Ægir

Volume

Ægir - 01.02.2002, Page 14

Ægir - 01.02.2002, Page 14
14 T Æ K N I „Liður í þessari þróunarvinnu var samstarfsverkefni með Ísfélaginu í Vestmannaeyjum þar sem við beittum líkaninu til kælingar á síld. Við töldum að út frá okkar útreikningum ætti að takast að ná kælingu á hráefninu undir tveim- ur gráðum og því marki náðum við. Kæling á hráefninu er auð- vitað mjög mikilvæg til þess að hámarka gæði þess og þar með verð fyrir aflann,“ segir Jónas. „Áður en við hófum þessa tilraun með Ísfélaginu töldum við og fleiri að þessi tækni ætti ekki heima í tengslum við veiðar á uppsjávarfiski, en annað kom í ljós og síðan höfum við selt þessa lausn til fleiri aðila í uppsjávar- fiskveiðunum. Og við höfum líka haslað okkur völl í fiskeldinu, t.d. höfum við selt okkar vélar til tveggja stórra laxasláturhúsa í Færeyjum og þar eru þær ræstar kl. 21 að kvöldi og framleiða ís- þykkni í tank til klukkan 7 dag- inn eftir þegar slátrun hefst og framleiða meðan slátrun varir þann daginn. Þar seljum við heildarlasnuir í kæliferli við laxa- slátrun með ísþykknisvélum og hitastýringum“ Betri og hraðari kæling Það sem af er þessu ári hefur Ís- kerfi gengið frá samningum um sölu á Liquid Ice ísþykknivélum umfram það sem gert hafði verið ráð fyrir. Jónas segir greinilegt að þessi tækni sé farin að vekja mikla athygli og spyrjast út og þess njóti fyrirtækið í aukinni eft- irspurn. „Við erum í mikilli sam- keppni á þessum markaði, en sá árangur sem þróunarvinnan hjá Ísþykknivélar frá Ískerfum í Hafnarfirði hafa vakið mikla athygli: Stefnum að því að verða bestir á þessu sviði - segir Jónas G. Jónasson, framkvæmdastjóri „Við ákváðum snemma á síðasta ári að við skyldum byggja upp þekk- ingu innan dyra hjá okkur á því hverjar þarfirnar væru á þessum mark- aði og hvernig ísþykknið frá okkur virkaði og ætti að notast þannig að það skilaði okkar viðskiptavinum sem bestum árangri. Við bjuggum til líkan þar sem við gátum kallað fram hvernig ísþykknið virkaði og þannig metið aðstæður á hverjum stað, þ.e.a.s. hversu mikið ísþykkni og hversu stóra vél þyrfti til þess að ná fiskinum niður í ákveðið hita- stig,“ segir Jónas G. Jónasson, framkvæmdastjóri Ískerfa í Hafnarfirði. Jónas G. Jónasson, framkvæmdastjóri Ískerfa, og Unnþór Stefánsson, starfs- maður fyrirtækisins.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.