Símablaðið - 01.12.1941, Page 38
48
S t M A B L A Ð l Ð
Nú var ísinn loks brotinn og tækin
breiddust út. 1852 var lengd ritsímalín-
anna í Bandaríkjunum 39.000 km. og í
örum vexti. í Evrópu var nú einnig far-
ið að framleiða Morse-tæki (t. d. Si-
mens & Halske).
Morse hafði löngum átt við fátækt
að stríða, en nú efnaðist bann vel og
ábyggjunum lctti. Seinna tók bann
svo fram málaradót sitt, er bann Iiafði
sem dýrkandi „símagyðjunnar“ lagt á
billuna — og málaði sér til dægrastvtt-
ingar.
En af öllum prófessorum í listasögu
befir Morse verið mesti símamaðurinn
og af öllum símamönnum mesti lista-
maðurinn - að öðrum ólöstuðum.
Edv.
Starfsveitingaráð.
F. í. S. hefir nú loks tekið ákvöröun um
aö vinna aö því, að stofnað verði starfs-
veitingaráð, með fulltrúum frá fél., og fal-
ið stjórninni aö vinna að því. í umræðum
um þetta mál hefir það komiö skýrt i ljós,
aö félagsmenn skilja þá aðstöðu, sem skap-
ast við stofnun ráðsins, er nokkuð af á-
byrgðinni á veitingum í stöður færist yfir á
félagið. En F. t. S. hefir fetaö í fótspor
stéttafélaga símamanna í Noregi og Dan-
mörku, sem talið hafa rétt að taka á sig
þessa ábyrgð, í þeirri von, að mistökin við
stöðuveitingar verði þá færri. — A þessu
stigi málsins skal ekki rætt meira um það.
en hér fer á eftir sú samþykkt, sem félag-
ið gerði í þvi:
Fundur í F. í. S. fimmtudaginn n. des.
1941 samþykkir að fela stjórn félagsins
að vinna að því að sem fyrst verði stofn-
að innan símans starfsveitingaráð. Sé það
skipað 5 mönnum: 3 frá yfirstjórn Lands-
símans og 2 frá F. I. S.
Ráð þetta fjalli um allar starfsveitingar.
innan stofnunarinnar, setningar í stöður og
tilfærslur.
í gerðabók ráðsins beri hverjum einstök-
um ráðsmanni, — eða öllum sameiginlega,
ef enginn ágreiningur er, —- að skrifa rök-
studdar tillögur til veitingavaldsins um
skipun í eða veitingu á stöðu eða starfa
við símann, svo og tilíærslur..
Stjórn símans og stjórn F. í. S. hafi heim-
ikl til að fá úr gerðabókinni afrit af tillög-
um og rökum sinna fulltrúa í ráðinu, og
opinbera þau, ef þan telja ástæðu til þess,
en leyfi atvinnumálaráðherra þurfi til að
fá og; birta rökstuðning hinna aðilanna.
Um veitingu eða skipanir í stöður séu
haldnir 2 fundir í ráðinu á hæfilegum fresti;
minnst 4 til 5 daga.
Starfsveitingaráðið sé þannig skipað:
Póst- cg' símamálastjóri skipi 2 menn, at-
vinnumálaráðh. 1 raann, og sé hann ekki fé-
lagi í F. í. S. Hann sé formaður ráðsins.
þegar veitingarvaldið er hjá póst- og síma-
málastjóra. Loks kjósi aðalfundur F. I. S.
2 félagsmenn í ráðið, til eins árs í senn.
Fulltrúar í ráðinu séu allir starfandi viö
símann.
Þegar um stööur er að ræða, sem at-
vinnumálaráðherra veitir, sé póst- og síma-
málastjóri fulltrúi símastjórnarinnar í stað
hins stjórnskipaða fulltrúa, og er hann þá
formaður ráðsins.
Húsgagnavinn ustofa
Klapparstíg 28. O Sími 1956 O Reykjavík.
Selur allskonar nýtízku búsgögn. — Munið vel eftir því, að bvergi fáið
þið eins vel bólstruð búsgögn. Eingöngu notuð fyrsta flokks vinna og efni.
Hjálmar Þorsteinsson & Co.