Ægir

Volume

Ægir - 01.02.2002, Page 40

Ægir - 01.02.2002, Page 40
Jónbjörn Pálsson Höfundar eru starfsmenn Hafrannsóknar- stofnunarinnar Gunnar Jónsson Í júní-júlí leiðöngrum veiddust m.a. fisktegundir sem ekki hafa áður fundist innan íslenskrar lögsögu en þær eru randarangi, Barbantus curvifrons, nás- urtla, Haplophryne mollis og blaðhaus, Poromitra megalops. Utan íslenskrar lögsögu veiddust einnig fágætar tegundir. Auk þeirra sjaldséðu fiska sem veiddust árið 2001 er getið fimm tegunda sem veiddust árið 1998, 1999 og 2000 en komu ekki í leitirnar fyrr en árið 2001. Þarna eru tvær nýjar tegundir á Íslandsmiðum þ.e. spéfiskur, Dolichopteryx longipes sem veiddist árið 1998 og silfursporður, Grammicolepis brachi- usculus sem veiddist árið 2000. Fiskar sem borist hafa frá fiskiskipum o.fl. Sæsteinsuga, Petromyzon marinus Í byrjun júlí veiddi Aðalbjörg II sæsteinsugu í dragnót á 67 m dýpi suður af Ingólfshöfða. Hvítaskata, Raja lintea Í togararalli í mars veiddi Brettingur NS tvær hvítskötur í botnvörpu á Strandagrunni. Augnasíld, Alosa fallax Í lok mars veiddi Friðrik Sigurðsson ÁR eina 44 cm langa augnsíld í dragnót á 110 m dýpi við Skaft- árósa. Þessi fisktegund er ekki mjög tíður gestur á Ís- landsmiðum. Fyrst er hennar getið hér árið 1829 við Vestmannaeyjar. Árið 1933 veiddi þýskur togari 30 augnasíldar við Reykjanes og nokkrum árum síðar veiddi sami togari eina á svipuðum slóðum. Árið 1977 veiddist ein á stöng í Eyjafirði og árið 1994 veiddist ein í sunnanverðum Faxaflóa. Svartskoltur, Brotulotaenia crassa Í maí veiddist einn 69,5 cm langur svartskoltur í flotvörpu Snorra Sturlusonar RE á 732 m dýpi djúpt suðvestur af Reykjanesi. Þetta er þriðji fiskur þessar- ar tegundar sem veiðist á Íslandsmiðum. Hinir tveir veiddust 1998 og 1999. Drumbur, Thalassobathia pelagica Í maí og júní veiddi Snorri Sturluson RE fjóra drumba 25-30 cm langa í flotvörpu á 732-824 m dýpi djúpt suðvestur af Reykjanesi. Sjaldséðir fiskar á Íslandsmiðum árið 2001 Allmargir sjaldséðir fiskar bárust Hafrannsóknastofnun til rannsóknar frá fiskiskipum árið 2001. Flestir þeirra veiddust innan 200 sjómílna fiskveiðilögsögunnar en nokkrir utan hennar. Einnig veiddust margir sjaldséðir fiskar innan og utan lögsögunnar í leiðöngrum Hafrann- sóknastofnunar á rannsóknaskipum hennar. Megnið af þeim fiskteg- undum veiddist í þremur leiðöngrum þ.e. í leiðangri sem farinn var á rs. Árna Friðrikssyni RE 200 til bergmálsmælinga á karfa suður og suð- vestur af landinu dagana 22. júní til 12. júlí, í leiðangri sem farinn var á rs. Bjarna Sæmundssyni RE 30 einnig til bergmálsmælinga á karfa dagana 20. júní til 12. júlí og í haustralli sem farið var umhverfis land- ið á rs. Árna Friðrikssyni til rannsókna á djúpkarfa og grálúðu 4. októ- ber til 6. nóvember. Í leiðöngrunum í júní og júlí var veitt með flot- vörpu bæði innan og utan íslensku lögsögunnar og var m.a. farið langt suður fyrir Hvarf á Grænlandi þ.e. suður á 52°N og vestur á 44°V en í haustleiðangri var veitt með klæddri botnvörpu og eingöngu innan ís- lensku lögsögunnar. 40 F I S K A R

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.