Símablaðið - 01.12.1941, Blaðsíða 46
S í M A li L A Ð I Ð
56
mjög greiðlega að liafa upp á honum,
því bauja sú, sem látin var á nyrðri
endann, gaf til kvnna, livar hins væri
að vænta.
Voru dregnir 8 metrar inn í skipið,
þar af 6 metrar notaðir í „skantið“. Var
hann síðan mældur af verkfræðingn-
um, og reyndist hann einnig „pott þétt-
ur“. —
Þegar athugaður var slúfurinn, þótti
manni harla ótrúlegt að hann gæti slitn-
að. í hvorum leiðara eru sjö sverir kop-
arþræðir, úr hreinum kopar, og er liin-
um yztu 6 þráðum vafið utan um þann
sjöunda, sem liggur réttur í miðjunni.
Utan um þá eru síðan þrjú lög af þjöpp-
uðn guttaperka, sem er einangrunin.
Þar utan um koma tvö lög af „garvet
jutegarn“, eftir að leiðararnir báðir hafa
verið undnir saman með tveim lögum
af þykku jutegarn, þá 14 þéttvafðir gal-
vaniseraðir járnþræðir, og utan um það
svo vafið tveimur lögum af tjörguðum
bampi og smurt með kompoundmassa.
Minna mætti gagn gera, en þetta dugar
hvergi nærri, þegar bafrótið nær að
koma hreyfingu á sæsímann og bann
nuddast við ósléttan botninn.
Lúðvík Nordgulen hófst þá handa
við skeytinguna. Tók hann „armering-
una“ af á 6 metra kafla.
A streng þeim, scm átti að bæta inn i,
var „armeringin“ tekin af á 30 cm„
koparvírarnir hreinsaðir upp úr eler og
öðrum metalli og gljáfægðir. Þegar því
var lokið, var miðþráðurinn klipptur
úr þeim, og þeir fléttaðir saman, síðan
lóðað, lakki roðið yfir og jafnað með
til þess gerðum járnum; gúmmípjatla
hituð og látin þar yfir, og jöfnuð með
járnunum. Loks stingur Lúðvík tveim
fingrum upp i sig og vætir í munnvatni,
strýkur og jafnar yfir, og var það loka-
þátturinn.
Meðan á þessu stóð, voru tveir blúss-
andi mótorlampar í fullum gangi, til
að liita járnin, lakkið og fleira.
Komust færri að en vildu, þvi kuldi
var, norðan strekkingur með frosti, en
góður hiti frá lömpunum, — og hand-
tök Lúðvíks drógu að sér athygli skip-
verja.
Er kalsasamt að eiga við slíkar við-
gerðir að vetrarlagi í misjöfnum veðr-
uf. Kom það ekki ósjaldan fyrir áður
fyrr, þegar viðgerðir fóru fram á varð-
skipinu Þór, er liann var við bátagæzl-
una hér við Eyjar, þegar hvessti snögg-
lega á austan, að þeir þyrftu að yfir-
gefa viðgerðina. Skipið fékk þá tilkynn-
ingu frá loftskeytastöðinni, um að báta
vantaði, og þess væri óskað, að þeir
svipuðust um eftir þeim. Fór Þór þá á
vettvang um allan sjó, leitaði báta uppi
og aðsloðaði heim.
Kristján Snorrason símaverkstjóri
gæti tvímælalaust sagt ýmislegt frá slík-
um aukatúrum.
Verzlunitf'Vísir - matvöruverzlun.
Vaxandi viðskipti sanna, að þeir, sem kaupa nauðsynjavörur sínar í
Verzlunin VÍSIR, fá þar BEZTAR vörur fyrir LÆGST verð.
GERIÐ INNKAUP ÞAR! REYNSLAN ER SANNLEIKUR!
VERZLUNIN VÍ8IR Laugavegi 1. O Sími 3555. O REYKJAVÍK.