Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1941, Page 48

Símablaðið - 01.12.1941, Page 48
58 S í M A B L A Ð 1 Ð Sa^n, Þegar gesti ber að garði menningar- þjóða, óska þeir jafnan þess að kynn- ast af eigin sjón og reynd því lielzta, sem lnð framandi land liefir uppá að bjóða í menningarlegu tilliti, einkum listum og vísindum. Þetta á sérstaklega við menntamenn, sem vita að bvergi er meiri fróðleik að fá um þá hluti en á hinum ýmsu söfnum stórborganna, sem hafa að geyma liina sönnu spegil- mvnd af menningarþróun liinna ýmsu þjóða, því söfnin liafa það umfram bækurnar að þar verður ávallt sjón sögii ríkari, enda gera allar menningar- þjóðir sér far um að koma sér upp sem allra fágætustum og fullkomnustum söfnum, í öllum þeim greinum er nokkru máli skipta um menningarsögu þeirra frá fyrstu tið og ekkert til sparað að gera þau sem víðtækust, enda eru slík söfn metnaðarmál menntamanna hverrar þjóðar, og lit frá þeim berst menningarhróður lilutaðeigandi þjóðar eða borgar. Það er örðugt að gera sér hugmynd um hversu gamalt þetta hugtak er: að safna. Sennilegt er að það sé uppbaflega sprottið af sjálfbjargarviðleitni binna frumstæðustu einstaklinga eða kyn- flokka, sem fyrr á öldum hafa orðið að bjarga sér og sínum við hin ófullkomn- ustu lífsskilyrði í myrkri vanþekkingar- innar, en það hafi kennt þjóðflokkun - um þau hyggindi að „safna i kornhlöð- ur“. Öllum er kunnugt að söfnun er svo að segja engin takmörk sett, livað form og framkvæmd snertir. Hún birtist alls- staðar í ótal myndum (stundum brosleg- um, að okkur finnst) og mótast af eðlis- fari manna, þegar um einstaklinga er að ræða. Söfnun getur á vissum sviðum valdið miklu tjóni. En söfnun eða safn varðveitir einnig hin dýrustu verðmæti um aldaraðir og er eitt bið veigamesta fvrirbrigði til varðveislu þess sem við- heldur framsókn mannkynsins iá þroska- braut þess. Þetta hefir öllum menning- arþjóðum fyrir löngu skilist, og söfnum er skipt í deildir, þannig að hver deild hefir sína sögu að segja í sérstakri grein um ákveðið tímabil. Á góðum söfnum erlendis má meðal annars sjá haglega gert líkan af allskonar vélum og' tækj- um, sem bafa verið og eru í þjónustu mannanna á einn eða annan bátt. Þau eru geymd í glerskápum og það má setja þau í gang ef þrýst er á hnapp og sjást þá allar hreyfingar þeirra. I slík- um safnadeildum ber mikið á þeim tækjum, sem tæknin Iiefir verið að skapa á umliðnum áratugum. Þar skipa þau tæki og áliöld öndvegissess, sem smám saman bafa brúað fjarlægðirnar milli einstaklinga og þjóða, og er stór- ✓ er alltaf bezt að fá sér í Rakarastofunni í Eimskipafélagshúsinu. KOMIÐ SEM FYRST. Höfum óvenju góð og ódýr HÁRYÖTN við flösu og hárlosi. Henta bæði konum og karlmönnum. ----- SÍMI 3625. ----

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.