Símablaðið

Ukioqatigiit
Saqqummersitaq pingaarneq:

Símablaðið - 01.01.1935, Qupperneq 17

Símablaðið - 01.01.1935, Qupperneq 17
SlMABLAÐlÐ 3 um símastéttarinnar nú um margra ára skeið. Fyrsti ritstjóri blaðsins var Otto B. Arnar. loftskeytafræSingur. Var hann þá jafnframt fjTsti formaður hins ný- stofnaða félags. F. 1. S., ötull og fram- gjarn félagsmaður, með lifandi áhuga fyrir tekniskri mentun símastéttarinn- ar. Bar blaðið þess ljósan vott í rit- stjórnartíð hans, enda hét það þá El- ektron. Aðrir ritstjórar Símablaðsins hafa verið þessir: Tómas Stefánsson 1917, Gunnar Schram 1917—1924, Andrés Þormar 1924—1925, Daníel Jóhanns- son og Sigurður Dahlmann 1926—1927. Arð 1927 tók Andrés Þormar aftur við ritstjórn blaðsins, á þann hátt er fyr greinir og hafa meðritstjórar hans ver- ið Daníel Jóhannsson 1927—1929, Friðbjörn Aðalsteinsson 1934. Núver- andi meðritstjóri lians er Gunnar Bach- mann. Hvert hefir verið og er gildi Síma- hlaðsins fyrir símastéttina? Það hefir verið og er tvenskonar: Kensla og mál- færsla. Meðan símastéttin var ung og þekking í ýmsum starfsgreinum ennþá í bemsku, tóku áhugasamir menn sér fyrir hendur að skrifa ýmsar leiðbein- ingar og fræðigreinar um símamál í nýstofnað blað stéttarinnar, er mörg- um námfúsum starfsmanni mun hafa orðið til verulegra nota. , Þetta var fjTsta sporið. Síðar, þegar stéttin óx og fór að vakna til meðvitundar um tilveru sína, gerðist hlaðið fjölþættara, niðurlagði tekniska nafnið og fór að vinna að end- urbótum í hagsmuna og velferðarmál- um símafólksins. Því tókst það giftu- samlega undir stjórn Gunnars Schram, er þá einnig var formaður félagsins. — Auk þess liefjr blaðið átt frum- kvæði að ýmsum stærstu nytjamálum símastéttarinnar, sem nú bera góðan á- vöxt. Má þar til nefna sumarbústaða- málið, námsstyrk fjTÍr símafólk, bóka- safn, bætt launakjör, húsbyggingamál, sem enn er að eins draumuh, en vænt- anlega verður að veruleika innan skanims, styrktar- og lánasjóð, og fleira mætti telja. — Má hiklaust vænta mikils góðs af Síniablaðinu, ef hugkvæmni og smekk- vísi ritstjóranna dvínar ekki. En nú verður þó að lokum að minn- ast þess, að nokkuð skortir á ennþá bjá okkur símafólki, að vera samtaka I því að hagnýta okkur Símablaðið til hinna mestu nota fyrir sameiginleg hagsmunamál og áhugamál olckar. Það eru of fáir er rétta ritstjórum stéttar- blaðsins okkar höndina fram til hjálp- ar. Símablaðið getur verið og á að vera fjöregg F. f. S. Hið skrifaða orð verðim að sýna hinum mörgu lesendum og kaupendum, er blaðið liefir nú orðið utan símastéttarinnar, að samhugur og eindrægni hefir til þessa hjálpað okk- ur best í því að bæta liag stéttarinnar á margvíslegan hátt. Einskonar „taltækjum“ er um þessar mund- ir veriS aS koma fyrir í alla strætisvagna í Prag. HljóSnema og magnara er fyrir- komiS inni í vögnunum, en gjallarhorni of- an á þakinu. Á þann hátt er einkar hent- ugt bílstjórunum aS tilkynna fólki götunöfn, brottfarartíma, fargjöld, — og alt þaS, er áhrærir ferðir vagnanna. í París hefir slíkt fyrirkomulag í „Metro“- neSanjarSarbrautunum orðiS einkar vinsælt.

x

Símablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.