Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.2002, Qupperneq 38

Ægir - 01.02.2002, Qupperneq 38
38 T Æ K N I Tækjabúnaðurinn frá japanska framleiðandanum Furuno, sem Brimrún ehf. selur hér á landi, hefur fyrir löngu fengið viður- kenningu hjá íslenskum sjávarút- vegi, enda hefur hann öðlast við- urkenningu fyrir gæði og oftar en ekki verið í fararbroddi í tækninýjungum. Nýlega hóf Brimrún sölu tveggja nýrra dýpt- armæla frá Furuno með svokall- aðri frjálsri tíðni (FFS), annars vegar FCV-1100L og hins vegar FCV-1200. Frjáls tíðni (FFS) er nýjung frá Furuno sem gefur not- andanum kost á að nota botns- stykki frá hvaða framleiðanda sem er á tíðnisviðinu 15 til 200 kHz. Fyrir stærri skip og báta FCV-1200, dýptarmælirinn er fyrir stærri skip og báta. Kaup- andinn velur flatskjá eða lampa- skjá við hæfi. Sendirinn er stað- settur inni í púlti og lyklaborð ofan á borði eða það fellt inn í borð. Innbyggðir eru tveir 3 kW sendar á frjálsri tíðni 15-200 kHz og er unnt að fá aukasenda 5 eða 10 kW. Þessi dýptarmælir er þegar kominn í fjölda skipa: fjölveiði- skip, togara, nótaskip og línu- og netabáta og segir Hörður Sæ- valdsson hjá Brimrún að reynsla notenda af mælinum hafi verið framúrskarandi góð við veiðar á grunnslóð, djúpslóð og við flottrollsveiðar. Fyrir minni báta FCV-1100L, dýptarmælirinn er fyrst og fremst fyrir minni báta, en hann byggir á sömu tækni og FCV-1200. Dýptarmælirinn er með 10,4 tommu flatskjá og eru tveir inn- byggðir 3 kW sendar á frjálsri tíðni 15-200 kHz. Eins og með FCV-1200 dýptar- mælinn er FCV-1100L kominn í nokkra báta og er reynslan af honum sömuleiðis mjög góð, að sögn Harðar. Margar nýjungar Þessir nýju Furuno dýptarmælar hafa ýmsa kosti. Til dæmis ganga þeir með botnstykkjum frá öllum framleiðendum án nokkurs auka- búnaðar eða útskiptinga (tíðnir 15-200 kHz). Hægt er að breyta forritaðri tíðni mælisins +/- 10% ef hann truflar annað fiskileitar- tæki um borð. Fjölmargir mögu- leikar eru við uppsetningu skjá- myndar: 1, 2 eða 3 skjámyndir lá- rétt/lóðrétt yfir skjáinn og hægt er að vista tvær mest notuðu upp- setningar. Mögulegt er að hafa mismunandi skala (Range) á há- tíðni og lágtíðni. Ný hönnun á breyti fyrir hljóðmerki yfir í staf- rænt merki (Analog/Digital con- verter) sem vinnur á veikara merki og gefur þar af leiðandi betri aðgreiningu á endurvörp- um. Bandbreidd á skölum (Range) er breytileg sem gefur betri greiningu á öllu dýpi, í eldri dýptarmælum hefur hún hefur verið föst á öllum skölum. Þá hefur FCV-1200 dýptarmælirinn þann kost að unnt er að tengja hann við höfuðlínumæli og fá fram línu á dýptarmælisskjáinn með höfuðlínuhæð. Nýjungar frá Furuno: Dýptarmælar með frjálsri tíðni Knut Hagensen hjá iðnaðar- og útflutn- ingsdeild norska fiskveiði- og sjávarnytja- sambandsins segir í viðtali við Fiskaren að íslenskur saltfiskur sé umtalsvert betri en norskur og Norðmenn eigi langt í land með að ná Íslendingum í verkun saltfisks. „Við tökum þó eftir gæðamun milli lands- hluta. Sjómenn í Vesterålen og Troms hafa skilið að gæði eru mikilvægari en mikill afli á stuttum tíma,“ segir Hagensen. - Þýðir það að sjómenn á Lofotensvæðinu þurfi að tileinka sér annan hugsunarhátt? „Já, að nokkru leyti. Þar er baráttan um fiskinn afar hörð og þess vegna er þar verð- stríð og minni áhersla lögð á gæðin. Bæði sjómenn og saltfiskverkendur verða að taka sig á.“ - Hvert er álit kaupenda á norskum salt- fiski? -“Boðin eru skýr. Það er engin strika- merking til fyrir lélegan saltfisk og þá hafa menn heldur ekki áhuga á að kaupa hann. Sem útflytjendur verðum við að taka tillit til þess og það þýðir að við verðum að gera kröfur til framleiðendanna. Ef þeir stand- ast ekki gæðakröfur verðum við að leita til annarra, og þeir eru fyrir hendi, meðal annars í Vesterålen.“ Íslenskur saltfiskur betri en norskur E R L E N T

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.