Ægir - 01.02.2002, Page 12
12
T Æ K N I
Til að byrja með voru það útgerð-
ir frystiskipa sem keyptu SeaTel
gervihnattasjónvörp, fyrsti bún-
aðurinn fór um borð í frystiskip
Granda hf. árið 1999, en Jón
Tryggvi segir að mun fleiri sýni
þessum búnaði nú áhuga, bæði
útgerðir ísfisktogara og uppsjáv-
arveiðiskipa og einnig smærri
báta og skipa. „Það er að verða al-
menn krafa sjómanna að hafa að-
gang að góðum sjónvarpssending-
um,“ segir Jón Tryggvi.
Notendur SeaTel hafa aðgang
að fjölda erlendra sjónvarps-
stöðva, en enn sem komið er ná
þeir ekki íslenska sjónvarpinu.
Sjófarendur sýna því mikinn
áhuga, en Ríkisútvarpið hefur
ekki treyst sér til þess að leggja í
kostnað við dreifingu efnis Ríkis-
sjónvarpins um gervihnött. „Mér
sýnist að fyrir sumarið verði þessi
búnaður kominn um borð í 50-60
hérlend fiskiskip,“ segir Jón
Tryggvi. Sjálfur grunnbúnaður-
inn kostar á þriðju milljón króna,
en viðbótarkostnaður ræðst nokk-
uð af því hversu margir móttakar-
ar eru um borð í viðkomandi
skipi. „Eins og ég segi merkjum
við verulega aukinn áhuga fyrir
þessum búnaði og það er ljóst að
heimsmeistarakeppnin í fótbolta í
sumar ýtir undir áhugann,“ segir
Jón Tryggvi.
Höfuðlínusónar frá Wesmar
Af fjölmörgum öðrum tækjum
fyrir sjávarútveginn sem Ísmar
selur nefnir Jón Tryggvi nýjan
höfuðlínusónar frá Wesmar, sem
hann segir að sé fyrir skip sem
togi með flotvörpu. „Hann er
Sprenging í sölu
gervihnattasjónvarpa
- segir Jón Tryggvi Helgason, sölustjóri hjá Ísmar hf.
„Það má orða það svo að það hafi orðið sprenging í sölu gervihnatta-
sjónvarpskerfa á síðustu mánuðum. Við höfum sett slík sjónvarpskerfi
frá bandaríska fyrirtækinu SeaTel um borð í 25-30 skip og fyrirliggjandi
eru pantanir á sjónvarpskerfum í 10-20 skip til viðbótar, sem við mun-
um setja upp á næstu vikum,“ segir Jón Tryggvi Helgason, sölustjóri hjá
Ísmar hf., en fyrirtækið hefur umboð fyrir þennan öfluga og þekkta
sjónvarpsbúnað.
Jón Tryggvi Helgason, sölustjóri hjá Ísmar hf, (t.h.) og Finnur Jónsson, sölumaður,
halda hér á nýja Wesmar höfuðlínustykkinu. Vinstra megin á myndinni má sjá nýja
GPS kompásinn frá JRC. Mynd: Sverrir Jónsson.
JRC JLR-10 GPS-
kompásinn byggir á
tveimur GPS-loftnet-
um og innbyggðum
hreyfiskynjurum og
gefur mjög nákvæm-
an stefnuaflestur.