Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1941, Blaðsíða 52

Símablaðið - 01.12.1941, Blaðsíða 52
(52 SIMABLAÐIÐ Við eftirgrennslanina kom í ljós, að inni- haldið átti að vera þannig: Hjærtelig Lyk- önskning anledning Födselsdagen. — Mor. Þar sem svo vel vildi til, að einmitt þenn- an dag átti frúin afmælisdag, hvarf tor- tryggni eiginmannsins eins og dögg fyrir sólu og bæði hjónin og ferðafélagar þeirra komust í sólskinsskap og hlógu nú dátt a’ð öllu saman og mér er nær að halda, að um kvöldið hafi allar skilnaSarhugleiðingar verið horfnar úr huga hins hollenzka eig- inmanns og tárin verið horfin af hvörmum hans fögru frúar. Q Undir þessu nafni skrifar einhver í 3ja thl. Símablaðsins. Eins og símamenn sjálf- sagt muna, hét blaSið okkar einu sinni. „Elektron“, en höfundurinn, sem er aS skrifa um „Nýja tímann og símritarana" virðist þó vera ennþá lengra aftur í tim- anum, enda mun hann aldrei hafa komið nálægt ritsímaafgrei.ðslu og allt, sem fram kemur í ritsmíð þessari virðist vera hreinn hugarburður. ASal-uppistaðan í grein þessari eru mjög þungar sakir á yfirmenn símans og gætu þær bakað stofnuninni tjón, ef einhverjir, sem ekki þekkja betur til ritsímaafgreiSslu en greinarhöf., skyldu lesa hana, en það er ekki mitt, að svara þeirri hlið á þessu máli. Sjálfsagt munu símritararnir, sem þarna er ráSist að á mjög óviðeigandi hátt, svara fyrir sig. Me'ðal annars víkur greinarhöf. aS vinnu- fyrirkomulaginu og þaS eins og annað talið úrelt og aS engar breytingar til bóta hafi á því verið gerðar, jafnvel áratugum sam- an. Út af þessum ummælum langar mig til að benda á hvaS þetta er fjarri veruleik- anum, eins og allt annað, sem í ritsmíS þessari er. Framan af árum var vinnuskipt- ing viS ritsímastöSina hér í Rvík þannig, að unnið var í tveim vöktum, frá 8—15 og 15—21, en eftir því sem viðskiptin hafa aukizt, hefur þessu veriS breytt. Þannig var fyrir 4—5 árum lengdur vinnutími símrit- aranna úr 6 tímum í 8 tíma og þá um leið bætt við sérstökum morgun- og kvöldvökt- um, nokkru síðar eru svo teknar upp næt- urvaktir, og eru nú alls sex mismunandi vaktir á hinum ýmsu tímum sólarhrings- ins og þeim komið fyrir þannig, að sem bezt henti fyrir hina síauknu símskeyta- afgreiðslu. Einnig mætti á það minnast, aS nú undanfarna mánuði hafa nokkrir er- lendir símamenn heimsótt okkur og hafa þeir allir látið í ljós undrun sína á því hve fullkomin öll afgreiðsla væri hér hjá okk- ur, — þessari afskekktu þjóð, — og sögð- ust þeir ekki hafa ímyndað sér, að jafn fullkomin ritsímatæki væru hér í rtotkun. MeSal þessara manna var einn, sem unnið hefur í þjónustu Western Union símafé- lagsins í 12 ár. Þar sem greinarhöf. verður mjög tíSrætt um hvað símritarar Landssímans séu orSn- ir langt á eftir tímanum, og gefur í skyn, aS öll tæki séu gamaldags og úr sér gengin, mætti benda á hina gífurlegu aukningu rit- símaviðskiptanna undanfarin 2 ár, sem samkvæmt opinberum skýrslum er 100%, en raunveruleg aukning er þó miklu meiri, þar sem talsvert' af núverandi skeytum er þess eðlis, að þau fá tvöfalda afgreiSslu (samanburð), en sú aukning kemur hvergi fram nema í fleiri svitadropum símritar- anna. AS hægt hefur veriS að anna þessari miklu aukningu, meS nærri óbreyttu manna- haldi, er beinlínis því aS þakka, aS Lands- síminn hefur á að skipa duglegum símrit- Kolaverzlun Ouðna & Cinars REYKJAVÍK O KALKOFNSVEGI O SlMI 1595 (tvær Jínur).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.