUI sem varpar ljósi á þá miklu fátækt og erf- iðu aðstæður sem menn bjuggu við hér í Reykjavík á þessum tíma. Þjóð- félagið var um margt miskunnar- laust og mjög stéttskipt. Lára hafði sem dæmi verið undir handaijaðri félagsmálayfirvalda árum saman þegar hún var dæmd til að sæta geðrannsókn á Kleppi. Þegar hún var útskrifuð þaðan á Þorláksmessu og ætlaði heim til sín í Bjamaborg- ina biðu starfsmenn félagsmálayfir- valda eftir henni tfl að bera hana út úr húsinu. Þvflflc grimmd og mis- kunnarleysi. Okkur finnst í dag sjálf- sagt að félagsmálayfirvöld leggi sig fram um að vera skjólstæðingum sínum góð en leggi ekki á sig króka tfl að gera þeim lífið leitt. Þá má lflca minna á að hvað sem líður sönnunum eða trú manna á líf eftir dauðann þá lifir svona starf- semi góðu lífi í dag þó hún hafi ann- að birtingarform." Heyrði í draugum Páll Ásgeir hefur einu sinni farið á miðUsfund sjálfur en hitti ekki fyr- ir neinn að handan.. „Ég fór á skyggnUýsingu hjá Þór- halli og hefði treyst mér tU að leUca þetta allt eftir. Ég sá bara mjög van- an performer að störfum og sá hann ekki gera neitt sem ég get kaUað yf- imáttúrlegt. Þetta hljómar kannski harkalega og ég ber fuUa virðingu fyrir ÞórhaUi, en þetta var mín upplfiun. Hinsvegar hef ég einu sinni orðið var við „drauga". Þá var ég staddur í fjaUakofa og varð aUt í einu var við að fólk kom inn um miðja nótt og bjó stig til gistingar. Þegar ég vaknaði var enginn í kof- anum." Gat ekkifólkhaía komiö seint og fariö snemma? Nei, þetta var ekki þannig. Ferðafélagi minn vaknaði lflca og þama var eitthvað yfimáttúrulegt á ferð. Ég er samt enn og verð áfram efasemdarmaður." edda@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.