Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.2002, Qupperneq 24

Ægir - 01.02.2002, Qupperneq 24
24 T Æ K N I aðri „kontaktfrystingu“ og blást- ursfrystingu og það hefur komið mjög vel út.“ Hausaþurrkunarkerfi fyrir Laugafisk Eins og áður segir hefur Skaginn unnið að því að smíða og þróa hausaþurrkunarkerfi fyrir dóttur- fyrirtæki Laugafisks í Færeyjum. Að hönnun kerfisins, sem er al- gjört nýmæli, hefur verið unnið í samstarfi Skagans og Laugafisks. Sigurður Guðni segir þessa tækninýjung hafa að sínu mati tekist mjög vel og hún sé hin at- hyglisverðasta. „Þetta er afkasta- mikið kerfi og sjálfvirknin er mikil. Vinnubrögðin verða því allt önnur. Í þessu kerfi eru haus- arnir vigtaðir inn og brettin sem Laugafiskur hefur látið hanna og framleiða flytjast sjálfvirkt að starfsmanninum. Einnig flytjast þau sjálfvirkt frá honum og stafl- ast upp áður en þau eru flutt inn í sjálfan þurrkklefann. Að þurrkun lokinni eru brettin tekin og sett inn í kerfið þar sem þau eru losuð og þvegin. Við höfum framleitt þetta kerfi með það fyrir augum að það sé einfalt og fljótlegt í uppsetningu. Ég geri ráð fyrir að það þurfi ekki að taka nema örfáa daga að setja kerfið upp úti í Fær- eyjum. Með því að auka sjálf- virknina og bæta vinnuaðstöðuna eykst virðing starfsmanna fyrir verðmætum. Þurrkaðir hausar eru að skila miklum verðmætum í þjóðarbúið og með þessu kerfi er verið að undirstrika það. Í framhaldinu munum við framleiða slík vinnslukerfi fyrir vinnslustöðvar Laugafisks á Laug- um í Reykjadal og í Njarðvík,“ sagði Sigurður Guðni. Góðar horfur „Okkur líst bara vel á þetta ár. Það byrjar vel og mér sýnist að við höfum stór og góð verkefni fram eftir ári. Sjávarútvegurinn gengur alltaf í bylgjum og á ein- um tíma gengur vel í einni grein en lakar í annarri. Í uppsjávar- veiðunum hefur verið að ganga vel og þar er sérstaklega athyglis- verð verðmætaaukningin með breyttum vinnsluaðferðum,“ segir Sigurður Guðni. Hann segir að fyrirtæki eins og Skaginn sé alltaf að vinna að ein- hverjum tækninýjungum og það muni verða gert á þessu ári. „Við skulum sjá hvernig þeirri vinnu miðar á árinu. Ég á von á því að það muni koma ný tæki frá okkur á árinu og ef áætlanir okkar ganga eftir ættum við að geta kynnt þau á sjávarútvegssýning- unni í haust,“ segir Sigurður Guðni Sigurðsson hjá Skaganum hf. „Sjávarútvegurinn gengur alltaf í bylgjum og á einhverjum tíma gengur vel í einni grein en lakar í annarri. Í uppsjávarveiðunum hefur verið að ganga vel og þar er sérstaklega athyglisverð verðmætaaukningin með breyttum vinnsluaðferðum,“ segir Sigurður Guðni. Hér má sjá eitt af öflugum uppsjávarveiðiskipum landsmanna, Beiti NK 123. Mynd: Ágúst Ólafsson. Að undanförnu hefur Skaginn unnið að því að smíða karakerfi fyrir þýskt fyrir- tæki, hausaþurrkunarkerfi fyrir fyrirtæki í Færeyjum, sem Laugafiskur og Fisk- miðlun Norðurlands eigi hlut í, og síðan er verið að ljúka við að smíða frysti fyr- ir fyrirtæki í Chile.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.