Símablaðið - 01.12.1941, Page 51
S í M A B L A tí 1 fí
(51
Dollendingurinn
afbrýðissami.
Eg held þaö hafi verið alþingishátíðar-
árið, sem saga þessi gerðist.
Dag einn, nokkru eftir kl. 3 e. h., kernur
hópur af erlendu fólki í heimsókn á rit-
simastöðina, en hún var þá til húsa þar,
sem lögreglustöðin er nú. Meðal gestanha
var ung og fögur kona, sem hafði sýnilega
grátið nýlega. Þeim, sem hafði orð fyrir
gestunum, sagðist þannig frá:
„Þegar við farþegarnir á s.s. N. N. sát-
um að miödegisverði um kl. 12,30, var kom-
ið með símskeyti til frú N. N. Bað hún
rnann sinn að opna það fyrir sig. Gerði
hann það og renndi augunum yfir innihald-
ið. Ekki vildi hann að loknurn lestri af-
henda konu sinni skeytiö og varð það svip-
þungur og óræðinn, að sú glaðværð og ká-
tína, sem veriö hafði viö borSið, hljóSnaði,
og menn fundu, að honum hafSi brugSiS
mjög viS lesturinn. AS borðhaldi loknu kom
til mikillar sennu milli hjónanna. Bar hann
konu sinni á brýn, að hún væri sér ótrú og
vitnaSi í innihald skeytisins, en það var á
þessa leiö: „Længes stadig efter dig. Kom-
mer du aldrig.“ Og til aö gera nú allt tor-
tryggilegra var undirskriftin karlmanns-
nafn.
Eiginmaðurinn, sem var Hollendingur að
ætt, var mjög reiður hinni danskfæddu eig-
inkonu sinni, og það var ekki annaS sýni-
legt, en að hér rnyndi draga til skilnaðar.
En einum ferðafélaga þeirra datt í hug,
aS reynandi væri nú aS hafa tal af síma-
stöðinni og fá vitneskju um, hvort ekki
hefðu einhver mistök átt sér staS.
ViS athugun málsins kom þaS í ljós, að
veslings konan var fullkomíega saklaus.
HafSi vélritari, sem var aS. afrita skeytið,
veriS búinn að skrifa áritun skeytisins, en
þurft aö sinna öSru og staSiS upp frá verk-
inu. Á meSan hafði annar starfsmaSur af
vangá skipt um skeyti. StarfsmaSur sá, sem
hafði verið byrjaSur á aS skrifa umrætt
skeyti, hvarf til sætis síns og hélt verkinu
áfram í góSri trú, og skrifaöi nú innihaldið.
Jólaskeyti til símastúlkunnar,
Ungfrú góð!
Ef þér notið POND’S snyrtivörur
að staðaldri, helzt jólaskapið árið
um kring.
Eii-kaumboð á íslandi:
G. Helgason & Melsteð h.f.
Reykjavík.