Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.2002, Side 16

Ægir - 01.02.2002, Side 16
16 T Æ K N I „Á sviði fjarskipta í tengslum við sjávar- útveginn er mikil framþróun og sama má segja um sjón- varpsmálin,“ segir Jó- hann H. Bjarnason, framkvæmdastjóri Radiomiðunar, en fyrirtækið hefur til fjölda ára lagt mikla áherslu á fjarskipti fyrir skipaflotann og óhætt er að segja á því sviði sé mikið að gerast þessi misserin. Flestir skipstjórnarmenn kann- ast við MaxSea skipstjórnartölv- una frá Radiomiðun sem hefur verið í stöðugri þróun Meðal nýj- unga í MaxSea er fullkomin því- víddartækni, sem sjófarendur nýta sér í auknum mæli. „Þessi tölva frá MaxSea er afar fullkomin siglingatölva með fjöldanum öll- um af stoðhugbúnaði. Meðal ann- ars er hægt að tengja við hana kerfi sem við höfum verið að þróa og köllum „Þjónustubankann“. Þar erum við að nýta tölvuna um borð í skipunum til þess að taka á móti upplýsingum á rafrænu formi, t.d. veðurupplýsingum frá Veðurstofu Íslands og upplýsing- um frá öldu- og veðurduflum í samstarfi við Siglingastofnun. Einnig erum við í samstarfi við Fiskistofu varðandi upplýsingar um skyndilokanir. Þegar Fiski- stofa sendir slíkt frá sér fara upp- lýsingarnar beint inn á þjónustu- bankann hjá okkur og þaðan ber- ast nákvæmar upplýsingar um skyndilokunarsvæðin inn á Max- Sea skipstjórnartölvurnar. Einnig eru upplýsingar frá notendum, fréttir af mbl.is og fleira,“ segir Jóhann. Iridium fjarskiptakerfið Jóhann segir greinilegt að Iridi- um fjarskiptakerfið, sem Radi- omiðun selur og þjónustar, sé í mikilli sókn um þessar mundir. „Í þessu kerfi eru talgæði meiri en þekkist í öðrum kerfum, sem má rekja til þess að Iridium byggist á lágfleygum gervihnött- um sem ferðast eftir sex spor- baugum. Kerfið hefur þá sérstöðu að ódýrara er að hringja milli tveggja Iridium síma en að hringja úr Iridium-síma í land- línukerfið. Þessu er öfugt farið með önnur kerfi. Ástæðan fyrir þessari sérstöðu er sú að stjórnun símtalanna í Iridium kerfinu á sér stað uppi í gervihnöttunum. Við höfum nýverið tekið í notkun Iri- dium-Iridium þjónustu Radio- miðunar þar sem okkar viðskipta- vinum býðst að hringja í gegnum Iridium síma hjá Radiomiðun til að ná sambandi við annan Iridi- um síma og ná þannig fram um- talverðum sparnaði. Þetta hefur mælst vel fyrir bæði hjá fjölskyld- um sjómanna sem og fyrirtækj- um. Ýmis útgerðarfélög eins og til að mynda Grandi hf. hafa farið þá leið að setja Iridium síma í sín skip og jafnframt sett slíka síma á skrifstofuna í Reykjavík, sem Miklar og stöðugar framfarir í fjarskiptamálum - segir Jóhann H. Bjarnason, framkvæmdastjóri Radiomiðunar Jóhann H. Bjarnason, framkvæmdastjóri Radiomiðunar, við búnað sem tekur á móti merkjum frá gervihnöttum.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.