Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2002, Síða 19

Ægir - 01.02.2002, Síða 19
19 m.ö.o.flytjum við núna út yfir 90% framleiðslunnar, en vissu- lega hefur það hlutfall sveiflast töluvert á undanförnum árum. Á árunum 1998 og 1999 var óvenju mikil sala hér innanlands vegna uppsveiflu í saltfiskinum. Sá markaður hefur hins vegar dregist saman og á síðustu misserum höf- um við fyrst og fremst einbeitt okkur að framleiðslu á vigtum til pökkunar á uppsjávarfiski, síld og makríl. Við höfum þróað vogir fyrir landvinnslur til pökkunar á þessum tegundum sem hafa inn- an við 1% skekkju og afköstin eru um 12 tonn á tímann saman- borið við 6 tonna afköst og 4-5% skekkjumörk hjá venjulegri skömmtunarvog,“ segir Ellert Berg. Póls-vogir í risaverksmiðju í Færeyjum Nýverið afhenti Póls sex pökkun- arvogir í stærstu uppsjávarverk- smiðju í heiminum sem hefur verið í byggingu í Færeyjum og verður hún tekin í notkun í mars. Þessi verksmiðja er engin smá- smíði því gert er ráð fyrir að í gegnum vinnsluna fari um 1000 tonn á dag. Til samanburðar er hægt að „keyra“ nærri fjórfalt magn á dag í gegnum verksmiðj- una miðað við stærstu verksmiðj- una hér á landi og algeng stærð sambærilegra verksmiðja í Noregi er með 250 til 400 tonna dagsaf- köst. Í þessari nýju verksmiðju í Færeyjum er fyrst og fremst horft til síldar og makríls, en einnig lítilsháttar til loðnu. Aukin áhersla á laxeldið Eins og áður segir markaðssetti Póls vigtunarkerfi fyrir uppsjáv- arfisk árið 1999, sem hafa verið að skila fyrirtækinu umtalsverðri aukningu í veltu ár frá ári. Ellert Berg segir að alltaf sé horft fram á veginn og hann upplýsir að á sjávarútvegssýningunni hér á landi í haust sé stefnt að því að kynna nýja tæknilausn fyrir lax og bolfisk. „Við höfum lítillega verið í laxinum, en núna hefur verið mörkuð sú stefna að auka áhersluna á hann. Ástæðan er sú að framleiðsla á laxi í heiminum er mjög stór iðnaður sem ekki er hægt að horfa framhjá og við höf- um yfir að ráða tæknibúnaði og - þekkingu sem við þurfum í raun bara að aðlaga laxinum.“ Sala til Argentínu og Chile Póls hf. selur framleiðsluvörur sínar út um allan heim. Til marks um það nefnir Ellert Berg að til Argentínu hafi fyrirtækið selt skipavogir og í Chile hefur Póls einnig verið að hasla sér völl. Markaðurinn í Chile er mjög áhugaverður, ekki síst vegna þess hversu mikill vöxtur hefur orðið þar í laxeldi á síðustu árum. „Lax- inn hefur verið í örum vexti í Chile, en reyndar höfum við einnig náð samningum um sölu á búnaði í tengslum við uppsjávar- veiðar og erum að fara að setja hann upp á næstu dögum.“ Útflutningur á íslensku hugviti og þekkingu Lengi vel horfði Póls hf. fyrst og fremst til framleiðslu og sölu svo- kallaðra skipavoga, en Ellert Berg segir að fyrir nokkrum árum hafi verið mörkuð sú stefna að auka áhersluna á framleiðslu fyrir land- vinnsluna og það sé að skila sér nú. „Víða hefur verið mjög mikil fjárfesting vegna uppsjávarveiða og vinnslu á uppsjávarfiski síð- ustu tvö árin og við höfum verið að njóta góðs af því. Staðreyndin er sú að hér á landi er gríðarleg þekking á þessu sviði og það má segja að við séum að flytja hana út. Við þurfum hins vegar að passa okkur að halda vel á spöð- unum hér heima og leyfa ekki til dæmis norskum og hollenskum fyrirtækjum að sigla framúr okk- ur á þessu sviði. Við gætum stað- ið illa að vígi ef það gerðist.“ Póls hf. byggir víða erlendis á umboðs- og sölumannakerfi. Í Álasundi í Noregi hefur þó verið gengið skrefinu lengra því þar er búið er að setja á stofn fyrirtækið Póls-Noregur, sem einbeitir sér að sölu framleiðsluvara Póls. Tvöföldun framleiðslu- rýmis á Ísafirði Hjá starfsmönnum Póls á Ísafirði hefur verið byggð upp gríðarlega mikil þekking og reynsla í hönn- un og framleiðslu á vigtarkerfum. Ellert Berg segir að starfsumhverfi fyrirtækisins á Ísafirði sé hagstætt og hann nefnir að ekki sé verra að starfa í nálægð við 3X Stál, sem er annað fyrirtæki á Ísafirði í ekki ósvipaðri starfsemi. „Það sem hef- ur staðið okkur fyrir þrifum á Ísa- firði er húsnæðisskortur, en á því hefur nú verið ráðin bót því við keyptum næsta hús, húsnæði Hjólbarðaverkstæðis Ísafjarðar, og við það tvöfaldast framleiðslurým- ið og verður um 650 fermetrar. Við munum flytja málmsmíði fyr- irtækisins í nýja húsnæðið,“ segir markaðsstjóri Póls hf. „Á árunum 1998 og 1999 var óvenju mikil sala hér innanlands vegna uppsveiflu í saltfiskinum. Sá mark- aður hefur hins vegar dregist saman og á síðustu misserum höf- um við fyrst og fremst einbeitt okkur að fram- leiðslu á vigtum til pökkunar á uppsjávar- fiski, síld og makríl,“ segir Ellert Berg Guð- jónsson, markaðsstjóri hjá Póls hf. T Æ K N I

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.