Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2002, Síða 27

Ægir - 01.02.2002, Síða 27
27 að máli við undirritaðan og höfðu allir skoðanir á ákvörðuninni, þ.e að takast á við öldugjálfur hafsins á miðjum vetri undan Íslandsströndum. Þannig þótti ákvörðunin allt frá því að vera djörf/góð niður í slæm/lygileg en samdóma álit allra var að þetta yrði þrekraun fyrir hinn óvana. Hinir jákvæðu sáu tæki- færin er fólust í verkefninu, einkum lífsreynslu þeirri sem enginn öðlast nema að takast á við hlutskiptið meðan þeir neikvæðu töldu full djarft leikið, að reyna sig fyrsta sinni á hafi úti á miðjum vetri þegar allra veðra ku vera von. Allir höfðu þannig skoðun á málinu og það máttu viðmælendur eiga að allir óskuðu þeir mér velfarnað- ar í ölduróti hafsins og þótti ekki veita af þegar þess er gætt að stigið frá skrifstofustólnum og á millidekk frystitogara er býsna stórt. Spurningunni, hvort skrefið væri of stórt, yrði hins vegar ekki svarað nema með því að takast á við hlutverk hásetans á einu aflasælasta skipi íslenska flotans, Akureyrinni EA 110. Biðin á enda Rétt eins og unghjörtun er héldu til sveitadvalar sumarlangt hér á árum áður í fylgd foreldris var það faðir minn sem fylgdi syni sínum hughreystandi með lífsreglurnar í stuttu máli á vörunum til skips. Hinn eini úr hópi fjögurra bræðra fór undirritaður aldrei í sveit svo ekki var seinna vænna fyrir pabba að leiða strákinn sinn óstöðugan til móts við þroskandi ævin- týri! Móti mér tók glaðbeittur kokkurinn, Birgir Þór, og leiddi um skipið og vísaði mér í klefa númer 7, sem mér þótti vel við hæfi þar sem hann var merktur besta fótboltaklúbbi í veröld allri, Manchester United! Að lokinni snöggsoðinni kynn- isför um Akureyrina var haldið upp í brú skipsins þar sem á móti mér tóku skipstjóri, Sigtryggur Gíslason, Bóbó, og Sigmundur Sigmundsson (kennd- ur við Jennu Jones, kvenlega Jerry Springer-útgáfu og verður vikið að síðar!). Þar sem ég hafði mætt tímanlega hitti ég skipverja hvern á fætur öðrum í brúnni og þóttist þegar sjá að þar færi hópur vaskra pilta en sjálfsagt hefur eitt og annað farið í gegnum hugskotssjónir þeirra er þeir litu undirritaðan augum fyrsta sinni! Ekki hélt ég klefa númer 7, þeim Manchester- merkta, númer 5 skyldi verða mitt athvarf í þessari 1. veiðiferð Akureyrinnar á því herrans ári 2002, deildi Jón Gíslason káetunni með mér en þann unga mann þekkti ég frá því fyrir margt löngu er ég gerði heiðarlega tilraun til að gera úr honum knattspyrnu- mann í K.A. Ekki tókst betur til en svo en að Jón hætti knattspyrnuiðkun með öllu og heldur ofan í kaupið með Arsenal! Frá og með klukkan 20 á 44. afmælisdegi sínum var landkrabbinn sumsé orðinn háseti nr. 26 á Akureyrinni EA 110 með öllum þeim skyldum sem því fylgja og það sem meira var, í lægsta þrepi valda- og reynslupýramída samfélagsins þrönga. Haraldur bátsmaður og 2. stýrimaður leiddi mig (ekki bókstaflega þó) um skipið og fór í gegnum öryggismálin ef eldur skyldi koma upp eða leki eða eitthvað þaðan að verra var vissara að hafa hlutina á hreinu. Ljóst var frá og með þeirri stundu er landfestar voru leystar að ekki yrði aftur snúið, ekki yrði í önn- ur hús að venda hvernig sem mér kynni að reiða af en svo merkilegt sem það kann nú að hljóma var það mér ekki efst í huga er látið var úr höfn kl. 21 þetta kvöld. Miklu fremur þótti mér merkilegt að ég skyldi vera kominn um borð í þetta sögufræga skip sem er svo fastbundið glæstri sögu stærsta og fram- sæknasta útgerðarfyrirtækis á Íslandi, Samherja hf. „Á sjó“ kyrjaði Þorvaldur Halldórsson með hljóm- sveit Ingimars Eydal, gjarnan í þættinum „Á frívakt- inni“, hér um árið og öll þjóðin með og á sjó kominn ertu annað hvort á vakt eða á frívakt, virka daga jafnt sem aðra - helgarfrí frá og með kl. 17 hvern föstudag heyrðu þannig sögunni til, að sinni a.m.k. Þannig átti ég vakt strax þetta kvöld og „aðstoðaði“ við landfestilosun með því að þvælast ekki fyrir atvinnu- mönnum en var engu að síður með hjálm á höfði og leit nokkuð gáfulega út þrátt fyrir nokkurn skort á þekkingu. Frystiskip á borð við Akureyrina er siglandi verk- smiðja sem helst aldrei stöðvast eftir að hún er á ann- að borð komin af stað og rúlla vaktirnar skv. því var mér tjáð, en það þóttist ég auðvitað vita fyrir - ég skyldi standa morgun-og kvöldvaktir en í þeim hópi voru aukinheldur: Haraldur Hermannsson, 2. stýri- maður og þannig leiðtogi hópsins, Sigurður Malmquist, Baadermaður, Þórir Óttarsson, Jóhannes „fýra“ Jóhannesson, Pétur „Pibbi“ Már Jónsson og Birgir Þorvaldsson dekkmenn, Kristján Ísak Krist- jánsson, Rúnar Berg og Júlíus Stefánsson millidekk- arar og þann titil bar ég einnig. Á móti okkur var ekki síðra lið: Vésteinn Aðalgeirsson, bátsmaður og leiðtogi síns hóps, Sigurbjörn Skírnisson, Baadermaður, Víðir Gunnlaugsson, Marteinn Þor- valdsson, Steinar Óli Gunnarsson og Jón Gíslason dekkmenn, Sindri Svan Stefánsson, Benedikt Sig- urðsson, Kristmundur Sigurðsson og Stefán Heiðar Stefánsson millidekkarar. Aðrir í áhöfn voru Ágúst Pétursson, yfirvélstjóri, Sigurður Sigurpálsson, 1. Vésteinn Aðalgeirsson bátsmaður mættur í brúna.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.