Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.01.1935, Side 19

Símablaðið - 01.01.1935, Side 19
SÍMABLAÐIÐ 5 í lireinsunareldi stjórnarráðsins liefir auk þess verið sett skilyrði fyr- ir þessum rétti, og það ótrúlegasta skilyrði, frá sjónarmiði simamanna. En það er, að ýmsum simamönnum er meinað að vera meðlimir félags- ins. Eru það þessir starfsmenn: Full- trúi á aðalskrifstofu Landssímans, verkfræðingur, bæjarsímastjórinn í Reykjavík og Hafnarfirði, loftskeyta- stöðvarstjórinn i Rvik og umdæmis- stöðvarstjórarnir. Við það er 10 starfs- mönnum, sem verið hafa félagsmenn, sumir frá stofnun félagsins, meinað að vera áfram í félaginu, eigi það að fá þennan samningsrétt. Með þvi er fé- lagið svift mörgum af reyndustu starfskröftunum, og í flestum tifellum þeim áhrifamestu. Og með því eru þessir menn sviftir þeim mörgu hlunn- indum, er félagsskapurinn veitir þeim, og þeim styrk, sem félagssamtökin eru. — 1 Noregi hafa símamenn nýlega hlot- ið viðurkenningu fyrir samningsréttin- um, en engum slíkum 18. aldar skil- yrðum er þar til að dreifa. Enda er það mjög efasamt, að hægt sé að á- kveða slíkan réttindamissi með reglu- gerð. Lýðfrélsi er það ekki. Munu símastjórarnir vera ákveðiiir í því ,að krefjast þess, að ákvæði þetta verði numið hurt úr starfsmannaregl- unum, og leita aðstoðar fél. til þess. Hitt væri öðru máli að gegna, þó að 3 eða 4 yfirmenn símans, sem þá teldist tii símastjórnarinnar, væri ekki félagsbundnir. Enda er það svo i nágrannalöndum okkar. Og er þess að vænta, að þessu á- kvæði verði mjög bráðlega breytt, og að samkomulag' náist um það, að þvi verði ekki framfylgt i þvi formi, sem nú er ætlast til. Sunaháb. Við síðustu endurskoðun starfs- mannareglnanna var bætt í þær nýju ákvæði um símaráð, er vera skal landssímastjóra til aðstoðar. Eiga sæti í þessu ráði formaður F. I. S., og einn fulltrúi félagsins, kosinn til 3ja ára i senn. Þetta nýmæli er mjög veigamikið. Ef rétt er á lialdið, er það engum efa undirorpið, að það getur haft mikla þýðingu, bæði fyrir stofnunina og starfsfólk hennar. En það mun þó þvi að eins verða, að fulltrúar félagsins finni ekki það, að þvi verði ætlað að svæfa þær málaleitanir félagsins, er það mun koma til að fjalla um — eða að það sé ekki kallað til fundar um þau mál, er áhrifa frá því er ekki óskað, en sem þó snerta starfsfólkið og samtök þess. En eins og nú er skip- að um stjórn símans, er ástæðulaust að óttast slíkt. ÍOÍCULYYI. vill Símal)laðið óska þess, að starfs- mannareglurnar eigi eftir að verða ein sönnun þess, að heilladrýgstur árangur næst með því, að símastéttin og' síma- stjórnin geti ætíð unnið saman að hagsmunamálum stofnunarinnar og stéttarinnar.

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.