Símablaðið - 01.11.1936, Síða 31
'S' / M /1 B B L A Ð l Ð
J7
Hrað nú, ungi maður!
Það væri ekki ófyrirsynju þó við,
sem á fullorðinsárin erum komnir,
legðum einhverja slíka spurningu fyr-
ir alla þá ungu menn, sem nú eru að
keppa að því að verða símritarar. Elíki
svo að skilja, að um auðugan garð sé
að grisja í iðngreinunum. En hvaða
framtið bíður þeirra, sem þessa liraul
ganga? Er ekki ástæða til fvrir síma-
félagið, að sjá um að símriturunum
sé ekki fjölgað úr liófi fram? Hér i
blaðinu hefir oft verið á það bent,
bye litla möguleika símritarar Iiafa ti!
að komast í hærri embætti, einkum
nú, þar sem allir stöðvarstjórarnir
erii kornungir menn. Og hvaða þörf
er fyrir svo marga nýja símritara, þeg-
ar ekki er annað fyrirsjáanlegt, en að
fækkað verði símriturum á Sf í ná-
inni framtíð? Mér finst að minsta
kosti, að rétt sé að gera þessum ungu
niönnum það ljóst, hvar þeir standa
nieð símritarakunnáttu sína, ef sim-
inn skvldi ekki hafa þörf fyrir þá;
og einnig það, að hárin geta verið far-
in að grána á höfðinu á þeim, áður
en þeir verða stöðvarstjórar eða jafn-
vel varðstjórar, ef þau \erða þá
ekki alveg farin.
Símon Símonai’son.
Hér birtist mynd af fræknum sima-
manni, Sigurjóni Hallbjörnssyni,
starfsmanni við sjálfvirku stöðina i
Reykjavik. Sigurjón er austfirskur að
ætt. Hann er hinn mesti glímukappi
og hlaupagarpur.
Slærsta dagblað landsins, fréttaflest, fjölbreyttast, ómissandi á liverju
lieimili, enda lesið á flestum heimilum í Reykjavik og nágrenni.
Á-kriftargjald 3 kr. á mánuði. LESBÓKIN fylgir í kaupbæti.