Ægir

Volume

Ægir - 01.02.2002, Page 13

Ægir - 01.02.2002, Page 13
T Æ K N I staðsettur á höfuðlínu trollsins og getur sýnt 360 gráðu mynd af því ef hann er þannig stilltur. Það er hægt að hafa margvíslega fram- setningu myndar á sama skjá. Til dæmis er mögulegt í senn að vera með mynd af trollopinu, dýptar- mælismynd og framskönnun. Þessi búnaður er mun léttari en áður hefur þekkst,höfuðlínu- stykkið er ekki nema 32 kíló og upplausn mynda á skjánum er mjög góð,“ segir Jón Tryggvi. Sem dæmi er Wesmar höfuðlínu- sónarinn kominn um borð í Þor- stein EA og Hoffell SU og reynsl- an er góð. Nýr fjarskiptabúnaður frá Thrane & Thrane „Ég vil líka nefna mjög athyglis- verða fjarskiptalausn frá danska fyrirtækinu Thrane & Thrane sem er ekki enn komin á markaðinn, en hún mun fara í sölu á fyrri hluta þessa árs. Þetta er fyrirtæki sem sérhæfir sig í gervihnattafjar- skiptum og þessi nýi búnaður er í raun gervihnattasamskiptabúnað- ur sem nefnist Fleet 77. Búnaður- inn býður upp á gagnasamband á 64 kílóbæta hraða, sem er sami gagnaflutningshraði og með ISDN-línu. Þessi hraði myndi leysa öll vandkvæði við internet- flutninga til og frá fiskiskipum. Búnaðurinn býður líka upp á að notandinn sé sítengdur, án þess þó að hann greiði fyrir afnotin fyrr en gögn eru sótt. Enn sem komið er hefur ekki verið gefin út gjaldskrá frá Imarsat fyrir notkun á búnaðinum, en út frá því er gengið að bæði kostnaður við búnaðinn og notkunargjöld verði mun lægri en áður hefur þekkst fyrir þessa þjónustu. Mér sýnast líkur benda til þess að búnaður- inn komi til með að kosta um tvær milljónir króna,“ sagði Jón Tryggvi. GPS kompás frá JRC Jón Tryggvi Helgason segir rétt að vekja líka athygli á góðri reynslu af GPS kompás frá JRC, sem Ísmar hefur umboð fyrir. JRC JLR-10 GPS-kompásinn byggir á tveimur GPS-loftnetum og innbyggðum hreyfiskynjurum og gefur mjög nákvæman stefnu- aflestur. Þetta tæki hefur rutt sér mjög til rúms í öllum stærðum skipa og báta og er alveg kjörið sem varakompás fyrir stærri fiski- skip. Kompásinn gefur jafngóðan eða betri aflestur en gyro-kompás, en er margfalt ódýrara tæki. Ég tel að með tilkomu þessa tækis hafi opnast möguleiki fyrir eig- endur minni báta til þess að verða sér úti um réttvísandi stefnur til þess að tengja inn á ARPA-radara og sjálfstýringar, en þessi mögu- leiki var ekki raunhæfur áður, vegna þess hversu dýrir gýró- kompásar hafa verið. Þessi nýi GPS-kompás kostar 425 þúsund krónur,“ segir Jón Tryggvi Helgason. 13

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.