Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.2002, Side 17

Ægir - 01.02.2002, Side 17
17 T Æ K N I tengdir eru við símstöð hússins og þar með geta þeir hringt beint frá skrifborðinun í gegnum Iridi- um. Þetta gerir Granda kleift að hafa samband milli höfuðstöðv- anna og skipa félagsins fyrir allt að helmingi lægra verð en með því að fara í gegnum landlínu- kerfið. Þetta er vissulega mikil bylting því fyrir þremur árum var kostnaðurinn við símtöl milli lands og skipa margfaldur á við það sem þessi Iridium tækni býð- ur upp á.“ Tölvupóstur til sjós „Radiomiðun hefur einnig boðið upp á sértækar lausnir til að senda tölvupóst út á sjó, annars vegar með lausn frá Netverk sem heitir Marstar sem er sérstakur hugbúnaður til þjöppunar á tölvupósti sem sendur er í gegn- um gervihnetti. Hins vegar lausn frá Snerpu hf. sem heitir Inmobil og er fjölnotendakerfi þar sem hver og einn getur sent og fengið sinn einkapóst. Viðskiptavinum okkar sem eru með Iridium og Marstar eða Inmobil býðst einnig að sækja sinn tölvupóst á Iridium - Iridium sambandi og spara sér þannig umtalsverða fjármuni. Sendihraðinn er líka mun meiri þegar sent er á milli tveggja Iri- dium síma heldur en þegar sent er til lands á hefðbundinn hátt. Ég vil orða það svo að þetta sé tímanna tákn. Nú til dags finnst fólki sjálfsagt mál að sækja og senda tölvupóst í vinnu eða heima og ef einhvers staðar er virkileg þörf fyrir tölvupóstsendingar myndi ég telja að það væri úti á sjó. Það er auðvitað mjög mikil- vægt fyrir sjómenn að geta verið í góðu og ódýru tölvusambandi við sína nánustu í landi, að þeir geti miðlað sínum persónulega pósti á öruggan hátt í stað þess að rita skilaboð á dulmáli á Standard C tækinu eða tala dulmál yfir Gufu- nesradíó. Þetta kerfi hefur líka veitt sjómönnum möguleika á því að stunda fjarnám, sem er mjög jákvætt,“ segir Jóhann. Aukinn áhugi á gervihnattasjónvarpi Jóhann segist merkja mikinn og vaxandi áhuga sjófarenda á mót- töku sjónvarpsefnis, enda sé þessi tækni til þess fallin að rjúfa ákveðna einangrun sem margir sjómenn, ekki síst þeir sem eru langtímum saman á úthafinu, hafa búið við. Radiomiðun hefur sl. þrjú ár boðið upp á kerfi sem ber heitið Orbit sem samanstend- ur af móttökudiski og öðrum til- fallandi búnaði fyrir skip og báta til þess að taka á móti efni frá gervihnöttum. Móttökudiskurinn frá Orbit er frábrugðinn öðrum diskum að því leyti að þvermál hans er meira en gengur og gerist og fyrir vikið er langdrægni hans óvenju mikil. Fyrsti Orbit-mót- tökubúnaðurinn fór um borð í Þórunni Sveinsdóttur VE og er reynslan góð. Jóhann segir að við hönnun búnaðarins hafi verið haft að leiðarljósi að erfiðar aðstæður, þ.m.t. högg og aðrar hreyfingar skipsins, myndu á engan hátt hafa truflandi áhrif á merkjasend- ingarnar. „Á þessu sviði er stöðug framþróun og nú getum við boðið nýja tæknilausn sem gerir það að verkum að 82 sentímetra diskur hefur sömu virkni og diskur sem er einn metri í þvermál. Þessa nýjung er hægt að nýta á öllum skipum, en þó ekki síst á þeim minni,“ segir Jóhann H. Bjarna- son Iridium síminn lætur ekki mikið yfir sér, en þetta er einstaklega öflugt tæki. Myndir: Sverrir Jónsson Radiomiðun hf., sem hefur sérhæft sig í þjónustu og sölu á siglinga-, fiskileitar- og fjarskiptabúnaði fyrir íslenska skipa- flotann í rúma þrjá áratugi, hefur tekið að sér sölu og þjónustu á fjarkskipta- búnaði frá Skanti. Skanti er einn stærsti framleiðandi á fjarskiptabúnaði fyrir skip og báta, en stór hluti íslenska flotans er búinn bún- aði frá Skanti. Í frétt frá Radiomiðun hf. kemur fram að fyrirtækið hafi verið umboðsað- ili fyrir Sailor fjarskiptabúnað fyrir skip og báta síðan 1964, en Skanti og Sailor eru í eigu sömu eigenda, ECI í Dan- mörku. Til að bæta enn frekar þjónustu við notendur, er það stefna ECI að hafa sama umboðsaðila fyrir bæði vörumerk- in, á þeim mörkuðum sem það þykir henta. Radiomiðun umboðsað- ili fyrir Skanti á Íslandi Jóhann Bjarnason, framkvæmdastjóri Radi- omiðunar hf., ásamt Walther Fenger, markaðs- stjóra hjá Skanti.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.