Ægir - 01.02.2002, Qupperneq 35
35
fylla skipið, en það tekur um 100
tonn. Að meðaltali tekur plógur-
inn um eitt tonn í togi.“
Fjórir hafa verið í áhöfn Fossár-
innar, „en það stendur til að við
verðum fimm,“ segir Þorsteinn.
Skelin er unnin í kúfiskvinnslu
Hraðfrystistöðvar Þórshafnar og
er að jafnaði unnið þar fimm daga
vikunnar, átta tíma á dag. Um
15-18 manns starfa að vinnslunni
á einni vakt, en vonir standa til
þess að unnt verði að taka upp
aðra vakt þannig að allt að 30
manns starfi að þessari vinnslu í
landi. Það sem kann þó að koma í
veg fyrir það er skortur á vinnu-
afli, en á álagstímum, þegar mik-
ið er að gerast í loðnunni á Þórs-
höfn og unnið er sólarhringum
saman, vantar hreinlega fólk til
starfa.
Svo virðist sem ekki þurfi að
hafa áhyggjur af markaðsmálun-
um. Helsti markaðurinn fyrir
ferska skel og hreinsaðan og fryst-
an kúfisk er og hefur verið í
Bandaríkjunum. Þessi ágæta vara
er eftirsótt sem fersk og líka í
súpur og sósur. Í Frakklandi er til
dæmis aukin spurn eftir ferskum
kúfiski. Þegar á allt er litið virðist
því vera markaður fyrir aukið
magn af kúfiski, en spurning er
þá fyrst og fremst að ganga úr
skugga um hvort unnt sé að veiða
meira af skel og þá hvar.
Þingsályktunartillaga um
kúfiskveiðar
Veiðar Fossár á kúfskel hafa náð
inn í sali Alþingis því átta þing-
menn Samfylkingarinnar með
Össur Skarphéðinsson sem fyrsta
flutningsmann hafa lagt fram til-
lögu til þingsályktunar þar sem
gert er ráð fyrir því að sjávarút-
vegsráðherra verði falið „að standa
hið fyrsta fyrir rannsóknum á út-
breiðslu, stofnstærð og veiðiþoli
kúfskeljar umhverfis Ísland.
Kanna skal útbreiðslu og magn
tegundarinnar utan þekktra veiði-
svæða og veiðidýpis og meta
veiðiþol á núverandi veiðisvæð-
um. Jafnframt skulu gerðar aðrar
líffræðilegar rannsóknir sem
nauðsynlegar eru til að tryggja að
nýting kúfskeljar sé með sjálfbær-
um hætti. Markmið rannsókn-
anna skal vera að kanna betur nú-
verandi veiðisvæði en jafnframt
að finna ný mið, og tryggja
þannig rekstraröryggi núverandi
veiðiréttarhafa og auka afrakstur
kúfskeljar við Ísland.“
Ónýttir möguleikar?
Í greinargerð með tillögunni er
tekið fram að í ljósi þess að mark-
aðir séu góðir fyrir frystan skelfisk
í Bandaríkjunum megi ætla að
Hraðfrystistöð Þórshafnar geti
fært út kvíarnar í þessum efnum
og sömuleiðis gæti vinnsla á kúf-
skel orðið búhnykkur fyrir fleiri
fyrirtæki í sjávarútvegi. „Það
helgast þó af því að niðurstaða úr
þeim rannsóknum, sem hér eru
lagðar til, réttlæti auknar veiðar,“
segir í greinargerð þingmanna
Samfylkingarinnar. Og ennfremur
segir þar: „Veiðar á nær öllum
nytjategundum sjávar eru studdar
af hinu opinbera með rannsóknum
og leit að miðum. Nægir að
minna á árvissa - og eðlilega - leit
að síld og loðnu sem ríkið tekur
ævinlega þátt í með einhverjum
hætti, oft sem fullgildur þátttak-
andi á eigin rannsóknarskipum.
Það er lágmark á tímum þegar
kallað er eftir nýjum möguleikum
til útflutnings og aukinni sköpun
gjaldeyris að ríkið styðji með eðli-
legum og brýnum rannsóknum
nýja vaxtarsprota á borð við veiðar
á kúfskel. Frumherjastarfið á
Þórshöfn hefur sýnt óyggjandi að
í veiðunum liggja miklir, ónýttir
möguleikar, svo fremi markaðir
haldist. Hins vegar er brýn þörf á
auknum rannsóknum til að hægt
sé að breyta þeim möguleikum í
beinhörð verðmæti.“
Þessi þingsályktunartillaga
þingmanna Samfylkingarinnar
hefur eins og áður segir verið lögð
fram á Alþingi, en ekki verið af-
greidd. Kúfiskvinnslan skiptir orðið miklu máli fyrir atvinnulífið á Þórshöfn.
Kúfiskveiðiskipið Fossá í heimahöfn á Þórshöfn. Myndir: Þorgrímur Kjartansson/Þórshöfn.