Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.2002, Qupperneq 31

Ægir - 01.02.2002, Qupperneq 31
31 S J Ó M A N N S L Í F unnið er svo lengi sem fiskast og vaktafyrirkomulag- ið þess eðlis að ekki er sjálfgefið að henti öllum. Meðal þessara járnkarla ríkir ákveðin stemmning þar sem það er jafn sjálfsagt að þú standir þig og að sólin kemur upp hvern morgun í Karabískahafinu, en það er líka jafn sjálfsagt að þú færð að heyra það, um- búðalaust, ef mönnum mislíkar frammistaðan. Dæmi: Einhverju sinni var ég að vigta roðýsu og þóttist nokkuð góður þar sem ég hafði undan pökk- urunum en auk þeirra Bigga og Jóa fýra var Sigurður vinur minn Malmquist þeim til aðstoðar að þessu sinni. Þar sem ég stend við vogina og vigta ýsuna eins nálægt 9300 gr. og mér er unnt kemur Sigurður heldur ábúðarlegur og skellir all stóru ýsuflaki fyrir framan nefið á mér og spyr með þunga: „Sýnist þér þetta vera roðýsa!?“ „Að vel athuguðu máli, já“, svar- aði ég til að gera eins gott úr þessu og mér var unnt meðan Siggi tók hnefafylli af roðýsu er við áttum í geymslu í borði pakkara, slengdi á vogina og óð jafn þungbúinn til baka án þess að hlusta frekar á gjálfrið í mér. Hálfum tíma síðar var vaktin á enda og sami Sigurður gekk að mér og spurði léttur í bragði: „Maggi, eigum við ekki að klára að horfa á Zorró á eftir!?“ Að sjálfsögðu gerðum við það en við áttum margar góðar stundir saman í setustofunni góðu og horfðum á hvert meistaraverkið af öðru. Hér ætlast menn hins vegar til að hver maður standi sig - þú færð að vita jafn skjótt og þú geigar en svo nær það heldur ekki lengra þegar boðin eru komin til skila. Boltinn í beinni Mikil breyting hlýtur það að hafa verið þegar settur var á Akureyrina gervihnattadiskur sem gerir áhafn- armeðlimum kleift að fylgjast með tugum eða hund- ruðum stöðva víðsvegar um hnöttinn - vitanlega fór enski boltinn mikinn enda áhuginn fyrir þeim ágæta bolta því sem næst takmarkalaus. Umræðan var ákaf- lega lífleg um borð og þótti sumum nóg um. Þannig var Siggi Mall á stundum þreyttur á Sky Sport News þar sem fréttir dagsins runnu á skjánum að því er virtist endalaust en svo hagar til að myndlykillinn er staðsettur í setustofunni uppi og sjónvarpið í reyk- horninu samtengt auk heldur. „Reykhausar“ í at- hvarfi neðri hæðar vildu umfram allt halda sig við boltann en svo hvarf sambandið við Sky þegar vika var eftir af ferð og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náð- ist ekki samband á ný og Siggi fagnaði! Í reykhorninu var annar myndlykill, skandinavísk- ur, og þegar stillt var á hann var okkur í efra gert að horfa á það sem „reykhausar“ kusu og allt í góðu lagi með það nema hvað einn ákveðinn Liverpool-aðdá- andi við nafn Pétur „Pibbi“ var með illstöðvandi krampa á fjarstýringunni, vissu menn vart hvort þeir voru að koma eða fara þegar fylgst var með því sem fram fór á skjánum! Við Siggi kusum þ.a.l. bíó- myndasafnið og vorum stundum heppnir en ekki alltaf, þó miðaði áhorfið að því sama, þ.e. að hafa gaman af samverunni. Þegar vitleysan var sem mest hafði stóri maðurinn, Rúnar Berg, 2 metra öðlingur, á orði að þetta og hitt væri nú meiri „steypan“ og ít- rekaði eftir því sem vitleysan endurtók sig. Júlli var gjarnan með okkur uppi en hafði hægt um sig og svaf ef færi gafst meðan Þórir (og Kalli vélstjóri) not- aði hvert tækifæri til að komast í tölvuna, í „Wülfenstein“ - talaði Þórir við tölvuna og vissi maður alltaf hvor hafði betur miðað við orðasenurn- ar! Öðru hverju voru stórleikir í gangi og þá var mik- ið um að vera á báðum hæðum, einkum ef svo óvenjulega vildi til að báðar vaktir gátu fylgst með. Þannig var það þegar ManYoo illu heilli tapaði óverðskuldað gegn Liverpool, við náðum s.h. saman. Undirritaður sýndi að hann er geðríkur mjög og skellti hurðum mönnum til mikillar kátínu en annað hvort eru menn með eða ekki! Handboltinn átti sitt hámark á EM og mikil stemmning skapaðist um borð enda voru „drengirnir okkar“ að gera fína hluti í Svíþjóð þó fastir liðir hafi verið á dagskrá er Svíar rassskelltu landann. Við vorum færri um borð er fögnuðum EM-titli hinna sænsku frænda vorra, vildu menn fremur sigur hinna þýðversku enda þeir ekki jafn óvæginn andstæðingur! Sigmundur Sigmunds- son, fyrsti stýrimaður, og Sigtryggur Gísla- son (Bóbó), skip- stjóri.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.