Símablaðið - 01.12.1941, Qupperneq 52
(52
SIMABLAÐIÐ
Við eftirgrennslanina kom í ljós, að inni-
haldið átti að vera þannig: Hjærtelig Lyk-
önskning anledning Födselsdagen. — Mor.
Þar sem svo vel vildi til, að einmitt þenn-
an dag átti frúin afmælisdag, hvarf tor-
tryggni eiginmannsins eins og dögg fyrir
sólu og bæði hjónin og ferðafélagar þeirra
komust í sólskinsskap og hlógu nú dátt a’ð
öllu saman og mér er nær að halda, að um
kvöldið hafi allar skilnaSarhugleiðingar
verið horfnar úr huga hins hollenzka eig-
inmanns og tárin verið horfin af hvörmum
hans fögru frúar.
Q
Undir þessu nafni skrifar einhver í 3ja
thl. Símablaðsins. Eins og símamenn sjálf-
sagt muna, hét blaSið okkar einu sinni.
„Elektron“, en höfundurinn, sem er aS
skrifa um „Nýja tímann og símritarana"
virðist þó vera ennþá lengra aftur í tim-
anum, enda mun hann aldrei hafa komið
nálægt ritsímaafgrei.ðslu og allt, sem fram
kemur í ritsmíð þessari virðist vera hreinn
hugarburður.
ASal-uppistaðan í grein þessari eru mjög
þungar sakir á yfirmenn símans og gætu
þær bakað stofnuninni tjón, ef einhverjir,
sem ekki þekkja betur til ritsímaafgreiSslu
en greinarhöf., skyldu lesa hana, en það er
ekki mitt, að svara þeirri hlið á þessu máli.
Sjálfsagt munu símritararnir, sem þarna
er ráSist að á mjög óviðeigandi hátt, svara
fyrir sig.
Me'ðal annars víkur greinarhöf. aS vinnu-
fyrirkomulaginu og þaS eins og annað talið
úrelt og aS engar breytingar til bóta hafi
á því verið gerðar, jafnvel áratugum sam-
an. Út af þessum ummælum langar mig til
að benda á hvaS þetta er fjarri veruleik-
anum, eins og allt annað, sem í ritsmíS
þessari er. Framan af árum var vinnuskipt-
ing viS ritsímastöSina hér í Rvík þannig,
að unnið var í tveim vöktum, frá 8—15 og
15—21, en eftir því sem viðskiptin hafa
aukizt, hefur þessu veriS breytt. Þannig var
fyrir 4—5 árum lengdur vinnutími símrit-
aranna úr 6 tímum í 8 tíma og þá um leið
bætt við sérstökum morgun- og kvöldvökt-
um, nokkru síðar eru svo teknar upp næt-
urvaktir, og eru nú alls sex mismunandi
vaktir á hinum ýmsu tímum sólarhrings-
ins og þeim komið fyrir þannig, að sem
bezt henti fyrir hina síauknu símskeyta-
afgreiðslu. Einnig mætti á það minnast,
aS nú undanfarna mánuði hafa nokkrir er-
lendir símamenn heimsótt okkur og hafa
þeir allir látið í ljós undrun sína á því hve
fullkomin öll afgreiðsla væri hér hjá okk-
ur, — þessari afskekktu þjóð, — og sögð-
ust þeir ekki hafa ímyndað sér, að jafn
fullkomin ritsímatæki væru hér í rtotkun.
MeSal þessara manna var einn, sem unnið
hefur í þjónustu Western Union símafé-
lagsins í 12 ár.
Þar sem greinarhöf. verður mjög tíSrætt
um hvað símritarar Landssímans séu orSn-
ir langt á eftir tímanum, og gefur í skyn,
aS öll tæki séu gamaldags og úr sér gengin,
mætti benda á hina gífurlegu aukningu rit-
símaviðskiptanna undanfarin 2 ár, sem
samkvæmt opinberum skýrslum er 100%,
en raunveruleg aukning er þó miklu meiri,
þar sem talsvert' af núverandi skeytum er
þess eðlis, að þau fá tvöfalda afgreiSslu
(samanburð), en sú aukning kemur hvergi
fram nema í fleiri svitadropum símritar-
anna.
AS hægt hefur veriS að anna þessari
miklu aukningu, meS nærri óbreyttu manna-
haldi, er beinlínis því aS þakka, aS Lands-
síminn hefur á að skipa duglegum símrit-
Kolaverzlun Ouðna & Cinars
REYKJAVÍK O KALKOFNSVEGI O SlMI 1595 (tvær Jínur).