Símablaðið - 01.01.1935, Side 23
S i M A B L A Ð l Ð
Með lögum frá síðasta alþingi er
ákveðið að sameina póst og síma
undir eina yfirstjórn frá 1. júlí.
Sigurður Briem póstmálastjóri
lét af starfi sínu 1. júní, en Guðm.
Hlíðdal var settur í það embætti.
Frá 1. júlí hefir svo Hlíðdal ver-
ið skipaður póst- og símamálas tjóri.
Fellur það því í hans hlut að sain-
eina þessar stofnanir. Verðnr sam-
einingin fyrst og fremst í jrví fólg-
in, að færa saman skrifstofur stofn-
ananna, og' ákveða sameiginlega
starfsháttu þeirra. Munu aðalskrif-
stofur póstsins verða fluttar í
Landssímabygginguna. Hvernig
skipað verður í stöður þar,erSíma-
bl. enn ekki kunnugt. Getur það
því ekki á þessu stígi málsins farið
lengra út í það mál. En mun gera
það begar sameiningin hefir farið
fram, og séð er hvernig henni verð-
ur hagað. En það væntir þess, og
telur það víst, að hún verði fram-
kvæmd þannig, að starfsfólk beggja
stofnananna megi vel við una, og á
rétt hvorugs verði gengið. Og það
væntir þess, þó það jafnan hafi verið
andvígt sameiningu pósts og síma, úr
því sú sameining fer fram, að starfs-
fólk þessara stofnana finni fljótt, að það
tilheyri einni stofnun, og sé ein stétt,
en að það berist ekki á banaspjótum
Guðm. J. Hlíðdal.
úlfúðar og ágengni, svo sem viljað hef-
irbrenna við í sumum öðrum löndum.
Og í því trausti, að sá grundvöllur verði
strax lagður, óskar Símablaðið hinum
nýskipaða forstjóra stofnananna allra
heilla í hinu vandasama og umsvifa-
mikla starfi.
sjóðsins af líftrvggingum hefði orðið
4—500 kr. en það væri aðeins óuppgert
og væri þær því ekki taldar með i
reikningsgjörðinni.
Stjórn sjóðsins var endurkosin, en í
henni eiga sæti: Guðm. Pétursson, Krist-
ján Snorrason, Ragna Jónsdóttir, Stein-
dór Björnsson og Vilborg Björnsdóttir.
Pöntunarfélagið.
Stjórninni var falið að semja við
pöntunarfél. um að halda áfram störf-
um. G. Bachmann, ritari.