Ægir - 01.02.2002, Page 10
10
F R É T T I R
Þessar vikurnar eru sjávarútvegs-
fyrirtæki að birta afkomutölur
sínar fyrir liðið ár og halda aðal-
fundi. Eins og milliuppgjör fyrir-
tækjanna gáfu til kynna var gífur-
legt gengistap á fyrri hluta síðasta
árs, en á síðari hluta ársins réttist
skútan töluvert af og sum fyrir-
tækin náðu þegar upp var staðið
að skila jákvæðri rekstrarniður-
stöðu fyrir allt árið. Þrátt fyrir að
mörg af stærri sjávarútvegsfyrir-
tækjunum sýni tap á síðasta ári
segir það þó ekki alla söguna því
framlegð var almennt mjög mikil
í rekstri fyrirtækjanna. Gengisfall
íslensku krónunnar hafði þar sitt
að segja á síðari helmingi ársins
og einnig hátt afurðaverð á flest-
um mörkuðum. Og síðan hefur
það haft sitt að segja að hagræð-
ing í hérlendum sjávarútvegsfyr-
irtækjum á undanförnum árum er
greinilega að skila sér í betri
rekstri. Ef ekkert óvænt gerist á
þessu ári ættu horfur fyrir árið
2002 að vera almennt góðar.
Til þess að gefa hugmynd um
reksturinn á síðasta ári birtum við
hér niðurstöðutölur hjá nokkrum
sjávarútvegsfyrirtækjum.
Hraðfrystihúsið-Gunnvör
Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. var
rekið með 114 milljóna króna
hagnaði á árinu 2001, sem er
tæplega 100 milljónum króna
betri rekstrarniðurstaða en árið
2000. Veltufé frá rekstri var 722
milljónir í fyrra samanborið við
536 milljónir króna árið áður -
aukning um 35%. Árið 2001 er
að líkindum besta rekstrarár fyr-
irtækisins og ágætar horfur eru
fyrir þetta ár.
Þorbjörn - Fiskanes
Rekstur Þorbjörns-Fiskaness á
síðasta ári var gerður upp með
413 milljóna króna hagnaði sam-
anborið við 89 milljóna króna tap
á árinu 2000. Þessi afkoma verður
að teljast mjög góð og betri en
spár fjármálasérfræðinga höfðu
gert ráð fyrir.
Útgerðarfélag Akureyringa
Útgerðarfélag Akureyringa hf.
tapaði 87 milljónum króna á ár-
inu 2001, samanborið við 779
milljóna króna tap árið áður.
Veltufé frá rekstri nam 1.290
milljónum króna á nýliðnu ári,
samanborið við 565 milljónir árið
áður, og jókst því um 128%. Hin
mikla fjármunamyndun í rekstr-
inum gerir það að verkum að ný-
liðið ár er besta rekstrarár í 56 ára
sögu ÚA , þrátt fyrir að félagið sé
gert upp með tapi.
Samherji
Samherji hf. var rekinn með 1279
milljóna króna hagnaði á síðasta
rekstrarári. Rekstrartekjur Sam-
herja í fyrra voru um 12,7 millj-
arðar króna og hagnaður án af-
skrifta og fjármagnskostnaðar var
3,46 milljarðar. Fjármagnsliðir
voru neikvæðir um 1159 milljón-
ir króna og afskriftir voru 984
milljónir.
Haraldur Böðvarsson
Hagnaður samstæðu Haraldar
Böðvarssonar hf. fyrir afskriftir og
fjármagnsliði á síðasta ári var
1078 milljónir króna, samanborið
við 598 milljónir króna árið
2000. Hins vegar var árið gert
upp með 196 milljóna króna tapi,
fyrst og fremst vegna gífurlegs
gengistaps á árinu. Framlegð
móðurfélags HB í fyrra var tæp-
lega 1100 milljónir króna og
veltufé frá rekstri 731 milljón
króna.
Hraðfrystihús Eskifjarðar
Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. var
rekið með ríflega 156 milljón
króna hagnaði í fyrra, að teknu
tilliti til skatta og fjármagns-
kostnaðar. Hagnaður fyrir af-
skriftir og fjármagnsgjöld var
1.280 milljónir króna. Afskriftir
ársins voru rúmar 403 milljónir
og fjármagnsgjöld rúmar 750
milljónir. Í fyrra var 34,02%
framlegð af rekstri félagsins sam-
anborið við 10,58% árið áður.
Veltufé frá rekstri nam 1.011
milljónum og handbært fé frá
rekstri 728 milljónum.
Fjármunamyndun almennt
mikil og horfur góðar
Framan af síðasta ári
glímdu sjávarútvegs-
fyrirtækin við gífurlegt
gengistap, en dæmið
lagaðist þegar leið á
árið. Það sem hins
vegar skipti máli var
mikil fjármunamyndum
í rekstri fyrirtækjanna.
Ljóst er að afkoman af loðnuveiðum og
-vinnslu var mjög góð á síðasta ári.
Rekstrarniðurstaða Hraðfrystihúss Eski-
fjarðar staðfestir það. Einnig er
kolmunninn farinn að skipta æ meira
máli í rekstri þeirra fyrirtækja sem
byggja á uppsjávarveiðum.