Símablaðið - 01.12.1941, Page 31
bUdld
Útgefandi: Félag íslenzkra símamanna.
Reykjavík 1941 5.—6. tbl.
7/r////•///// og jó/in.
Veturinn er enn genginn í garð. Það er prófraunin á framtak okkar
o(j fyrírhyggju, timi myrkurs og storma. Það er prófraunin, sem sigUnga-
maðurinn Hrafna-Flóki féll fyrir, er hann hafði ekki gáð þess að afla h.eyja
handa fé sinu, þótt hann kynni þá list Nóa, að nota fngla í skipaferðum.
Vetrarnir islenzku hafa frá tíð Hrafna-Flóka verið örðugustu hjall-
arnir og við þá verið miðaður aldur manna og málleysingja. Þeir hörðustu
eru í annálum greindir með eiginnöfnum, flestum kuldalegum, svo sem „Langi-
jökull“ og „Klaki“, en ekki þurfti alltaf harðan vetur til, svo hungrið grði
mönnum og skepnum að aldurtila.
Á síðustu áratugum hafa íslendingar þó stöðugt verið að vinna á í
hardttunni gegn vetrinum, svo segja má að hungurvofunni sé nú af landi
hrundið, en slgs og eignaskaðar eru þó tíðastir á vetrum, og því miður er
það stundum, og ekki ósjaldan, af gálegsi líku því, sem kom Hrafna-Flóka
í koll. í tæknislegum efnum er íslenzkur vetur enn ósigraður, mgrkur hans,
kuldi, stormar og slgs — þess vegna er jólahátíðin ekki alltaf laus við
sorgir og áhgggjur.
En jólin eru þó ætíð hátíð vonarinnar og Ijóssins. — Þái liefir sólin
snúizt aftur í sumarátt og dciginn lengir. Menn gleðjast við að gleðja aðra,
og úr hugum manna og húsum víkur mgrkrið og kuldinn. Veturinn hnýpir
úti, en inni halda menn eftir föngum gleðileg jól.
7.